95 – SSV stjórn

admin

95 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 4. mars 2013 kl. 10 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Jón Þór Lúðvíksson, Bjarki Þorsteinsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigríður Bjarnadóttir, og Sigurborg Kr. Hannesdóttir.  Áheyrnarfulltrúi: Halla Steinólfsdóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem var eftirfarandi:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Rekstrarniðurstaða SSV árið 2012
3. Sóknaráætlun.
4. Nefndir og ráð sem starfa á Vesturlandsvísu og tengjast SSV.
5. Almenningssamgöngur
6. Málefni fatlaðra
7. Fundargerðir
8. Umsagnir þingmála.
9. Önnur mál.

 

1. Fundargerð síðasta fundar
Lögð fram og samþykkt.

 

2. Rekstrarniðurstaða SSV árið 2012
Lögð fram drög að ársreikningi SSV fyrir árið 2012.  Ekki náðist að klára endurskoðun í tæka tíð fyrir fundinn.  Rekstrarafgangur af reglulegri starfsemi SSV er 5,3 millj. kr. Rekstrarhalli er á rekstri almenningssamgangna sem nánar er gerð grein fyrir undir 5. lið fundarins.

 

3. Sóknaráætlun.
a. Stýrinet Stjórnarráðsins 31.01.2013
b. Fundargerð frá Framkvæmdaráð 2. feb. 2013
Fundargerðir lagðar fram.
Gerð grein fyrir stöðu verkefnisins.  14. mars er lokafrestur athugasemda til Stýrinets.  Stefnt að undirritun samninga við landshlutasamtökin 22. mars nk.


4. Nefndir og ráð sem starfa á Vesturlandsvísu og tengjast SSV með einum eða öðrum hætti.
a. Tillaga til stjórnar að fyrirkomulagi
.
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu rekstrartölur og stjórnarlaun fyrir helstu stofnanir sem reknar eru á Vesturlandsvísu, sbr. Sorpurðun Vesturlands hf., Símenntunarmiðstöðin, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Menningarsamning, Vaxtarsamning, Markaðsstofu Vesturlands og nefndir sem starfa á vegum SSV.
Formaður flutti tillögu til stjórnar:


Stjórn SSV samþykkir að beina tilmælum til nefnda, stjórna og ráða sem starfa á Vesturlandsvísu, að aðalfundardagar
þeirra verði samræmdir strax á þessu ári 2013
Framkvæmdastjóra SSV er falið að koma þessari tillögu á framfæri við viðeigandi nefndir og stjórnir og leiða málið.
Jafnframt er samþykkt að skoða það að aðalfundir SSV verði í tveimur hlutum, annars vegar samþykkt reikninga og starfsskýrslur stjórnar og starfsmanna á sama degi og aðrir  aðalfundir eru haldnir. Hins vegar verði annar fundur á haustdögum þar sem lögð verður fram starfs – og fjárhagsáætlun komandi árs ásamt málefnaþingi um þau málefni sem mikilvægust eru hverju sinni.
Hvað varðar breytingar á aðalfundi SSV er raunhæft að þær taki breytingum árið 2014.
Samþykkt.

 

5. Almenningssamgöngur
a. Fundargerð frá 20.03.2013

Fundargerð lögð fram og rædd.
Í heild sinni hefur verkefnið gengið vel en huga þarf að sparnaði, sérstaklega á leiðunum út á Snæfellsnes og á Hólmavík.  Á þeim leiðum eru eknir mjög margir kílómetrar og fáir farþegar.  Þjónustustigið er því  hátt m.v. fargjaldatekjur. 
Ólafur Sveinsson fór yfir fjárstreymi í verkefninu.  Verkefnið var í 21 m.kr. mínus um áramót sem er heldur hærri upphæð en reiknað hafði verið með.  Reiknað var með tapi yfir vetrarmánuðina en ekki svo háu sem raunin varð.  Ekki er auðvelt að sjá stöðu verkefnisins á ársgrundvelli fyrr en 1. september n.k. en þá er búið að reka það í heilt ár.
Rekstrarhalla verður mætt með þjónustuskerðingu.  ÓS gerði grein fyrir fjárhagsstöðu.
Búið er að stofna hlutafélag og er fyrirhugað að færa reksturinn yfir í það. 
Rætt um sparnaðaraðgerðir.

 

6. Málefni fatlaðra
a. Erindi til Jöfnunarsjóðs
Lagt fram erindi dags. 20.02.2013 til Jöfnunarsjóðs þar sem krafist er greiðslu frá sjóðnum til að jafna tekjur Þjónusturáðs árið 2012.  Áætlanir greiðslna til félagsþjónustusvæðanna þriggja ganga út frá því að áætluðum tekjum sé náð  yfir árið. 
Engin viðbrögð hafa borist við erindinu.

 

b. Fundargerð frá 20.02.2013
Fundargerð lögð fram og staðfest.


c. Rekstur ársins 2012
Farið yfir rekstur félagsþjónustusvæðanna árið 2012. 
Rætt um reglur um varasjóð Þjónustusvæðisins.
Rætt um umfangsmikinn rekstur félagsþjónustusvæða á Vesturlandi vegna þjónustu við fatlaða og samþykkti stjórn eftirfarandi bókun:

Stjórn SSV fundaði mánudaginn 4. mars sl.  Rætt var um umfangsmikinn rekstur félagsþjónustusvæða á Vesturlandi vegna þjónustu við fatlaða. Stjórn SSV lýsir yfir undrun á þeirri stöðu að nú í upphafi marsmánaðar liggi ekki fyrir hvaða fjármunir verða fyrir hendi vegna þjónustu við fatlaða á árinu 2013. Sveitarfélög og þar með félagsþjónustusvæðin þrjú á Vesturlandi eiga að ganga frá fjárhagsáætlunum sínum fyrir áramót en ljóst er að forsendur fyrir þeirri áætlunargerð byggja á veikum grunni þegar ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um framlög Jöfnunarsjóðs til svæðisins.

Stjórn SSV lýsir yfir áhyggjum af þessari stöðu og hvetur velferðarráðherra til að taka málið upp á réttum vettvangi þannig að ekki verði frekari tafir.

Stjórn SSV óskar eindregið  eftir að þeir útreikningar og framlög sem heitið er til málaflokksins á ári hverju skili sér undanbragðalaust til þjónustusvæðanna en framlag til Vesturlands vegna ársins 2012 hefur ekki skilað sér að fullu. Annars vegar hafa áætlanir um útsvarstekjur ekki gengið eftir og hins vegar var skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs frá birtri áætlun. Í áætlun Þjónusturáðs vegna ársins 2012 var einnig gert ráð fyrir greiðslu vegna breytingarkostnaðar og að því meðtöldu hafði þjónustusvæðið um kr 10.000.000 lægri upphæð að spila en áætlanir gerðu ráð fyrir.
 
Stjórn var sammála um mikilvægi þess að starfshópur sem falið var að meta rekstur málaflokksins, skili af sér sem fyrst.  Einnig rætt um að stjórn þurfi að móta stefnu um meðferð varasjóðs.

 

7. Fundargerð
a. Heilbrigðiseftirlitið 12. feb. 2013
Lögð fram.  Framkvæmdastjóra falið að koma upplýsingum varðandi aukafundi stjórnarmanna til Heilbrigðiseftirlitsins.

 

8. Umsagnir þingmála.
a) Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0968.html
b) Þingsályktun um  breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0084.html
c) Tillaga til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum, 193. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0196.html
d) Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0175.html
e) Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 204. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0211.html
f) Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (heimild til rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár), 449. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0563.html
g) Tillaga til þingsályktunar um endurbætur björgunarskipa, 471. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0605.html
h) Frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 577. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0982.html
i) Frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál.  http://www.althingi.is/altext/141/s/0316.html
j) Frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0315.html
k) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt, 542. mál http://www.althingi.is/altext/141/s/0918.html
l) Tillaga til þingsályktunar um skilgreiningu auðlinda, 35. mál  http://www.althingi.is/altext/141/s/0035.html
m) Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0604.html
n) Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (kyntar veitur), 574. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0973.html


9. Önnur mál.
a. IPA. ÓS gerir grein fyrir IPA verkefnum.

b. Bifreiðakaup. Heimild til sölu Subaru-bifreiðar Samtakanna og kaup á nýrri bifreið.
Óskað eftir heimild til að fá að endurnýja Subaru-bifreið SSV og kaupa nýja bifreið.  Einnig óskað eftir heimild til 3 millj. kr. bifreiðaláns til þriggja ára.  Samþykkt
 
c. Menningarráð Vesturlands
Tillögum til breytinga á samþykktum ráðsins skulu berast stjórn ráðsins 6 vikum fyrir aðalfund.  (Sjá nánar 19. og 20. grein samþykkta)
Stjórn SSV samþykkir að leggja það til við Menningarráð Vesturlands að tillaga verði flutt á næsta aðalfundi  Menningarráðs um slit ráðsins frá og með næstu áramótum 2013/2014.
Eigur Menningarráðs renni til SSV. sem einnig tekur við skuldum ef um þær er að ræða.
Samþykkt.
Í ljósi þess að nýtt skipulag, sem tengist sóknaráætlun landshlutans, mun taka við um næstu áramót þykir rétt að Menningarráð sem slíkt leggist af.  Ekki tekin afstaða til útfærslu styrkveitinga til menningarmála að svo stöddu.

 

d. Shamdong
Framkvæmdastjóri sagði frá óformlegu erindi Ragnars Baldurssonar sem starfar í sendiráði Kína. Hann reifaði svæðasamstarf við Shamdong Hérað í Kína.  Þar er mikill jarðhiti og sjávarútvegur blómlegur en von er á frekari upplýsingum frá Ragnari.  Fulltrúar Shamdongs munu heimsækja Ísland í júlí n.k.

 

e. Óbyggðanefnd
Lagt fram erindi frá Óbyggðanefnd.

 

f. Úttekt á skrifstofu SSV.
Hrefna og Ólafur viku af fundi samkvæmt beiðni formanns.
Lögð fram tillaga:

Starfsemi SSV  hefur verið að aukast og ný verkefni komið til kasta sem kalla á aukin umsvif á skrifstofu SSV.  Farið hefur saman fjöldi verkefna og aukið álag á starfsfólk.  Því er talin þörf á að skoða núverandi fyrirkomulag og gera tillögur til úrbóta ef þurfa þykir.  Þeir aðilar sem tillaga er gerð um að annast þetta verk þekkja til starfseminnar og geta þannig á fljótan og auðveldan hátt lagt mat sitt á umsvif starfseminnar og gert tillögur um breytingar ef það þykir nauðsynlegt.

 

Hrefnu falið að koma þessu á framfæri við viðkomandi.

 

Starfsemi SSV  hefur verið að aukast og ný verkefni komið til kasta sem kalla á aukin umsvif á skrifstofu SSV.  Farið hefur saman fjöldi verkefna og aukið álag á starfsfólk.  Því er talin þörf á að skoða núverandi fyrirkomulag og gera tillögur til úrbóta ef þurfa þykir.  Þeir aðilar sem tillaga er gerð um að annast þetta verk þekkja til starfseminnar og geta þannig á fljótan og auðveldan hátt lagt mat sitt á umsvif starfseminnar og gert tillögur um breytingar ef það þykir nauðsynlegt.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:40

Fundarritari: HBJ

 

 


 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:40

Fundarritari: HBJ