74 – Sorpurðun Vesturlands

admin

74 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. verður þriðjudaginn  5. mars 2013 kl. 16. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt eru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Magnús Freyr Ólafsson, Friðrik Aspelund og Auður H Ingólfsdóttir.  Í símasambandi er Halla Steinólfsdóttir. Þröstur Ólafsson boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Formaður KJ setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi:

1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Ársreikningur 2012
3. Grænt bókhald 2012
4. Framkvæmdir á urðunarstað
5. Starfsleyfi og eftirlit UST
6. Gas á urðunarstöðum.
7. Samráðsnefnd SV-hornsins.
8. Önnur mál.

 

1. Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt.

 

2. Ársreikningur 2012
Ársreikningur ársins 2012 lagður fram.  Tekjur ársins kr.65.075.928. Rekstrargjöld 64.364.594 kr.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 711.334 kr.  Fjármunatekjur 1.687.270 kr.  Hagnaður ársins eftir tekjuskatt kr. 1.915.123.  Eigið fé og skuldir samtals kr. 89.008.607. Skuldir við Lánasjóð voru greiddar upp á árinu 2012.  Handbært fé í árslok 15,9 millj. kr.
Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði út 15% arður.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

3. Grænt bókhald 2012
Lagt fram grænt bókhald ársins 2012.  Urðað magn úrgangs voru 9.900 tonn, þar af 95 tonn sláturúrgangur.  Í grænu bókhaldi er farið yfir starfsleyfi, þróun magns sem urðað hefur verið frá upphafi, framkvæmdir við urðunarrein nr. 4, vinnu við rannsóknir v/botnþéttingar, stöðu metangassmála o.fl.  Grænt bókhald inniheldur einnig útdrátt úr umhverfisvöktunarskýrslu Stefáns Gíslasonar, UMÍS.
Rætt um greiningarniðurstöður fyrir ammoníak en fram kemur óvænt frávik í mælingum sem talið er að tengist hreinsivirki og er í skoðun hjá EFLU, verkfræðistofu og UMÍS.
Grænt bókhald samþykkt samhljóða.


4. Framkvæmdir á urðunarstað
a. Verklok urðunarreinar 4
Framkvæmdir við urðunarrein 4 hafa staðið lengi yfir.  Endanlegt uppgjör vegna verksins var unnið í lok janúar.  Talsvert varð um aukaverk í tengslum við vinnu við urðunarrein 4 en þau tengjast einkum vinnu að endurnýjun starfsleyfis og hertari kröfum þar um.

b. Dren frá asbestgryfju og berglosun
Lokið er við gerð frárennslis við asbestgryfju og mölun bergs er einnig lokið. 

c. Frávik í mælingum.
Í desember var framkvæmd hefðbundin vetrarsýnataka.  Athygli vakti hve litlu munaði á niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrir hreinsun og eftir hreinsun.  Allt frá upphafi mælinga hefur munurinn verið afgerandi, sem bendir til árangursríkrar hreinsunar.  Mælingarnar voru endurteknar þann 2. febrúar og er sama staða á ferðinni en viljandi var látinn líða þetta langur tími á milli mælina þar sem talið var hugsanlegt að um væri að ræða eftirköst af hreinsun á rörum í hreinsivirkinu.
Verkfræðistofan EFLA tók að sér skoðun á ástandi og virkni sigvatnskerfis. Fyrir liggur samantekt og tillögur um næstu skref.
Framkvæmdasjtóra falið að vinna að lagfæringu sigvatnskerfis í samstarfi við þá aðila sem komið hafa að vinnunni nú þegar.


5. Starfsleyfi og eftirlit UST
a. Staða starfsleyfis.
Framkvæmdastjóri fór yfir beiðni til Skipulagsstofnunar um lokun eldri reina og opnun nýs urðunarstaðar þar sem urðunarrein 4 tekur við.   Beiðnin hefur fengið umsögn Borgarbyggðar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Umhverfisstofnunar.  Öllum ber saman um að nýtt umhverfismat þurfi ekki að koma til þar sem um sama svæði er að ræða og unnið var með í aðdraganda opnunar staðarins.   Ef engar kærur berast verður hægt að sækja um tilskilin leyfi til starfseminnar.  Kærufrestur rann út þann 3. mars við auglýsingu Skipulagsstofnunar.  Skipulagsstofnun hafði enga kæru fengið til umsagnar fyrr í dag en ekki er hægt að útiloka að svo verði þar sem aðeins tveir dagar eru liðnir frá því frestur rann út.

 
6. Gas á urðunarstöðum – hauggas og leiðbeiningar UST
Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram leiðbeiningar um útreikning á hauggasmyndun og hvað gera skuli ef Söfnun hauggass til nýtingar eða brennslu er ekki kostur.  Verkefnisstjóri Sambands ísl. sveitarfélaga Lúðvík Gústafsson hefur aðstoðað SV við útreikning. 
Hrefna lagði fram upplýsingar til skoðunar fyrir frekari útfærslu við vinnu við undirbúning að metangassöfnun.
Framkvæmdastjóra falið að vinna í samvinnu við fagaðila að gera ráðstafanir til að koma upp söfnunarkerfi í urðunarrein 4.
Framkvæmdastjóra falið að leita eftir þjónustu verkfræðinga

 

7. Samráðsnefnd SV-hornsins.
a. Fundir um leit að urðunarstað o.fl.
b. Fundargerð frá 17. des. 2012

 

8. Önnur mál.
a. Fundargerð verksefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum frá 1. feb. 2013
Lögð fram


b. Aðalfundur 19. apríl.
Samþykkt.


c. Grútur úr Kolgrafarfirði
1343 tonn af síldargrút hafa komið til urðunar frá Kolgrafarfirði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.