2 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

2 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 23.5.3.2012 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Eyþór Garðarsson; Ingveldur Guðmundsdóttir; Lárus Á Hannesson; Gunnar Sigurðsson; Páll Brynjarsson; Davíð Pétursson

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson, Anna Steinsen og Einar Kristjánsson frá Strætó. Jón Óskar Pétursson framkvstj. SSNV var í fjarfundarsambandi á fundinum

 

Páll Brynjarsson  setti fund og fór yfir dagskrá fundarins sem lá fyrir.

 

1.    Niðurstaða útboðs

Einar Kristjánsson fór yfir niðurstöður útboða og sagði að aðeins eitt gilt tilboð hefði borist og það var frá Hópbílum. Nú tæki við að tilkynna til bjóðenda niðurstöðu og þá tæki við 10 daga kærufrestur og í framhaldi yrð samningaviðræður við lægstbjóðanda.

 

2.    Hvað gerir Strætó og hvað gerir hann ekki Einar Kristjánsson frá Strætó (EK)

Einar fór yfir Það hvernig samstarfi Strætó og Landshlutasamtaka væri háttað, Strætó er með fullmótað Þjónustuver og búa yfir tækni – og upplýsingakerfi fyrir stjórnun og upplýsingagjöf á aksturskerfum sem er einingu eins og Strætó nánast ofviða að eiga.

Hvað býður Strætó í sínu samstarfi? Þar ná nefna:

®     Hönnun á leiðakeri og tímatöflu

®     Útboð (samningssambandið er samt á milli Landshlutasamtaka og akstursaðila)

®     Rekstur aksturssamninga

®     Markaðssetning og upplýsingamiðlun

®     Farþegaþjónustu t.d. SMS upplýsingaþjónustu vegna veðurs

®     Upplýsingaveitur

®     Tækniþjónustu fjarskipta – og upplýsingabúnaður í vögnum

 

3.    Hvað er framundan – næstu skref – (EK)

Næstu skref eru að afla heimilda til að ganga til samninga við lægstbjóðanda og undirrita samninga og undirbúa aksturinn því eins og oft hefur komið fram er í raun mjög stutt þar til akstur hefst.

 

4.    Lagt er til að fela Strætó að ganga til samninga við lægstbjóðanda Páll Brynjarsson

PB lagði til að vinnuhópurinn legði það til við stjórn SSV að Strætó yrði falið að gera samning við lægstbjóðanda, en eins og fram hefði komið yrði SSV og akstursaðilinn samningsaðilarnir (ekki Strætó). Tillagan var samþykkt.

 

5.    Á að fela Strætó að gera samninga á leiðum sem ekki voru inn í stóra útboðinu?

Samþykkt var að fela Strætó að gera verðkönnun á nærsvæði þessara akstursleiða, þ.e. Norðanverðu Snæfellsnesi og uppsveitum Borgarfjarðar. Fram kom hjá PB að Borgarbyggð hefði óskað eftir því við Smára Ólafsson að tímasetning akstursins upp í uppsveitir yrði endurskoðuð m.t.t. áforma Borgarbyggðar um frístundaakstur og verður fundað um það sérstaklega.

 

6.    Önnur mál

Umræður urðu um leiðina Reykjavík – Snæfellsnes annars vegar og Reykjavík – Dalir hins vegar varðandi tímasetningar o.fl. Fram komu þau sjónarmið að mjög hugsanlega væri upphringiþjónusta nægjanleg á þessum leiðum yfir vetrartímann og verður að skoða það með hagsmunaaðilum á svæðinu. Jafnframt var bent á mikilvægi atvinnutengingar almenningssamganga á  milli staða á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta verður skoðað með sveitarfélögum á svæðinu.

Páll Brynjarsson sagði nauðsynlegt að halda fund með skólameistara FV mjög fljótlega.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:17:45

Fundargerð ritaði ÓS