97 – SSV stjórn

admin

97 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV mánudaginn

19. ágúst 2013 kl. 10 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Stjórnarfundur SSV, mánudaginn 19. ágúst 2013.  Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigríður Bjarnadóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Jón Þór Lúðvíksson.  Áheyrnarfulltrúi, Halla Steinólfsdóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður  atvinnuráðgjafar. Gestur fundarins undir lið nr. 9, Gísli Gíslason, hafnarstjóri.

 

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.           Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.           Uppgjör SSV jan – júl  2013

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir uppgjöri fyrir tímabilið janúar til og með júlí. 

Heildartekjur samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er velta upp á 215 millj. kr. Þ.a. almenningssamgöngur 156 millj., sóknaráætlunarfjármunir 18,4 m.kr.  og starfsemi SSV 40,8 m.kr.  Rekstrarútkoma fyrir SSV er á áætlun. Samningar sem gerðir eru á vegum sóknaráætlunar taka mið af tekjum verkefnisins.  Almenningssamgöngum verða gerð skil undir lið þrjú.

 

3.           Almenningssamgöngur

a.   Fundargerðir   dags: 20.02, 13.03, 23.05 og 3.06.2013

Lagðar fram.

b.   Farþegatekjur og rekstraryfirlit  jan – júlí.

Ólafur gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

Lagt fram minnisblað dags. 13. ágúst um farþegatalninga  jan – júlí 2013, sundurliðaðar eftir leiðum.  Þær sýna stígandi aukningu í notkun kerfisins.

Lagt fram rekstraryfirlit almenningssamgangnaverkefnisins.  Niðurstaða þess í lok júlí eru 3.962 þús. kr. í tap á fyrstu níu mánuðum ársins en vonir standa til þess að verkefnið verði plús megin eftir fyrstu átta mánuði ársins.

Ólafur fór yfir ástæður taps í rekstri en þar vegur hvað þyngst úrræðaleysi Innanríkisráðuneytisins  hvað varðar einkaleyfis sem var í samningnum við Vegagerðina.  Ekki hefur verið gripið til aðgerða gagnvart aðilum sem keyra sömu leiðir yfir tekjuhæsta tímabilið.  Óljóst er hver stefna nýrrar ríkisstjórnar verður með fjármagn til verkefnisins.  Hefur það áhrif á framtíðarplön í akstri og þar með þjónustu kerfisins.

 

Rætt um að móta skýra skiptingu landshlutasamtaka á ábyrgð verkefnisins og hvernig fyrirkomulagi á rekstri kerfisins yrði háttað, t.d. með því að koma rekstri kerfisins yfir í hlutafélag.  Einnig var rætt um stöðu og ábyrgð almenningssamgönguhóps.  Lögð áhersla á að ganga frá samkomulagi við Fjórðungssamband Vestfirðinga, SSNV og Eyþing.  Unnið hefur verið að niðurskurði í þjónustu frá og með haustmánuðum.

 

4.           Aðalfundur 12. og 13. sept. í Reykholti.

Rætt um efnistök aðalfundar og drög að dagskrá.   Rætt um óvissu varðandi sóknaráætlun og verkefni sem falla undir sóknaráætlun.

Framkvæmdastjóra falið að taka saman punkta úr borðavinnu aðalfundar ársins 2012.  Taka saman skilaboð fundarins til stjórnar og hvað hefur verið gert til að koma á móts við þau.

 

5.           Orkusetur

Lagt fram minnisblað um hugmynd um samstarf SSV og Orkuseturs landbúnaðarins (OL) OL er starfrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ).  Hugmyndin er að fá SSV að verkefni, sem sækja á um til erlendra sjóða, og gengur út á að greina framtíðartækifæri og þróa lausn í framleiðslu lífeldsneytis og lífræns áburðar á Vesturlandi.  Markmið samstarfsins er að sameina þekkingu, reynslu og tengslanet samstarfsaðila til að styrkja innviði til nýtingar lífmassa á Vesturlandi til orku og ábyrðarframleiðslu og stuðla þannig að aukinni sjálfbærni á svæðinu.

Ekki er um neinar fjárhagslegar skuldbindingar að ræða heldur aðkomu með vinnuframlagi sem styrkir umsóknina þar sem SSV eru samnefndari fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.

Samþykkt.

 

6.           Málefni fatlaðra

a.   Fundargerð frá 28.maí og 9. ágúst 2013.

Lagðar fram og staðfestar.

b.   Vinna starfshóps

Ingibjörg og Hrefna gerðu grein fyrir vinnu starfshóps SSV og heimsókn til Jöfnunarsjóðs dags.   Ingibjörg gerði stjórn grein fyrir erfiðum sparnaðartillögum. 

c.    Erindi Akraneskaupstaðar

Tekið fyrir erindi Akraneskaupstaðar dags 2. maí 2013. Samþykkt að greiða til Herdísarholts 1.621.000 kr. Framlag vegna langtímaveikinda o.fl. á sambýlum á árinu upp á 12.077.000 kr. hafnað. 

Samþykkt að óska eftir því að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga komi á næsta stjórnarfund og farið verði yfir stöðu verkefnisins. 

 

7.           Fundargerðir

a.    Sorpurðun Vesturlands hf. 10.06.13

b.   Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 10.06.13

c.    Markaðsstofa Vesturlands 24. júlí 2013

d.   Vaxtarsamningur 16. maí og 25. júní 2013

e.    Menningarráð  3. júní 2013

f.     SSA 9. ágúst 2013

g.    SSNV 25. maí 2013

h.   FV 7. júní  og 20. júní 2013

i.      

Varðandi fundargerð Menningarráðs er framkvæmdastjóra falið að svara bókun sem varðar skipulag starfsemi næsta árs.

 

8.           Önnur mál.

a.   Sóknaráætlun – Greinargerð til Jöfnunarsjóðs

Lögð fram greinargerð til Jöfnunarsjóðs dags. 22.7.2013 um verkefni sem unnin hafa verið vegna yfirtöku verkefna frá ríki og vinnu að sóknaráætlun.

 

b.   Erindi til ráðherra umhverfis- og landbúnaðarmála og erindi til formanns hagræðingarnefndar.

Lögð fram.

 

c.    Heilbrigðisþjónusta og löggæsla á Vesturlandi

Sigurborg Kr. Hannesdóttir gerði grein fyrir breytingum á heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi, sem hafa áhrif á þjónustu við íbúa og öryggi.  Meginástæðan er mikill niðurskurður á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.  Hún lagði áherslu á mikilvægi heilsugæslunnar sem grunnstoðar í heilbrigðisþjónustunni.  Sigurborg lagði fram eftirfarandi bókun:

Stjórn SSV gagnrýnir viðvarandi niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og  skorar á nýja ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni , með sérstaka áherslu á heilsugæsluna.  

Samþykkt.

 

Bjarki Þ. vakti máls á löggæslumálum innan svæðisins og lagði fram eftirfarandi bókun:

Stjórn SSV lýsir áhyggjum yfir öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi. Stór svæði á Vesturlandi eru oft á tíðum án nærþjónustu lögreglunnar og hefur niðurskurður í löggæslumálum lagt auknar, og allt að því óraunhæfar, byrgðar á starfsfólk sem sinni löggæslu.  Nauðsynlegt er að tekið sé tillit til landsstærðar og dulinnar búsetu á svæðum þegar fjármagni til löggæslu er útdeilt.

Samþykkt.

 

d.   Launamál.

Formaður og varaformaður gerðu tillögur að launabreytingum í samræmi við umræður á fundinum,  var tillagan samþykkt samhljóða og þeim falið að ganga frá málinu.

 

9.           Starfsemi SSV – skil starfshóps

Gunnar ræddi skýrslu frá starfshópi en skýrslan fjallar um fyrirkomulag á starfsemi SSV.  Rætt um hvort eigi að skýrsluna til sveitarfélaga.  Það var samþykkt og gefnar  tvær vikur til umsagnar.  Rætt um fyrirkomulag umræðna á aðalfundi.

 

Gísli Gíslason, sem tók að sér að starfa í starfshópnum,  kom inn á fundinn og fór yfir efnistök skýrslunnar.  Auk hans sátu í starfshópnum Ingibjörg Valdimarsdóttir, varaformaður SSV og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar SSV.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir