117 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

117 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

117. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 Föstudaginn 17. janúar 2014 kl: 16:00 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
 
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson (ÓA) formaður
Sigrún Guðmundsdóttir, (SG)
Eyþór Garðarsson (EG)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Davíð Pétursson (DP)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Davíð Pétursson varamaður var boðaður á fundinn vegna vanhæfis Dagbjarts Arilíussonar við 1. lið dagskrár. Trausti Gylfason þurfti að víkja af fundinum eftir afgreiðslu á 1. lið.
Formaður óskaði nefndarmönnum gleðilegs nýs árs og bauð þá velkomna til  fyrsta fundar ársins og var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
 
1.      Sölustöðvun vöru. – Brugghús Steðja ehf.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið og greindi frá viðbrögðum HeV  vegna notkunar Brugghúss Steðja ehf  á hvalmjöli í vöru (Hvalabjór).  HeV tilkynnti fyrirtækinu um sölustöðvun á vörunni með símtali  síðdegis þann 13. janúar s.l og svo  með formlegu bréfi þann 14. janúar. s.l. Hvalur hf. hefur ekki  leyfi  frá MAST fyrir sölu á hvalmjöli ætlað í matvæli. Forsvarsmaður Brugghúss Steðja sendi inn erindi til heilbrigðisnefndar síðdegis þann sama dag þar sem ákvörðun HeV var harðlega mótmælt.
 
ÓA ræddi málið og stöðu heilbrigðisnefndar gagnvart því
DP lagði fram bókun og rökstuðning með henni.
 
Bókun: „Vegna alvarlegs misskilnings framkvæmdastjóra við þvingunarúrræði til Brugghússins Steðja, þá felur stjórn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands framkvæmdastjóra að draga til baka bréf sitt frá 13. janúar s.l og dagskrármáli þessu vísað frá. „
 
Miklar umræður urðu um málið og allir nefndarmenn tjáðu sig um það.
 
Atkvæðagreiðsla vegna bókunar DP:
Meðmæltir eru 2 (DP og SG).  Á móti eru 4 (ÓA, EG, TG, ÞÞÓ). RS, fulltrúi náttúruverndarnefnda, hefur ekki atkvæðisrétt sbr. lög nr. 7/1998. Tillagan felld.
 
Áframhaldandi umræður nefndarmanna um málið.
 
Formaður lagði fram drög að bréfi til fyrirtækisins þar sem staðfest er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. janúar s.l. 
Eftir  nokkrar umræður og lagfæringar á texta bréfsins var það samþykkt samhljóða.
 
2.      Gagnagrunnur MAST.- Tilboð Matvælastofnunar um sameiginlegan gagnagrunn vegna matvælaeftirlits.
Matvælastofnun hefur boðið heilbrigðiseftirlitssvæðum landsins að taka þátt í að reka gagnagrunn vegna matvælafyrirtækja og eftirlits með þeim.
 
Heilbrigðisnefndin tekur undir efni bréfs stjórnar SHÍ (Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi) til Matvælastofnunar dagsett 15. janúar 2014 þar sem bent er á að heilbrigðiseftirlitin hafi gert fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og ekki reiknað með útgjöldum á þessu ári vegna gagnagrunnsins. Nefndin lítur jákvætt á framhaldið og er tilbúin að skoða samstarf við MAST um samnýtingu þessa gagnagrunns.
 
3.      Starfsleyfi frá síðasta fundi:
Landbúnaðarsafn Íslands, Hvanneyri. – Safn- Nýtt
Byggðasafnið Görðum, Akranes. – Safn- Nýtt
Byggðasafn Dalamanna, Laugum, Dalabyggð.- Safn- Nýtt
Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi. Mötuneyti- Endurnýjun
Reykjabúið, Fagrabrekka, Hvalfjarðarsveit. Alifuglabú- Endurnýjun til 1.júní´14
Ægir Sjávarfang ehf, Ólafsvík. –Niðursuðuverksmiðja – Nýtt
Belgsholt ehf, Belgsholti, Hvalfjarðarsveit – Vatnsveita – Nýtt
HB Grandi hf, Breiðargötu 8, Vesturgata 2, Akranesi. – fiskþurrkun.- Yfirfærsla leyfis til nýs rekstraraðila.
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi, Borgarbyggð. –Íþróttahús og sundlaug. – Endurnýjun.
Mýranaut ehf., Ensku Húsin, Borgarbyggð – matvælavinnsla (grafið kjöt).- Nýtt
Dalabyggð,  Sundlaug í Dalabúð, Búðardal. – Nýtt.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
4.      Umsagnir  til sýslumanns (afgreitt frá síðasta fundi):
KK Hótel ehf, Skólaflöt 4 og 8, Hótel Sól, Hvanneyri- Sumargisting – Nýtt
Neðstiás 11, í landi Kambshóls, Hvalfjarðarsveit- Sumarhús. – Nýtt
Vegamót, Eyja- og Miklaholtshreppi.,Rjúkandi ehf – Gisting og veitingar-Nýtt
Varmalandsskóli, Borgarbyggð. – Gisting – Nýtt
Hótel Hellnar ehf, Hellnum, Snæfellsbæ. – Hótel. Endurnýjun/breytt
 
Lagt fram
 
5.      Umsagnir vegna tækifærisleyfa
Hjálmaklettur, Menntaskólinn Borgarfirði.  Dansleikur 7. nóv´13. Nemendafélag MB.
 
Félagsheimilið Brún Bæjarsveit. Samkoma 16. nóv´13. Hestamannafélagið Faxi.
Félagsheimilið Logalandi, Borgarbyggð, Gleðifundur 23. nóv´13, Ungmennafélag Reykdæla.
Hjálmaklettur, Menntaskólinn Borgarfirði, árshátíð 23.nóv ´13, Nemendafélag LBHÍ.
Hjálmaklettur, Menntaskólinn Borgarfirði. Áramótafagnaður 31.des´13. Knattspyrnudeild Skallagríms.
Hjálmaklettur, Menntaskólinn Borgarfirði. Samkoma 4.jan´14. Lionsklúbburinn Agla.
Félagsheimilið Logalandi, Borgarbyggð. Jólaball 28. des ´13. Ungmennafélag Reykdæla
Félagsheimilið Logalandi, Borgarbyggð. Söngskemmtun Söngbræðra 11.jan´14
Félagsheimilið Brún, Borgarbyggð. Þorrablót 25. jan´14
Íþróttahúsið Veturgötu, Akranesi. Þorrablót Skagamanna 25.jan´14
Félagsheimilið Logalandi, Borgarbyggð. Þorrablót Reykdæla 31. jan´14
Félagsheimilið Valfell, Borgarbyggð. Þorrablót 24. jan ´14
 
Lagt fram
 
6.      Brennur og flugeldasýningar.
Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ. Flugeldasýning á Hellissandi 6.jan´14
Lionsklúbbur Ólafsvíkur. Þrettándabrenna við Hvalsá. 6. jan´14
S.A vegna brennu við Innnesveg/ Víðigrund á Akranesi 31. des´13
H.K vegna brennu á Breiðinni við Rif 31. des´13
Ungmennafélag Stafholtstunga. Brenna við Þinghamar 2. jan´14
Ungmennafélag Reykdæla . Brenna við  Reykholt 31. des´13
Vistheimilið Kvíabryggju. Brenna í fjöru við Kvíabryggju 31.des´13
Björgunarfélag Akraness. Brenna  og flugeldasýning á Jaðarsbökkum 6. jan´14
Akraneskaupsstaður. Brenna í Kalmansvík 31. des ´13
P.S vegna brennu við Melahverfi, Hvalfjarðarsveit 31.des´13.
Björgunarsveitin Elliði. Flugeldasýning við Kirkjuhól, Staðarsveit 30. des´13
Ungmennafélag Staðarsveitar. Brenna við Kirkjuhól, Staðarsveit 30. des ´13
S.H vegna brennu á Miðhrauni, Eyja – og Miklaholtshreppi., 31.des ´13
Stykkishólmsbær. Brenna  við tjaldstæðið 6.jan´14
 
Lagt fram.
 
7.      Tóbakssöluleyfi –  Útgefin til 4 ára.
Samkaup Strax, Bifröst, Borgarbyggð.
Samkaup Úrval, Grundarfirði.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
 
8.      Aðrar umsagnir.
Sorpurðun Vesturlands, Fíflholtum. Ný urðunarrein. Sent til Umhverfisstofnunar 8.nóv´13
Nýr urðunarstaður fyrir ólífrænan úrgang í landi Höskuldsstaða, Laxárdal, í Dalabyggð. Sent til Skipulagsstofnunar 15.jan´14
 
Lagt fram.
 
 
9.      Önnur mál:
Aðgangur að póstföngum nefndarmanna – Trúnaðargögn HeV.
Framkvæmdastjóri ræddi um mikilvægi þess að einungis nefndarmenn einir hafi aðgang að þeim tölvugögnum sem send eru út vegna dagskrár stjórnarfunda sbr. ákvæði 16. gr laga nr. 7/1998 þar sem fjallað er um þagnarskyldu nefndarmanna.
 
Fiskimjölsverksmiðja HB-Granda Akranesi.  Nýtt starfsleyfi frá UST 4.des´13
Umhverfisstofnun gaf út  nýtt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna á Akranesi þann 4. desember s.l og gildir til 4. desember 2029.
Lagt fram.
 
Stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands. – Nýútkomin skýrsla UST.
Stöðuskýrslan sem vatnasvæðanefndir og Umhverfisstofnun hafa unnið að undanfarin ár kom út í síðustu viku. Heilbrigðisnefnd Vesturlands tók þátt í vinnu vatnasvæðanefndar 1 og 4.  Hægt er að lesa skýrsluna á heimasíðu UST.
 
 
Fundi slitið kl:  17:55