107 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

107 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

107. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
Mánudaginn 11. júní 2012 kl: 16:15  kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Sigrún Guðmundsdóttir
Eyþór Garðarsson
Ólafur Adolfsson
Davíð Pétursson
Ragnhildur Sigurðardóttir, fulltrúi náttúruverndarnefnda boðaði forföll og Dagbjartur komst ekki á fundinn en boðaði  varamann. Trausti Gylfason, fulltrúi atvinnurekenda mætti ekki. Á fundinum voru auk nefndarmanna  Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.  Formaður setti fundinn, bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá
 
1.      Ákvörðun um endurskoðanda fyrir HEV.- framhald máls frá 106. fundi.
Formaður greindi frá  samskiptum sínum við endurskoðunarfyrirtækið KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings HeV frá 2011 og útskýringum fyrirtækissins á hækkuðum reikningi.
Samþykkt að halda áfram viðskiptum við KPMG miðað við fyrirliggjandi tilboð  frá fyrirtækinu.
 
2.      Bréf frá nágrönnum Skólabrautar 12-14.
Framkvæmdastjóri greindi frá frá innsendum bréfum frá nágrönnum Skólabrautar 12-14  á Akranesi (áður Café Mörk) þar sem þeir lýsa áhyggjum sýnum vegna fyrirhugaðrar starfsemi (samkomuhús, veitingastaður) í húsinu.  Fram kemur í bréfunum að mikið ónæði hafi verið af rekstri skemmtistaðar þarna áður. Heilbrigðisnefnd tekur undir áhyggjur nágranna Skólabrautar 12-14 og mun  skoða málið sérstaklega komi það til afgreiðslu nefndarinnar.
 
3.      Fráveitumál sveitarfélaga á Vesturlandi – framhald máls.  Áður tekið fyrir á 101., 104. og 105. fundi Heilbrigðisnefndar.
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu málsins sem verið hefur á borði nefndarinnar nokkrum sinnum á síðustu mánuðum. Svör hafa borist frá fjórum þéttbýlissveitarfélögum; Akranesi, Hvalfjarðarsveit, Grundarfirði og Snæfellsbæ.
Heilbrigðisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að ofangreind sveitarfélög eru að vinna í sínum fráveitumálum. Hvalfjarðarsveit eitt sveitarfélaga uppfyllir fráveitumál í þéttbýli.  Ljóst er að tímaáætlun annarra sveitarfélaga til að uppfylla reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur liggur ekki fyrir vegna þéttbýlisfráveitna.
Heilbrigðisnefndin óskar eftir að send verði inn tímasett áætlun frá sveitarfélögum svo hægt sé að gefa út starfsleyfi sem byggt er á réttum upplýsingum. HeV er tilbúið að veita sveitarfélögum leiðbeiningar eftir bestu getu. Þau sveitarfélög (Dalabyggð, Stykkishólmur og Borgarbyggð) sem enn hafa ekki sent inn gögn fá lokafrest til 15. júlí n.k. að viðlögðum þvingunarúrræðum skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
 
4.      Starfsleyfi frá síðasta fundi.
Orkan, Aðalgötu 26, Stykkishólmi.- Bensínstöð. – Endurnýjun.
Birgisás ehf. Ægisbraut 2-4, Búðardal. -Vinnsla á grásleppu. – Breytt starfsemi.
Fótaaðgerðarstofa Kristínar, Brákarbraut 6, Borgarnesi. – Nýr staður, nýtt leyfi.
Þórishólmi ehf., Aðalgötu 11, Stykkishólmi. -Vinnsla sjávarafurða. –  Endurnýjun leyfis.
Sjávariðjan Rifi hf., Hafnargötu 8, Rifi – Vinnsla sjávarafurða – Endurnýjun leyfis.
Aðveitustöð OR Akranesi, 50 GWh.- Endurnýjun leyfis.
Andakílsárvirkjun Borgarbyggð, 8,2 MW. – Endurnýjun leyfis.
Reykofninn- Grundarfirði ehf.- Fiskvinnsla  og reyking.- Endurnýjað og breytt leyfi.
Bongo slf., Pylsuvagn í Grundarfirði. – Nýtt leyfi.
Skeljungur hf.  Brúartorgi 6, Borgarnesi, Stöðin, – Veitingaverslun og bensínafgreiðslustöð – Nýr staður
Sjávarkistan-Hobbitinn, Norðurtanga 3, Ólafsvík.- markaður fyrir sjávarfang. – Eigendaskipti og endurnýjun.
H.G Geisli ehf., Norðurtanga 8,  Ólafsvík. – Ísverksmiðja. – Nýtt leyfi.
Hár Studio, Stillholti 16, Akranesi. – Hárgreiðslustofa- Nýr staður
TK hársnyrtistofa, c.o Vesturgarður slf, Borgarbraut 12.- Nýr staður
Pegron, Stóra-Kambi, Snæfellsbæ- Hestaleiga- Nýr staður.
IA Aggapalli, Akranesi- veitingasala, sumaropnun. Leyfi í 12 ár, árleg endurskoðun-  Nýr staður.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
Atlantsolía, Aðalgötu 35, Stykkishólmi. – Sjálfsafgreiðslustöð- Nýr staður.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi starfsleyfi.
 
5.      Umsagnir til sýslumanns.
Kría Guesthouse, Kveldúlfsgötu 27, Borgarnesi, Heimagisting. – Nýr staður.
Hruni við Hellissand,  Gististaður, sumarhús – Endurnýjað leyfi.
Brimilsvellir, Ólafsvík. Heimagisting. – Endurnýjað og breytt leyfi.
Hálsaból Sumarhús ehf.,  Hálsabóli við Grundarfjörð. 2 sumarhús. – Endurnýjun leyfis.
Flugleiðahótel ehf,  Hótel Edda, Laugum Sælingsdal.  – Endurnýjun
65° Ubuntu ehf, Hlíðarvegur 15 og Borgarbraut 9, , Grundarfirði, Gististaðir. – Endurnýjun leyfis.
65° Ubuntu ehf, Sólvellir 13, Gististaður í byggingu. – Umsögn vegna teikninga af húsnæði.
Gamli Bærinn Húsafelli. -Heimagisting.-  Nýtt leyfi.
Flankastaðir í landi Bjarnastaða í Hvítarsíðu, sumarhús.- Nýr staður.
Sundabakki 12, Stykkishólmi- Heimagisting- Endurnýjun.
Suður Bár við Grundarfjörð. – Heimagisting- Endurnýjun.
Hægt og hljótt ehf., Kaffi 59, Grundarfirði.- Veitingastaður, útiveitingar- Endurnýjað og breytt leyfi.
Hraunháls, Helgafellssveit, – Heimagisting- Nýtt leyfi.
Hótel Búðir ehf, Búðum Snæfellsbæ. – Hótelrekstur. – Endurnýjun.
Kaffi Ást ehf, Kirkjubraut 8, Akranesi. – Kaffihús/veitingastofa- Nýtt leyfi.
IA Aggapalli, Akranesi- veitingasala, útiveitingar, sumaropnun, Leyfi í 12 ár, árleg endurskoðun –  Nýr staður.
Lagt fram.
 
Víkurgata 5, Stykkishólmi.- Heimagisting, nýr staður. – Mælt  að óbreyttu gegn veitingu rekstrarleyfis.
Heilbrigðisnefnd samþykkir afgreiðslu HeV vegna Víkurgötu 5.
 
6.      Tóbaksöluleyfi.
N1 hf, Ólafsbraut 57, Ólafsvík. – Endurnýjun.
 
7.      Aðrar umsagnir.
Grenjar hafnarsvæði, Akranesi, deiliskipulagstillaga. Sent til Akraneskaupsstaðar.
Lagt fram.
 
8.      Önnur mál.
·         Langisandur Akranesi, sjósýnataka vegna verkefnis um Bláfánaströnd.
Framkvæmdastjóri  greindi frá sýnatökuverkefni HeV sem nú stendur yfir vegna umsóknar Akraneskaupsstaðar um Bláfánaströnd á Langasandi. Tekin hafa verið sýni úr sjó undanfarnar vikur á Langasandi og niðurstöður úr þeim sýnatökum hafa verið góðar hingað til.  Verkefninu lýkur í sumar/haust.
Lagt fram.
 
·         Málstofa í Gunnarsholti um meðhöndlun seyru 15. maí s.l.
Framkvæmdastjóri sagði frá málstofu, um notkun og meðhöndlun seyru til landgræðslu sem starfsmenn HeV sóttu. Í málstofunni tóku þátt starfsmenn Landgræðslunnar, yfirdýralæknir, UST, Umhverfisráðuneyti, sveitarstjórnarmenn af Suðurlandi og heilbrigðisfulltrúar af Suðurlandi, Vesturlandi og Reykjavík.
Samantekt verður send síðar vegna málsins.
 
·         Vorfundur HES, UST, MAST, SLR og UR á Siglufirði 8.-9. maí s.l
Framkvæmdastjóri sagði frá  helstu málum sem rædd voru á árlegum vorfundi. Vorfund þennan sækja framkvæmdastjórar heilbrigðiseftirlitssvæða (HES),  starfsmenn Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis og Umhverfisráðuneytis.
Lagt fram
 
·         Framkvæmdastjórafundur  HES, 21. maí s.l
Framkvæmdastjóri greindi frá umræðum  á reglulegum fundi framkvæmdastjóra HES.
Lagt fram.
 
·         Samráðsþing MAST 2012, 11. maí s.l – Áhættugreining og eftirlit.
Framkvæmdastjóri  sagði frá  umræðufundi sem haldinn var í Reykjavík á dögunum um áhættugreiningu og eftirlit í matvælaframleiðslu. Þingið sátu atvinnurekendur í matvælum, starfsmenn heilbrigðiseftirlitssvæða og matvælastofnunar.
Lagt fram.
 
·         Tengivirki Grundartanga. Deiliskipulagstillaga vegna nýs tengivirkis.
Erindi hefur borist frá Hvalfjarðarsveit  um  deiliskipulag á Grundartanga vegna nýs tengivirkis.  Um er að ræða 6,5 ha lóð í nágrenni við norðvestur horn álversins. Þarna verður  launaflsvirki (SVC virki) og ný 400 kV,  220 kV, 132 kV tengivirki sem byggt verður í 3 áföngum.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
 
·         Lóðahreinsun í Stykkishólmi.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur sent eigendum iðnaðarlóða við Reitarveg í Stykkishólmi,  og í samstarfi við Stykkishólmsbæ, bréf  um lóðahreinsun við götuna en slæm umgengni hefur verið þarna lengi.  Frestur var veittur til 15. júní n.k  til að bregðast við erindinu.
Lagt fram.
 
·         Olíu-, lýsis- og fráveitumannvirki.
Framkvæmdastjóri greindi frá því að nokkuð hefur borið á því undanfarin misseri að teikningar af húsnæði/iðnaðar/veitingar/verslun hafi verið samþykktar af sveitarfélögum þrátt fyrir  að  fullnægjandi teikningar af fráveitulögnum hafi vantað. (olíu-,lýsis,-fráveitulagnir) 
Heilbrigðisnefnd beinir því til sveitarfélaga að ávallt gengið sé úr skugga um það við samþykkt teikninga af húsnæði  að einnig liggi fyrir  teikningar af fráveitumannvirkjum.
 
 
Fundi slitið kl:  17:15