88 – SSV stjórn

admin

88 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV föstudaginn

11. maí 2012 kl. 13:30 í húsnæði Hvalfjarðarsveitar.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson formaður, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir og Gunnar Sigurðsson.  Áheyrnarfulltrúi: Halla Steinólfsdóttir.  Kristjana Hermannsdóttir boðaði forföll. 

Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.  Gestir fundarins undir lið 2.  Anna Margrét Guðjónsdóttir og Vífill Karlsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.            Fundargerð síðasta fundar.

2.            IPA mál.  Tillögur ráðgjafa lagðar fram.

3.            Málefni fatlaðra

4.            Dagsetning aðalfundar

5.            Húsnæðismál.

6.            Fundargerðir.

7.            Umsagnir þingmála

8.            Önnur mál.

 

 Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

Í upphafi fundar samþykkt að færa til dagskrárliði.  Víxla lið tvö og þrjú.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Málefni fatlaðra

 

a.    Fundargerð dags. 30. mars og 3. maí 2012.

Staðfestar.

b.   Rekstrarstaða ársins 2011 – DRÖG

Framkvæmdastjóri fór yfir uppgjör félagsþjónustusvæðanna en komin er staðfesting frá Akraneskaupstað og Borgarbyggð, undirritað af endurskoðendum.

Sigurborg ræddi rekstur málaflokksins.  Bjarki ræddi hvort ekki væri nauðsynlegt að vinna úttekt á rekstri málaflokksins.  Stjórn samþykkti að láta þá vinnu eiga sér stað samhliða starfi starfshóps sem tilgreindur er hér undir lið e. í 2. lið þessarar fundargerðar.

Rætt um rekstur og þjónustustig innan félagsþjónustusvæðanna. 

c.    Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Lagðar fram og staðfestar.

d.   Ársskýrsla 2011 ,,Þjónusta við fatlaða“

Lögð fram og staðfest. 

e.    Erindi Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fer þess á leit við stjórn SSV að skipaður verði starfshópur sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi sem skoðaði ofangreinda hluti og niðurstaða vinnuhópsins yrði kynnt á aðalfundi SSV í haust ásamt umræðum um málið.

Stjórn tók heilshugar undir erindið. Samþykkt að setja á stofn starfshóp, skipuðum þremur fulltrúum, einn af hverju þjónustusvæði.  Framkvæmdastjóra falið að útbúa erindisbréf og óska etir tilnefningum í starfshópinn.  Starfsmenn SSV vinni með hópnum eftir því sem við á hverju sinni.

 

3.   IPA mál.  Tillögur ráðgjafa lagðar fram.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi, kom inn á fundinn og fór yfir vinnu við verkefnið, allt frá því að fundurinn var haldinn í Borgarnesi með ýmsum hagsmunaaðilum. 

Hún kynnti hugmyndir til að vinna út frá.

 

         Þekkingarsetur á Grundartanga. Að baki liggja gögn til stuðnings áframhaldandi skoðunar.

         Matarkistan Vesturland. Matarsmiðja – vöruþróun, markaðssetning, vottun matvæla o.fl. Anna telur að hægt sé að byggja upp mikla þekkingu á IPA ferlinu hvað þetta verkefni varðar.

         Vatnavinir á Vesturlandi. Baðstaðir, vottun vatns o.fl.  Vatnavinir hafa fengið evrópsku ferðamálaverðlaunin.  Hægt er að tengja umsóknina SSV, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Vatnavinum.  www.vatnavinir.is

Tengist áherslum um heilsutengda ferðaþjónustu.  Anna sagði sterkt að fókusera á verkefni sem hafa fengið athygli í Brussel, var hún þar að vitna til evrópsku ferðamálaverðlaunanna.

         Nýjar námsbrautir og frumkvöðlafræðsla. 

Tengja námsbrautir betur við atvinnulífið.  Hugmyndin þarfnast meiri þróunar. Þróa m.a. nýjar námsbrautir í framhaldsskólum – áhersla á græna matvælaframleiðslu og ferðþjónustu.  Stuttar námsbrautir sem hægt er að tengja atvinnulífinu.

 

         Stjórn samþykkir að vinna áfram á þeirri braut sem kynnt hefur verið. Rætt um fleiri hugmyndir sem voru tillögur í upphafsferli og rökstuðning fyrir völdum hugmyndum.  Almenn ánægja með framlagðar hugmyndirnar innan stjórnar.

 

4.   Dagsetning aðalfundar

Samþykkt að halda aðalfundinn 31. ágúst og 1. september 2012.

 

5.   Húsnæðismál.

Samningur um húsnæðiskaup og leigusamningur lagðir fram og samþykktir.

 

6.   Fundargerðir.

a.    Aðalfundur Menningarráðs 25. apríl 2012.

b.   Sorpurðun Vesturlands hf. 9. og 29.mars 2012.

c.    Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. 23.apríl 2012.

 

7.   Umsagnir þingmála

a.    Frumvarp til laga um stimpilgjald (afnám vegna kaupa á íbúðarhúsnæði) http://www.althingi.is/altext/140/s/0654.html

b.   Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. (heildarlög), 657. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html

c.    Frumvarp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/1053.html

d.   Frumvarp til laga um Byggðastofnun (takmörkun kæruheimildar), 302. mál.  http://www.althingi.is/altext/140/s/0351.html

e.    Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 329. mál

http://www.althingi.is/altext/140/s/0395.html

f.     Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga og reglugerða um kaup erlendra aðila á jörðum á Íslandi, 358. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0434.html

g.    Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hesthús), 633. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/1013.html

h.   Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaátak í vegamálum á árunum 2012 – 2013

http://www.althingi.is/altext/140/s/1017.html

i.     Frumvarp til laga um framhaldsskóla (réttur og ábyrgð nemenda og efnisgjölf) 715. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/1150.html

Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/1165.html

j.     Frumvarp til laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (stofnstyrkir, frádráttarákvæði), 589. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/1119.html

Tekin fyrir drög að umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Fundarmenn tjáðu sig um frumvarpið og þau drög sem liggja fyrir.  Nokkuð almenn skoðun að umsögn frá SSV fengi ekki vægi.  Rætt um niðurstöður útreikninga á veiðigjald eftir sveitarfélögum. Vífill fylgdi þeirri umræðu eftir. 

Umsögn verður ekki send.

 

8.   Önnur mál.

a.    Úthlutun Menningarráðs vegna stofn- og rekstrarstyrkja.

Lagt fram yfirlit um úthlutanir Menningarráðs.

b.   Almenningssamgöngur.

Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir stöðu verkefnis almenningssamgangna.

c.    Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar 31. maí kl. 13:30.

Aðalfundur Símenntunar verður haldinn þann 31. maí n.k.

d.   Sóknaráætlun.

Rætt um Austurbrú sem er nýr vettvangur sem stofnaður hefur verið á Austurlandi.  Stofnanir hafa verið sett undir einn hatt.  Rætt um framhald sóknaráætlunarverkefnisins en boðað hefur verið til fundar þann 24. maí n.k.

 

Ákveðið að halda næsta fund í Búðardal um miðjan júnímánuð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari. Hrefna B. Jónsdóttir.