5 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

5 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 13.3.2013 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Eyþór Garðarsson (EG); Lárus Á Hannesson(LAH); Gunnar Sigurðsson (GS); Páll Brynjarsson (PB); Ása Helgadóttir (ÁH) og Davíð Pétursson (DP) .

 

Kristinn Jónasson (KJ), Reynir Þór Eyvindarson (RÞE) og Ingveldur Guðmundsdóttir (IG) (IG sendi tölvupóst og kom sjónarmiðum sínum varðandi Dali á framfæri) boðuðu forföll.

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson (ÓS), Anna Steinsen (AS).

 

1.    Minnisblað frá Smára Ólafssyni Strætó

PB setti fund og fór yfir dagskrá fundarins sem lá fyrir, þ.e. að taka afstöðu til tillagna Strætó sem fyrri lágu, en nefndarmenn höfðu fengið sent minnisblað frá Smára með valkostum varðandi sumaráætlunina. Einnig fór PB yfir rekstrarniðurstöður verkefnisins fyrstu 6 mánuðina eftir að nýtt kerfi var innleitt þann 1. september sl. Niðurstaða fyrstu 6 mánuðina er að rúmlega 21 mkr vantar upp á að endar nái saman. Febrúar var fyrsti mánuðurinn í nýju kerfi þar sem tekjur eru umfram kostnað.

 

Næst var farið í gegnum valkosti á minnisblaði Smára Ólafssonar.

 

Valkostur B:  Að bæta við ferð á laugardögum til Akureyrar. Samþykkt.

 

Valkostur C:  Að hætta að aka ferð milli Borgarness og Akraness í tengslum við Fjölbrautarskóla Vesturlands. Samþykkt.

 

Valostur D: Að aka tvær ferðir á dag á leið 58 á Snæfellsnes á 19 manna bíl. Menn verði undir það búnir að þurfa að stækka bílinn. Akstursverktakanum verði gefinn kostur á að setja upp ferðamannaferðir „kringum Nesið“ sem hann fái ekki greitt fyrir, en fái farþegatekjur af. Samþykkt.

 

Valkostur E: Að fækka ferðum á Hólmavík og Búðardal vegna lítillar aðsóknar nema um helgar. (Leiðin milli Búðardals og Hólmavíkur er á ábyrgð Fjórðungssambands Vestfirðinga og var beðið svara frá þeim). Það kom síðan þann 14. og var niðurstaðan eftir þær viðræður að ekið verði 4 sinnum í viku til Hólmavíkur og Dala, á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum.

 

Valkostur G, H, I: Leið 81. Niðurstaðan var að hafa 9 ferðir í viku þannig að yfir sumartímann yrði ekið 7 daga í viku þannig að brottför úr Borgarnesi verði í tengslum við leið 57 úr Reykjavík f.h. Síðan verði frá 15. júní til 15 ágúst eftirmiðdagferðir á föstudögum og sunnudögum sem tengjast tímatöflu leiðar 57 til Reykjavíkur (og e.t.v. einnig til Akureyrar?) Samþykkt.

 

2.    Önnur mál

PB benti fundarmönnum á málþing sem verður á Hótel Sögu miðvikudaginn 20 mars undir fyrirsögninni „Stuð í Strætó“

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30

Fundargerð ritaði  ÓS