71 – Sorpurðun Vesturlands

admin

71 – Sorpurðun Vesturlands

FUNDARGERÐ

 

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. var haldinn  miðvikudaginn 6. júní 2012 kl. 12. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.  Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Friðrik Aspelund, Þröstur Ólafsson, Magnús Freyr Ólafsson, Halla Steinólfsdóttir og Auður Ingólfsdóttir.  Lúðvík Gústafsson, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sat fundinn undir lið nr. 1.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.    Gas á urðunarstöðum.

2.    Fundargerð síðasta fundar

3.    Eftirlit UST

4.    Rekstraryfirlit fjárhagsbókhald og magntölur úrgangs.

5.    Nýtt starfsleyfi – hvað þarf til að endurnýja starfsleyfi.

6.    Erindi frá Bolungarvíkurkaupstað.

7.    Önnur mál.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og bauð gest fundarins, Lúðvík Gústafsson, verkefnisstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sérstaklega velkominn. Lúðvík fór yfir starfssvið sitt hjá Sambandinu. 

 

1.   Gas á urðunarstöðum.

Lúðvík Gústafsson, ásamt framkvæmdastóra, gerði grein fyrir TAIX ferð til Hollands, Þýskalands og Danmerkur,  landfill Directive and landfill gas control.

Þekkingin sem sóst var eftir varðar rannsóknir á uppstreymi metans frá urðunarstöðum og hvernig megi auka oxun metans í haugunum.

Rætt um framhaldsumsókn í TAIX sem gengur út á að fá sérfræðinga frá Danmörku sem vilja gjarnan yfirfæra rannsóknir sínar frá urðunarstað við Óðinsvé til Íslans.  Það er talsvert kostnaðarsamt.  Lúðvík og Gunnlaug Einarsdóttir hjá UST munu vinna umsókn.

 

Verkefni mastersnema í Fíflholtum.

Lúðvík kynnti verkefni mastersnema í umhverfisverkfræði í HÍ.  Verkefnið gengur út á rannsóknir á uppstreymi metans.  Athuga núverandi gasflæði upp úr sorphaug.  Útbúa tilraunareiti og nota mismunandi efni til að rannsaka hæfni oxunar.

Rætt um fyrra mastersverkefni og gasmælingar sem notaðar voru í vinnslu þess. 

 

Samþykkt að framkvæma verkefnið í Fíflholtum.

 

2.   Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt

 

3.   Eftirlit UST

Framkvæmdastjóri fór yfir skýrslu UST dags. 4. apríl sl. en heimsókn/eftirlitið fór fram á árinu 2011.  Niðurstaða eftirlits segir m.a. Meðhöndlun úrgangs að mestu í lagi í Fíflholtum.   Staðfest eru frávik frá starfsleyfi, þ.e. nánari upplýsingar vantar um starfsleyfistryggingu, kröfur er varða jarðfræðilegan tálma og botnþéttingu, áhættumat og viðbragðsáætlun vegna hættu á bráðamengun og hauggassöfnun ekki hafin.

Forsendur starfsleyfistryggingar hafa þegar verið sendar til UST.  Allir aðrir þættir eru í vinnslu og er UST upplýst um stöðu mála reglulega því hér er um að ræða verkefni sem öll verða að vera komin í farveg við endurnýjun starfsleyfis.

 

4.   Rekstraryfirlit fjárhagsbókhald og magntölur úrgangs.

Lagt fram rekstraryfirlit bókhalds fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.  Lagt fram yfirlit yfir magntölur úrgangs sem urðaður hefur verið frá áramótum í Fíflholtum fyrir fyrstu fimm mánuði ársins.  Urðuð hafa verið 3.651 tonn sem er 60 tonnum minna en á sama tímabili árið 2011.

Farið yfir kostnaðarliði sem tengjast rannsóknum vegna botnþéttingar og áhættumats. 

 

5.   Nýtt starfsleyfi – hvað þarf til að endurnýja starfsleyfi.

 

a.    Umsókn

UST tekur ekki á móti umsókn um endurnýjun starfsleyfis nema öll gögn fylgi með.  Gögn frá rannsóknarvinnu verða ekki tilbúin fyrr en í lok mánaðar sem veldur því að ekki verður hægt að endurnýja leyfið á réttum tíma.  Sækja verður því um undanþágu til Umhverfisráðuneytis til rekstrar á meðan UST fer yfir gögn og vinnur nýtt starfsleyfi.  UST tekur sér a.m.k. sex mánuði til þeirrar vinnu.

 

b.   Botnþétting og jarðfræðilegur tálmi.

Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur, hefur verið að störfum í Fíflholtum í júnímánuði.  Gert er ráð fyrir skilum verkefnisins um mánaðamótin júní – júlí

 

c.    Áhættumat og viðbragðsáætlun vegna mögulegrar hættu á bráðamengun.

EFLA, verkfræðistofa er ábyrgt fyrir verkefninu.  Starfsmaður EFLU,   Gunnar Svavarsson, hefur unnið verkefnið og er það að mestu tilbúið.  Vantar þó skýrslu varðandi botnþéttingu og jarðfræðilegan tálma til að  ljúka því.

 

d.   Ábyrgðargjald

Lögð fram gögn sem sýna forsendur ábyrgðargjalds.

 

 

e.    Gasmál

Verkfræðistofan Mannvit hefur tekið að sér að forhanna gassöfnunarkerfi í urðunarrein nr. 4.

Samþykkt að fara út í forhönnun á söfnunarkerfi samkvæmt tilboði.

 

6.   Erindi frá Bolungarvíkurkaupstað.

Borist hefur erindi frá Bolungarvíkurkaupstað þar sem óskað er eftir samningi við SV um urðun úrgangs í Fíflholtum. 

Samþykkt.  Framkvæmdastjóra falið að gera saming við Bolungarvíkurkaupstað á sömu forsendum og við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum.

 

7.   Önnur mál.

Ítreka magntölur

Rætt um skil sveitarfélaga til Sorpurðunar vegna magns úrgangs sem til fellur í hverju og einu sveitarfélaga.  Í flestum tilfellum er erfitt að nálgast þessar upplýsingar.  Framkvæmdastjóri fór yfir nauðsyn umræddra upplýsinga m.t.t. vinnu við svæðisáætlun hverju sinni.  Sú vinna kallar á hverjum tíma eftir nákvæmu mati á þeim úrgangi sem til fellur. 

 

Urðunarstaðurinn í Fíflholtum.

Framkvæmdastjóri fór yfir umgengni í Fíflholtum.  Óvenju mikið fok er á svæðinu og gera þarf átak í hreinsun.  Gróðursetning er í fullum gangi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.