75 – Sorpurðun Vesturlands

admin

75 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. var haldinn  mánudaginn 10. júní 2013 kl. 15. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Magnús Freyr Ólafsson, Friðrik Aspelund, Auður H Ingólfsdóttir, Halla Steinólfsdóttir og Sævar Jónsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Kristinn Jónasson setti fund og gekk til dagskrá sem er eftirfarandi:

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Kosning formanns og varaformanns.
2. Fundargerð síðasta fundar og fundargerð aðalfundar.
3. Starfsleyfi og eftirlit UST
4. Framkvæmdir á urðunarstað
5. Móttaka grútar til urðunar í Fíflholtum og erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
6. Vanskilaregla
7. Útstreymisbókhald fyrir urðunarstaði
8. Samráðsnefnd SV-hornsins
9. Önnur mál.

 

1. Kosning formanns og varaformanns.
Tillaga kom um Kristinn Jónasson sem formann og Gyðu Steinsdóttur sem varaformann.  Samþykkt. 

 

2. Fundargerð síðasta fundar og fundargerð aðalfundar.
Aðalfundargerð lögð fram og stjórnarfundargerð f. 5.03. sl.samþykkt.

 

3. Starfsleyfi og eftirlit UST
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem haldinn var hjá Umhverfisstofnun þann 24. maí sl. Guðmundur B. Ingvarsson (GBI) boðaði til fundarins vegna starfsleyfisumsóknar.  Fundinn sátu, f.h. SV, framkvæmdastjóri ásamt Gunnari Svavarssyni, verkfræðingi hjá EFLU.
Sótt hefur verið um að loka eldra urðunarsvæði og opna nýtt við hliðina þar sem urðunarrein 4 tekur við.  Senda þurfti inn viðbót við fyrirliggjandi umsókn um starfsleyfi, viðauka við áhættumat vegna starfsleyfis og hnitsettar teikningar yfir það svæði sem fer í lokunarferli.
Allar umbeðnar viðbætur hafa verið sendar UST sem á nú næsta leik sem era ð koma fram með fyrstu drög að starfsleyfinu.  Við tekur umsagnarferli sem er tímafrekt.
GBI tók sérstaklega fram hvað innsend gögn eru vel unnin.

 

4. Framkvæmdir á urðunarstað – hreinsivirki.
Skoða þarf sérstaklega ástand og virkni sigvatnskerfis urðunarstaðarins þar sem farið er yfir úttekt á sigvatnskerfi og hreinsivirki á urðunarstaðnum.  Greinilega er of mikið rennslisálag á fellitönkum og sandsíu sem nú tekur við sigvatni og þarf að draga úr rennsli með lokastýringum. 
Lagt var fram minnisblað frá EFLU, Gunnari Svavarssyni, þar sem hann gerir tillögur að úrbótum og leggur fram gróft kostnaðarmat.
Framkvæmdastjóri óskaði eftir heimild stjórnar til að vinna að lagfæringum eins og lagðar eru til í minnisblaði Gunnars.  Samþykkt.

 

5. Móttaka grútar til urðunar í Fíflholtum og erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Lagt fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna urðunar grútar sem kom til Fíflholta í kjölfar síldardauðans í Kolgrafarfirði.

 

6. Vanskilaregla
Vanskilaregla hefur verið sett fram og send viðskiptaaðilum Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

7. Útstreymisbókhald fyrir urðunarstaði
Vinna þarf útstreymisbókhald urðunarstaða með heildarafkastagetu umfram 25.000 tonn eða taka á móti 10 tonnum af úrgangi á dag.  Minnisblað um útstreymisbókhald hefur verið sent til Umhverfisstofnunar.

 

8. Samráðsnefnd SV-hornsins
a. Fundargerð 12. mars 2013
b. Fundargerð frá 16. apríl 2013
Lagðar fram.

 

9. Önnur mál.
a. Fundargerð verksefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum frá 24. maí 2013
Lögð fram.
b. Söfnun raf- og raftækjaúrgangs
Unnið er að söfnun upplýsinga um skilakerfi raf- og raftækjaúrgangs á Vesturlandi.  Tilgangur þess era ð ganga úr skugga um að þau skilakerfi sem starfa á markaðnum séu að þjónusta öll svæði landsins.
c. Magntölur úrgangs til urðunar í Fíflholtum
Fyrstu fimm mánuði ársins hafa verið urðuð 5.420 tonn, þ.a. er almennt sorp 5359 tonn.  Grútur úr Kolgrafarfirði er 1350 tonn.

Líflegar umræður urðu um flokkun, liti á sorpílátum og skipulag söfnunar- og förgunarmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir