102 – SSV stjórn

admin

102 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í SSV, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudaginn 18. desember 2013 kl. 15. 

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Jón Þór Lúðvíksson og áheyrnarfulltrúi, Halla Steinólfsdóttir.  Ingibjörg Valdimarsdóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.  

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til fundar.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt.

 

2.   Málefni fatlaðra.

 

a.    Fundargerðir 25.11 og 12.12.2013

Lagðar fram og staðfestar.

 

b.   Yfirlit yfir flæði fjármagns árið 2014

Framkvæmdastjóri fór yfir innkomið fjármagn og útsvarstekjur vegna yfirstandandi árs.  Desembergreiðsla er eftir frá Jöfnunarsjóði en útlit fyrir að útsvar sé undir áætluðum tekjum inn til verkefnisins.

 

c.    Uppgjör við FSS.

Framkvæmdastjóri fór yfir uppgjör milli Þjónustusvæðisins Vesturlands og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.  Ekki er sameiginlegur skilningur á lið sem heitir ráðgjafaþjónusta.  Þann 10. janúar 2011 samþykkti Þjónusturáð fasta skiptingu til þessa rekstrarliðar og er hér vísað til fundargerðar Þjónusturáðs sem framkvæmdastjóri lagði fram.  Aldrei hefur verið átt við þennan lið þó rekstarkostnaður sé undir þar sem frá upphafi hefur verið litið á þetta sem fast framlag.  Sjá nánar bókun Þjónusturáðs frá svokölluðum Hamarsfundi:  Um er að ræða fjármagn sem var miðað við út frá rekstri Svæðisskrifstofu Vesturlands.

        

Það hefur margoft komið fram að það sé á hendi félagsþjónustusvæða hvort þau vilji gefa í undir þessum kostnaðarlið eða draga úr.  Á árinu 2012 voru 9.548.000 kr. áætlaðar til ráðgjafarþjónustu á svæði FSS.  Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að fá álit utanaðkomandi aðila, sbr. endurskoðanda, á ágreiningsmálinu.

 

d.   Erindi til Jöfnunarsjóðs

Lagt fram erindi til Jöfnunarsjóðs dags. 12. des. 2013.  Um er að ræða beiðni um aukafjárframlag fyrir árin 2013 og 2014 þar sem um 25 milljónir vantar til rekstrarins hvort ár um sig.  Alls 50 milljónir.

 

3.   Menningarsamningar

 

a.    Fundur í menntamálaráðuneyti 13.12.2013. minnisblað.

Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra og Herði Helgasyni, sem sat fundinn f.h. Menningarráðs Vesturlands. 

 

b.   Tillaga að svari til ráðuneytis varðandi reiknireglu

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að umsögn varðandi reiknireglu sem stendur á bak við skiptingu heildarfjármagns frá ráðuneyti menningarmála út til menningarsamninganna á landsvísu.

 

c.    Erindi Menningarráðs til stjórnar SSV

Halla Steinólfsdóttir, formaður Menningarráðs Vesturlands lagði fram bókun frá Menningarráði þar sem fram kemur  tillaga frá Menningarráði um að ráðið starfi út kjörtímabil sveitarstjórna og einnig kemur fram tillaga að starfshlutfalli menningarfulltrúa. 

 

d.   Tillaga um faghóp á bak við menningarsamning og menningarfulltrúa.

Tillaga formanns til stjórnar SSV er varðar stofnun faghóps sem mun starfa með menningarfulltrúa að úrvinnslu umsókna og úthlutun styrkja.  Stjórn SSV yfirtaki skyldur Menningarráðs Vesturlands.  Jafnframt verði framkvæmdastjóri SSV yfirmaður menningarfulltrúa. 

Stjórn samþykkir einnig að skipaður verði faglegur þriggja manna ráðgjafahópur sem mun vinna með menningarfulltrúa að úthlutun styrkja og stuðst verði þar við þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi fyrir Menningarráð.  Lagt er til að unnið verði eftir þeim nú í fyrstu úthlutun á árinu 2014 í nýju umhverfi.  Stjórn taki síðar upp skoðun á því að vinna nýja menningarstefnu fyrir menningarmál á Vesturlandi.  Vísað er til skýrslu Capacent, en þar lækkar það heildareinkunn menningarsamnings á Vesturlandi að ekki hefur verið endurnýjuð stefnumótun fyrir menningarsamninginn á samningstímanum sem er að ljúka.

Ráðgjafahópurinn verði samsettur af einum frá svæðinu sunnan Skarðsheiðar, einum frá Borgarfirði og Dölum og einum frá Snæfellsnesi og verði fulltrúar ekki jafnframt fulltrúar sveitarstjórna.  Þrír skulu tilnefndir til vara.  Mælst er til þess að þessir aðal- og varamenn hafi innsýn í heim menningar og lista.  Ráðgjafahópurinn, í samstarfi við menningarfulltrúa, geri tillögu til stjórnar um úthlutun.  Endanleg afgreiðsla umsókna verður í höndum stjórnar SSV. Laun ráðgjafahóps verði samkvæmt samþykktum SSV um laun nefnda. 

 

Lagt til að menningarfulltrúa Vesturlands, Elísabetu Haraldsdóttur, verði boðið áframhaldandi starf í 50% starfshlutfalli í samræmi við tímalengd menningarsamnings. Fjármálaumsýsla verði flutt til framkvæmdastjóra sem yfirtekur prókúru reikninga frá og með 1. janúar 2014.

 

Framkvæmdastjóra falið að kynna menningarfulltrúa niðurstöðu fundarins.

 

Samþykkt samhljóða.

 

e.    Afstaða sveitarfélaga til áframhaldandi samstarfs um menningarmál.

Lögð fram afstaða 10 sveitarfélaga til áframhaldandi samstarfs um menningarmál.  Umsagnir allar jákvæðar og yfirgnæfandi afstaða um að áfram skuli halda menningarfulltrúa fyrir svæðið.

 

4.   Markaðsstofa Vesturlands

ÓS fór yfir minnisblað um fyrirkomulag rekstrar Markaðsstofu. Ekki talin ástæða til að fjalla frekar um málið  að svo stöddu og ÓS falið að vinna áfram að verkefninu.  Mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

 

5.   Almenningssamgöngur

ÓS fór yfir stöðu verkefnisins. Útlit er fyrir að afkoma verkefnisins á almanaksárinu 2013 verði jákvæð um 1 – 4 m.kr. Þá á eftir að útkljá hvernig síðustu mánuðum síðasta árs verður lokað. ÓS upplýsti að hann hefði verið í viðræðum við Strætó um aðkomu þeirra að því að loka síðasta ári. Lofað hefur verið svörum fyrir vikulok. Stjórnarmönnum verður send afstaða Strætó til erindisins þegar hún liggur fyrir.

 

6.   Sóknaráætlun 2011

a.    Fjarskiptaverkefni

ÓS skýrði frá stöðu mála.

 

7.   Önnur mál.

a.    Starfsemi atvinnuráðgjafar. 

ÓS lagði fram samantekt um starfsemi atvinnuráðgjafar tímabilið  1. sept. til 15. nóvember.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30

Hrefna B. Jónsdóttir