9 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

9 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Innrimel 3, 301 Akranes

kt. 550399-2299

 

 

 

FUNDARGERÐ

9. AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 23. apríl 2012 kl: 13 var aðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn að Hraunsnefi Sveitahótel í Norðurárdal.

 

Mætt voru:

 

Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð:

Jón Pálmi Pálsson,  Akranesi

Eyþór Garðarsson, Grundarfirði

Sveinn Pálsson, Dalabyggð

Sigrún Guðmundssdóttir, Snæfellsbæ

Davíð Pétursson, Skorradalshreppi

 

Stjórnarmenn:

Trausti Gylfason, fulltrúi atvinnurekenda.

Rún Halldórsdóttir, Akranesi

Dagbjartur Arilíusson, Borgarbyggð

 

Aðrir gestir:

Ólafur Adolfsson, Akranesi

 

Starfsmenn: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir.

 

Jón Pálmi Pálsson formaður Heilbrigðisnefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Formaður tók að sér fundarstjórn og  stungið var upp á Ásu Hólmarsdóttur til að rita  fundargerð.

Samþykkt.

 

  

Dagskrá:

 

  1. Skýrsla stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2011.

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2011.

Skýrslan framlögð og verður send til sveitarstjórna.

 

  1. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári.

Skýrslan framlögð og verður send til sveitarstjórna.

 

  1. Umræður um skýrslu stjórnar og skýrslu Heilbrigðiseftirlits.

Umræður um starf HeV á árinu og framlagðar árskýrslur ræddar.

 

  1. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

Framkvæmdastjóri fór helstu lykiltölur í ársreikningi 2011.  

Formaður ræddi samþykkt af 106. fundi Heilbrigðisnefndar  þar sem gerðar voru athugasemdir við kostnað við endurskoðun reikninga.

Nokkrar umræður urðu um  endurskoðunarkostnað og ársreikninginn.

Ársreikningur samþykktur.

 

  1. Kostnaður við endurskoðun reikninga.

Ákvörðun af 106. fundi Heilbrigðisnefndar sem visað var til aðalfundar.

Aðalfundur samþykkir tillögu stjórnar  um áframhaldandi viðskipti við endurskoðunarfyrirtækið verði frestað og stjórn verði falið að taka ákvörðun um framhaldið.

 

 

  1. Tillaga um nefndarlaun Heilbrigðisnefndar.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands leggur til við aðalfund,  samkvæmt samþykkt af 106. fundi nefndarinnar, að laun stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verði sem hér segir:

 „Stjórn leggur til við aðalfund að laun stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verði sem hér segir:

,,Laun nefndarmanna skulu vera 3% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund. Formaður fær 6% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.

Auk þess skal greiða dagpeninga fyrir hálfan dag fyrir hvern setinn fund.

Ferðakostnaður greiðist samkvæmt akstursdagbók og kílómetragjaldi.

Einingarverð dagpeninga og kílómetragjalds miðast við fjárhæðir á hverjum tíma samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.

Fyrir hvern fund sem stjórnarmaður situr f.h. heilbrigðiseftirlitsins skal hann fá greitt 2% af þingfararkaupi. Um ferðakostnað og dagpeninga gilda sömu ákvæði og um stjórnarfund.

Laun nefndarmanna skulu reiknuð samkvæmt reglum þessum frá og með síðustu áramótum.”

 

Tillagan samþykkt.

 

  1. Önnur mál.

·         Nýr stjórnarmaður í stjórn Heilbrigðisnefndar.

Erindi frá  bæjarráði Akraneskaupsstaðar dagsett 12. apríl s.l um tilnefningu Ólafs Adolfssonar í stjórn Heilbrigðisnefndar Vesturlands í stað Rúnar Halldórsdóttur.

Samþykkt.

 

Formaður færði Rún þakkir fyrir starf sitt í nefndinni á síðustu árum.

Rún Halldórsdóttir þakkaði nefndarmönnum og starfsfólki HeV samstarfið.

 

 

 

Fundi slitið kl:  14:03