102 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

102 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

102. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 28. nóvember  2011 kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Eyþór Garðarsson
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir
Rún Halldórsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Auk þeirra Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. 
Formaður ritaði fundargerð undir 2. dagskrárlið. Trausti yfirgaf  fundinn kl: 17:45.
Formaður setti fundinn, bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.  
Dagskrá
 

  1. Heimsókn frá UST.

Kristín Linda  Árnadóttir forstjóri  Umhverfisstofnunar  og  Gunnlaug  H.  Einarsdóttir  sviðstjóri  á umhverfisgæðasviði   hjá  Umhverfisstofnun  kynntu starfsemi stofnunarinnar fyrir nefndarmönnum .  Fundurinn er  hluti  af fundaherferð UST með heilbrigðisnefndum um land allt. Kristín Linda fór  yfir helstu verkefni UST,  valdsvið heilbrigðisnefnda og þvingunarúrræði, lög um vatnamál og vatnasvæðanefndir, fráveitumál sveitarfélaga,  ETS viðskiptakerfi með gróðurhúsalofttegundir, samræmingarhlutverk UST, starfsáætlanir stofnunarinnar fyrir næsta ár, starfsleyfi og útgáfa þeirra, framsals eftirits og gagnaskilaskýrslu heilbrigðiseftirlitssvæða.
Nokkrar umræður voru um úrgangs- og fráveitumál, gagnaskil og framsal eftirlits.
Heilbrigðisnefnd þakkar  Kristínu Lindu og Gunnlaugu fyrir komuna og góða kynningu.
 

  1. Kjarasamningur við starfsmenn HeV- frestað frá síðasta fundi

Starfsmenn HeV viku af fundi undir þessum dagskrárlið.
 
Formaður gerði grein fyrir breytingum á fyrirliggjandi samningi við starfsmenn. Afgreiðslu frestað samkvæmt beiðni fulltrúa Borgarbyggðar.
Stefnt er að því að hafa símafund  nefndarmanna mánudaginn 5. desember n.k.
 
Starfsmenn  komu aftur inn á fundinn og var kynnt afgreiðsla nefndarinnar.
 
 
Bókun frá framkvæmdastjóra HeV:
Undirritaður lýsir yfir vonbrigðum sínum með afgreiðslu málsins og telur að starfsmenn HeV eigi að njóta sambærilegra kjara og starfsmenn  annara heilbrigðiseftirlitssvæða.
Helgi Helgason.
 
Trausti  yfirgaf  fundinn  við lok afgreiðslu á þessum lið.
 

  1. Fjárhagsáætlun 2012 og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Sveitarfélögin  Grundarfjörður, Snæfellsbær, Dalabyggð, Hvalfjarðarsveit og Stykkishólmur hafa öll  samþykkt  fjárhagsáætlun  Heilbrigðiseftirlits Vesturlands  fyrir árið 2012.
Reiknað er með að önnur sveitarfélög afgreiði áætlunina í þessari viku.
 

  1. Úrskurður á stjórnsýlsukæru vegna úrgangs í flæðigryfju á Grundartanga.

Framkvæmdastjóri fór yfir  niðurstöðu úrskurðarnefndar  þar sem kæruatriðum er hafnað.
Framlagt.

  1. Aðalfundur SHÍ , haldinn 8. nóvember 2011.

Framkvæmdastjóri greindi frá aðalfundi  SHÍ sem  fram fór í Þrastarlundi í Grímsnesi .
Aðalfundargerð og ársreikningar  SHÍ  framlagðir.
 

  1. Vatnasvæðanefnd- tilnefning fulltrúa HeV.

Málið tekið upp að nýju frá síðasta fundi.
Samþykkt að tilnefna Ásu Hólmarsdóttur,  starfsmann HeV, í  vatnasvæðanefndir  1 og 4.
 

  1. Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi.

-Anka ehf,  Aðalgötu 24, Stykkishólmi – snyrtistofa, – nýtt leyfi.
-Loftorka ehf, Engjaás 2, 310 Borgarnesi – steypustöð ofl.- endurnýjað leyfi.
-Bílverk GHV, Akursbraut 11 c, Akranes – bílamálun og réttingar – eigendaskipti, endurnýjað leyfi.
Heilbrigðisnefnd  staðfestir  ofangreindar afgreiðslur.
 

  1. Umsagnir  frá sýslumanni.

-HHS, Geirshlíð, Flókadal. – Heimagisting.- Nýtt leyfi.
– HHH, Bjarg, við Borgarnes. – Gistiheimili, – Endurnýjun.
                Lagt fram
 

  1. Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.

Samkaup Hyrnan Borgarnesi. -1 ungmenni á 17. ári og 5 ungmenni  á 18. ári.
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþágurnar.
 

  1. Önnur mál.

-Förgun skólps árið 2008. Stöðuskýrsla  UST til Eftirlitsstofnunar EFTA.
Framlagt.
 
Fundi slitið kl:  18:10