98 – SSV stjórn

admin

98 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn

9. september 2013 kl. 17 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Bjarki Þorsteinsson, Jón Þór Lúðvíksson, Sigurborg kr. Hannesdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson og Sigríður Bjarnadóttir.  Áheyrnarfulltrúi: Halla Steinólfsdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar. Vífill kom inn á fundinn undir liðnum 2b.

 

1.           Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.           Málefni fatlaðra

a.    Fjárhagsleg staða:  Lagðar fram tillögur að skiptingu fjármagns til félagsþjónustusvæðanna fyrir árið 2013.  Hrefna B. Jónsdóttir greinir frá niðurstöðu starfshóps SSV.

Lagt fram minnisblað frá Þjónusturáðu um sparnaðartillögur en starfshópur SSV vann út frá þeim.

Hrefna lagði fram tillögur starfshóps um skiptingu milli félagsþjónustusvæðanna.  

Ljóst er að það verður ekki komið á móts við Borgarbyggð um NPA samning sem gerður hefur verið vegna þess að ekki er til fjármagn til að fylgja honum eftir.

Þjónusturáð og starfshópur hefur lagt mikla vinnu í að lækka alla mögulega og ómögulega  kostnaðarliði.  Þrátt fyrir það stóðu út af rúmar 9 milljónir sem var dregið hlutfallslega af félagsþjónustusvæðunum og munu koma til viðbótarútgjalda hjá þeim.  Eftir flatan niðurskurð varð samkomulag  innan starfshóps með þessa skiptingu sem hljóða svo:

         Borgarbyggð                                    101.071.812 kr.

         Akraneskaupstaður                           281.074.158 kr.

         Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga  35.104.455 kr.

         Samtals                                            417.250.424 kr.

Samþykkt.

 

Stjórn SSV undrast framkomu ríkisvaldsins við sveitarfélögin hvað varðar málefni fatlaðra.  Einhliða ákvörðun ríkisins að leggja af framlag með þjónustuþegum sem kosta samkvæmt mati 4 m.kr. er óþolandi framkoma og fer stjórn SSV fram á að settar verði fram gegnsæjar aðferðir við útreikninga þjónustuframlaga.  Einnig er óskað skýringa á því af hverju þessi tiltekna upphæð varð fyrir valinu.

Sú staðreynd að SIS mat er stutt á veg komið er einnig óviðunandi.  Misvísandi skilaboð berast hvað það varðar en það er krafa stjórnar SSV að meta eigi alla þjónustuþega inn í SIS mat kerfið.

 

Tölulegar staðreyndir sýna að fjármagnið sem fylgir til málaflokksins á Vesturlandi er engan veginn að standa undir þeim útgjöldum sem sveitarfélögin þurfa að standa undir.  Það er orðin þekkt staðreynd að forsendur fyrir yfirtöku málaflokksins voru engan veginn viðunandi þegar hún kom til framkvæmda.   Því lýsir stjórn SSV efasemdum um forsendur fyrir rekstri verkefnisins.

 

Samþykkt.  

 

b.   Vífill Karlsson, vinna fyrir starfshóp

Vífill kom inn á fundinn  og fór yfir skýrsludrög sem varða úttekt á málaflokknum á Vesturlandi. 

         Bjarki þakkaði fyrir skýrsluna og sagði margt sláandi í yfirfærslunni í heild.  Hann vitnaði til töflu í skýrslunni sem sýnir hversu margir eru án SIS mats.  Vífill velti upp starfslokum verkefnisins.  Á að halda áfram og fá samanburðartölur hjá öðrum félagsþjónustusvæðum?  Samþykkt að ljúka verkinu á þessum nótum.

 

c.    Fundargerð 9.08  og 15.08.2013

Lagðar fram og staðfestar.

 

3.           Aðalfundur 12. og 13. sept. í Reykholti.

Lögð fram dagskrá aðalfundar. 

Settar fram tillögur um starfsmenn fundarins.

Stjórn samþykkti að skipa starfshóp til að vinna með samantekt varðandi starfsemi SSV.  Um er að ræða nokkuð viðamikið málefni með öll þau verkefni sem eru á borði SSV og því ástæða til að vanda til verka.  Tillaga kom upp um að allir sveitar- og bæjarstjórnar sveitarfélaganna á Vesturlandi skipi starfshóp til að vinna samantektina áfram, þ.e. frá aðalfundi til framhaldsaðalfundar.   Formaður stakk upp á Páli Brynjarssyni sem formanni. 

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.  Samþykkt að halda þeirri umræðu áfram á stjórnarfundi n.k. fimmtudagsmorgun kl. 10:30.

Samþykkt.   

 

4.           Framlög sveitarfélaganna til annarra landshlutasamtaka.

a.    Framkvæmdastjóri leggur fram upplýsingar frá öðrum lhs.

Lagt fram m.t.t. framlaga sveitarfélaga á Vesturlandi til SSV, atvinnuþróunarfélagsins og Markaðsstofunnar.

 

5.           Niðurstaða og úrvinnsla starfshóps.

Lagðar fram umsagnir sveitarfélaga við samantekt starfshóps um starfsemi SSV. 

Umsagnirnar verðar lagðar fram í starfshópi sem mun starfa á aðalfundi. 

 

6.           Menningarmál.

a.    Fundur Gunnars og Bjarka með ráðherra mennta- og menningarmála, Illuga Gunnarssyni.

Farið yfir samtal við ráðherra.

 

7.           Vinna síðasta aðalfundar.

Lögð fram samantekt úr skýrslu Ildis frá aðalfundi SSV haustið 2012.  Samantekin tekur á því hvað kom fram á fundinum og hvað hefur verið gert af því sem þar kom fram.  Framkvæmdastjóri mun fara yfir samantektina á aðalfundi SSV.

 

 

8.           Almenningssamgöngur

a.    Greinargerð frá Ólafi

ÓS fór yfir stöðu í verkefni almenningssamgangna.  Lagt fram minnisblað  um fyrsta starfsár í almenningssamgöngukerfinu ásamt  yfirlit rekstrarniðurstöður.  Tímabilið 1. sept, 2012 til 31. ágút 2013 er tap samtals 16,418 m.kr. samkvæmt framlögðu rekstraryfirliti en þar sem farþegatekjur eru áætlaðar í lok tímabilsins standa vonir til þess að um lægri upphæð sé að ræða.

Kerfið hefur flutt um 130 þúsund farþega, þ.e. sá hluti sem SSV heldur utanum og hefur farþegafjöldi farið stígandi á tímabilinu.

 

b.   Fundargerð 19.08.2013

Lögð fram.

 

Sigríður Bjarnadóttir mætti á fundinn.

 

Rætt um greiðsluþrot Eyþings sem til kemur vegna almenningssamgönguverkefnis en það kemur illa við SSV þar sem utanumhald leiðarinnar til Akureyrar liggur hjá SSV.  Ábyrgðin er einnig innan SSV og fjármunir sem til falla vegna leiðarinnar á Eyþingssvæðinu renna til þeirra.  Stjórn Eyþings hefur bókað að greiðslur til SSV verði ekki greiddar að svo stöddu.  Fundað verður með SSNV og Eyþing 10. sept.

 

9.           Fundargerðir

a.    Eyþing 17.07 og 26.08.13

 

10.       Önnur mál.

a.    Sóknaráætlun – staða verkefna

Lagt fram.

b.   Erindi til forsætisráðherra skrifað af Eyþing í nafni formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna. dags. 25.07.2013.

Lagt fram.

c.    Framkvæmdaráð, nýr fulltrúi í stað Bryndísar Hlöðversdóttur.

Bryndísi þökkuð góð störf í Framkvæmdaráði og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.  Ekki verður skipað í hennar stað að svo stöddu.

d.   Umsögn sambandsins um breytingar á skipulagslögum.

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir