32 – SSV samgöngunefnd

admin

32 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð

Samgöngunefnd SSV

Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV,  mánudaginn 2. september 2013 kl. 16, á skrifstofu SSV í Borgarnesi.  Mætt voru: Davíð Pétursson, Kristinn Jónasson, Guðmundur Vésteinsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, Finnbogi Leifsson, Þórður Þórðarson og Berglind Axelsdóttir.  Einnig sátu fundinn Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerðinni og Hrefna B. Jónsdóttir frá SSV. 

Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar, kom inn á fundinn undir lið 1 og tók við fundarritun af HBJ sem vék af fundi.

1.   Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda.

 

Magnús Valur fór yfir verkefni á Vesturlandi.  Framkvæmdum við  Reykjadalsá er að ljúka.  Unnið er að gerð vegriðs á Borgarfjarðarbrú.  Kafli á Uxahryggjavegi lauk árið 2012, Hvað tengivegi varðar verður farið í framkvæmdir við vegkafla frá hringvegi að Bakka í Melasveit.  Lagt verður bundið slitlag frá Tungu inn að Kambshóli í Svínadal, Hvalfjarðarsveit. 

Hvað er framundan:  Endurskoðun á vegaáætlun hefur ekki fengið endurskoðun í Þinginu.  Tillögur liggja fyrir Þinginu frá 2013 til 2016.  Þar bætist inn ný framkvæmd sem er kafli á Uxahryggjavegi. 

12 ára langtímaáætlun er til 2022.  Þá er reiknað með 540 millj á öðru tímabili langtímaáætlunar og 370 millj. á þriðja tímabili í Uxahryggjaleið.  Þessi leið er að hluta til á svæði Suðurlands en um síðustu áramótum fóru fram svæðabreytingar.  Borgarnesmiðstöðin stýrir Vestursvæði, sem nær yfir Vesturland og Vestfirðir. 

MVJ sagði frá nýjum sameiningum og nýjum stofnunum.  Samgöngustofu er stjórnsýslustofnun samgöngumála í samræmi við lög frá 2012.  Framkvæmd- og rekstrarverkefni heyra undir Vegagerðina. 

 

Fjárlagagerð virðist stutt á veg komin en hann sagðist ekki eiga von á neinum stórum breytingum ef horft er á langtímaáætlunina.  Framkvæmdirnar geti hins vegar hliðrast til innan tímans til ársins 2022.

Leiðin framhjá Borgarnesi er á langtímaáætlun og er það verkefni sem þarf að fara taka snúning á hver framtíðarvilji heimamanna er í því efni.  Ef það verkefni fer af stað er um stórt verkefni að ræða.  Staðan hjá Vegagerðinni á Vestursvæði sú að öll stærstu verkefnin eru á Vestfjörðum og allt útlit fyrir að svo verði áfram.

Ljúka þarf þeim kafla sem eftir er á Fróðárheiði en þar eru 7 km eftir.  

MVJ sagði vegakerfið á niðurleið.  Viðhald væri ekki viðunandi. 

 

Berglind spurðist fyrir um eiturefnanotkun hjá Vegagerðinni, hvort notað væri efnið ,,Round-up“  á þjóðvegi á Vesturlandi.  MVJ sagði það ekki notað.

Þórður vakti athygli á því hversu vegakerfið til vesturs væri langt á eftir hinum tveimur leiðunum til og frá Reykjavík, þ.e. Hellisheiðin og Reykjanesbrautin.  Hann spurðist fyrir hvort ekkert væri rætt um Sundabraut en MVJ svaraði því Var tekið undir það. Rætt um framúrakstursleiðir á þjóðvegi 1 á milli Reykjavíkur og Borgarness.  Huga þarf að 2 +1 útfærslum. 

Rætt um færslu þjóðvegar 1 um Grunnafjörð. Erfitt er að auka gæði þjóðvegarins í gegnum Leirársveitina þar sem að þjóðvegi 1 liggja mörg gatnamót. 

MVJ sagði vegakerfið byggjast upp hægt og bítandi.

MVJ sagði varðandi tengivegi að þá væru aðeins Uxahryggir komnir inn með einhverjar fjárhæðir sem skiptu máli.

ÓS kom inn á fundinn og HBJ vék af fundi.

Fróðárheiði væri ekki inni, Skógarströnd og Laxárdalsheiði ekki heldur, mikilvægt að leggja áherslu á þessa vegi í nýrri langtímaáætlun.

DP lagði til að nefndin óskaði eftir fundi með innanríkisráðherra til að koma á framfæri til hennar verðandi áherslur nefndarinnar.

DP spurði fundarmenn um áherslur í ályktun til aðalfundar. Tengivegir voru nefndir, mikilvægt væri viðhald yrði aukið, þá jafnvel á kostnað nýframkvæmda. Hugað verði t.d. að breikkun hringvegar næst höfuðborginni (2 + 1) á hluta leiðarinnar. Lagt er til að dregið verði úr eftirlitskerfinu lagt, til þess að aukið fé fáist til framkvæmda.

 

2.   Undirbúningur aðalfundar.

 

Drög að fundargerð verður send fundarmönnum og þeir gera athugasemdir við hana, formaður og starfsmenn SSV vinna tillögu til aðalfundar á þeim grunni.

 

3.   Önnur mál

 

Engin

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari: HBJ/ÓS