103 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

103 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

103. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
Mánudaginn 5. desember 2011 kl: 14:00 var haldinn símafundur í  Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Eyþór Garðarsson
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir
Rún Halldórsdóttir
 
Fundargerð ritaði Jón Pálmi Pálsson.
Formaður setti fundinn og bauð nefndarmenn velkomna að símtækjunum.
 
Dagskrá:
 
1.       Kjarasamningur við starfsmenn HeV-   framhald  umræðu frá síðustu fundum.
Formaður fór yfir tillögu að nýjum kjarasamningi við starfsmenn sem kynntur var á síðasta fundi. 
Samningurinn samþykktur með fyrirliggjandi breytingum og formanni falið að ganga frá undirritun hans við starfsmenn.  Dagbjartur sat hjá við afgreiðslu málsins.
 
2.       Fjárhagsáætlun 2012 og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011. – framhald umræðu  frá síðustu fundum.
Formaður gerði grein fyrir að ekki hafi borist athugasemdir frá  sveitarfélögunum sem að HEV standa,  við endurskoðaða fjárhagsáætlun 2011, fjárhagsáætlun 2012 og gjaldskrá og skoðast það því sem samþykkt af þeirra hálfu. 
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá auglýsingu gjaldskrár og nauðsynlegum frágangi fjárhagsáætlunar.
 
Fundi slitið kl: 14:15.