4 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

4 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 20.2.2013 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Eyþór Garðarsson (EG); Lárus Á Hannesson(LAH); Gunnar Sigurðsson (GS); Páll Brynjarsson (PB); Ása Helgadóttir (ÁH); Reynir Þór Eyvindarson (RÞE), Pétur Davíðsson (PD) og

Ingveldur Guðmundsdóttir (IG).

Kristinn Jónasson (KJ) boðaði forföll

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson (ÓS), Anna Steinsen (AS) og Einar Kristjánsson (EK) og Smári Ólafsson (SÓ) frá Strætó

 

Stutt yfirlit yfir stöðu verkefnisins

PB setti fund og fór yfir dagskrá fundarins sem lá fyrir. ÓS fór í stuttu máli yfir stöðu verkefnisins, en í heild sinni hefur verkefnið gengið vel, en huga þarf að sparnaði, sérstaklega á leiðunum út á Snæfellsnes og á Hólmavík. Þar eru eknir mjög margir kílómetrar en farþegar eru fáir og þó þeir séu fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, er þjónustustigið á þessum leiðum einfaldlega of hátt m.v. farþegatekjur. Farþegafjöldi á leið 57 er meiri en áætlað hafði verið og setja hefur þurft inn aukabíl á föstudögum frá Reykjavík sem hefur þurft að fara alla leið til Sauðárkróks.

 

1.    Sumaráætlun – Útgangsforsendur

SÓ fór yfir farþegatalningar og hugmyndir um sumaráætlun. Tillaga er um að fjölga um eina ferð til Akureyrar á laugardögum. Umræður urðu um Snæfellsnes, hvort þar ætti að vera hringakstur eða ekki, hvort fara ætti eina eða tvær ferðir á dag og hversu stóra bíla ætti að nota. Niðurstaðan var að samþykkja tillögu SÓ um fjölgun á ferðum á leið 57 til AEY á laugardögum. Biðja SÓ um að kostnaðargreina vegna leiðar 58, 2 ferðir á Snæfellsnes á dag/með/án hringaksturs og svo var spurning hvort þetta eigi að vera á eigin vegum eða „boðið út“?, Ræða við Vestfirðinga vegna leiðar 59 um Reykhóla og Hólmavík og einnig að skoða hvort betra sé að fara suður að morgni og til baka að kvöldi. Varðandi leið 81, þá þarf að endurhugsa sumarið, heimamenn verða að koma með sýn á hvernig heppilegast er að hafa þessa leið yfir sumartímann.

 

2.    Viðbrögð við fáum farþegum á Snæfellsnes (58)/Hólmavík (59)

Fléttaðist að nokkru leiti inn í umræðu í lið 2. Fjölgun hefur verið á farþegum, spurning hvað gera þurfi til að ná niður kostnaði. Nokkur atriði voru rædd, t.d fækkun ferða, samtenging við skólaakstur framhaldsskólans o.fl.

 

3.    Áform Sterna um akstur í sumar (sjá heimasíðu)

Skoðuð var heimasíða STERNA um áformaðan akstur þeirra á Snæfellsnes í sumar. Augljóst er að þeir ætla sér að keyra beint ofan í áætlun landshlutasamtakanna og eru með stoppistöðvar nánast á sömu stöðum. Umræður urðu um einkaleyfið sem landshlutasamtökin eru með, en ljóst að áform um lagasetningu sem virkjar úrræði til að stöðva þessi áform munu ekki ganga eftir á þessu þingi. Fram kom að þeim skilaboðum hafi verið komið til ráðherra að hann leiti allra leiða til að hægt verði að stöðva þessi áform, en ólíðandi er að akstursaðilar komi inn á sumrin og „taki“ hluta af þeim tekjum sem eiga að vera til að greiða vetrarþjónustuna með.  Einnig var upplýst að á fundinum að Sterna væri hætt áætlunarakstri frá Reykjavík til Akureyrar frá 1. febrúar s.l.  Sterna áformar að byrjar aftur akstur samkvæmt sumaráætlun, sbr. heimasíðu þeirra. 

 

4.    Yfirlit um fjárstreymi í verkefninu.

ÓS fór yfir fjárstreymi í verkefninu. Verkefnið var í 21 m.kr. í mínus um áramót. Það er meira en menn höfðu gert ráð fyrir. Margt væri þó óljóst. Reiknað var með tapi yfir vetrarmánuðina og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það, en þessar tölur eru ívið hærri en ásættanlegt er. SSV verður að fá þessa peninga til baka. Ekki er hægt að sjá hver staða verkefnisins verður  fyrr en 1. september þegar búið verður að keyra það í heilt ár. Sem dæmi má nefna að á Suðurlandi er kerfið rekið með tapi 10 mánuði ársins en gert upp með hagnaði á ársgrundvelli. Umræður urðu um sparnað og fækkun ferða sbr. glærur SÓ. Neikvæð viðbrögð urðu við hugmyndum um fækkun ferða á Snæfellsnes.

Engin formlega niðurstaða fékkst en vilji fundarmanna var að leita allra leiða annarra en að fækka ferðum, t.d. með samstarfi við heimamenn, samtengingu við skólabíla o.fl.

 

5.    Önnur mál

RÞE gerði athugasemdir við vinnubrögð vinnuhópsins, nauðsynlegt væri að fá oftar upplýsingar og að upplýsingar væru sendar fundarmönnum fyrir fund.

Ákveðið var að næsti fundur yrði boðaður 6. mars. kl. 15 í Borgarnesi. SÓ sendir niðurstöður á athugum sínum helgina fyrir fund.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:17:08

Fundargerð ritaði ÓS