101 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

101 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands,
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
FUNDARGERÐ
101. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 

Mánudaginn 31. október 2011 kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson
Eyþór Garðarsson
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir
Rún Halldórsdóttir
 
Auk þeirra Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.  Ragnhildur Sigurðardóttir boðaði forföll.
Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá
 

  1. Kjarasamningur við starfsmenn HeV 1. júní 2011 til 31. mars. 2014

Starfsmenn HeV viku af fundi.
Formaður kynnti innihald draga að nýjum kjarasamningi við starfsmenn.
Afgreiðslu frestað fram að næsta fundi.
 

  1. Fjárhagsáætlun 2011 endurskoðuð.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir nokkuð lægri tekjum en áætlað hafði verið eða sem nemur um 1,8 m.kr og verða um 20,2 m.kr.  Rekstrarútgjöld eru hinsvegar áætluð um 20,3 m.kr og afborganir lána 320 þús.  Þannig að halli HeV er áætlaður 420 þús.  Hallinn bætist við ójafnað neikvætt eigið fé sem safnast hefur upp árin fyrir 2009, en neikvætt eigið fé var samkvæmt síðasta ársreikningi 2,7 m.kr. 
Stjórn HeV leggur til við sveitarfélögin að halla ársins og neikvæðu eigin fé verði mætt með aukaframlagi sveitarfélaga á árinu 2011 sem nemur þriðjungi og að eftirstöðvum verði mætt með viðbótarframlögum á árunum 2012 og 2013 til helminga hvort árið fyrir sig. 
 

  1. Fjárhagsáætlun 2012.

Framkvæmdastjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2012, jafnframt gerði hann grein fyrir tillögu að gjaldskrá sem gerir ráð fyrir 7,5% hækkun á innheimtu tímagjaldi.  Áætlunin gerir ráð fyrir tekjum að fjárhæð 24,018 m.kr og rekstrarútgjöldum og afborgun lána  að sömu fjárhæð, og gert ráð fyrir afgangi upp á 904 þús kr. Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarfélaga.   Heilbrigðisnefnd samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að fylgja áætluninni eftir við sveitarfélögin og bjóða þeim nánari upplýsingar og/eða viðræður gerist þess þörf, bæði hvað varðar fjárhagsáætlun 2012 svo og endurskoðaða fjárhagsáætlun 2011.
 

  1. Útgáfa starfsleyfisleiðbeininga- 

Bréf frá Umhverfisstofnun frá 2.sept´11 vegna erindis sem sent var frá HeV  2008 vegna útgáfu  á starfleyfis fyrir Stjörnugrís. Framkvæmdastjóri fór yfir feril málsins og vakti athygli á því að 3 og hálft ár eru liðin síðan HeV sendi inn erindi til Umhverfisráðuneytis þar sem óskað var eftir leiðbeiningum varðandi útgáfu á starfsleyfi fyrir Stjörnugrís á Melum. Heilbrigðisnefnd  lýsir yfir vonbrigðum með það hversu langan tíma það tók að svara einföldu erindi nefndarinnar frá 2008 en  fagnar um leið   að svar hafi þó borist.
 

  1. Samband Sveitarfélaga á Vesturlandi-  vegna verkefnaflutnings frá UST til HeV. 

Formaður greindi frá bókun frá 81. fundi stjórnar SSV. þann 6. júní s.l.  Framlagt.
Nefndin tekur undir og  fagnar áliti stjórnar SSV og vísar jafnframt til fyrri afgreiðslna HeV um málið.
 

  1. Stjórnsýslukæra vegna úrgangs í nýrri flæðigryfju á Grundartanga.

Framkvæmdastjóri  greindi frá stjórnsýslukæru sem barst síðla sumars frá íbúa í Kjós vegna  meints úrgangs í  nýrri flæðigryfju á  Grundartanga þar sem Umhverfisstofnun var kærð. Jafnframt  skýrði framkvæmdastjóri frá umsögnum tengdra aðila vegna málsins og þeim óvæntu breytingum sem það virðist hafa tekið á sig í meðhöndlun Úrskurðarnefndar.  Niðurstaða vegna kærunnar frá Úrskurðarnefnd hefur ekki borist.
Framlagt.
 

  1. Hurðarbak Hvalfjarðarsveit, kjúklingabú. – Undanþága vegna geymslu úrgangs í þaklausu húsnæði. 

Framkvæmdastjóri fór yfir málið og ósk rekstaraðila um geymslu úrgangs í  þaklausu húsnæði sem brann síðastliðinn vetur. 
Nefndin samþykkir að verða við óskum rekstraraðila með því skilyrði að hindrað sé að fuglar komist í úrganginn. Undanþágan gildir 1. maí 2013.
 

  1. Slógdreifing  frá Félagsbúinu Miðhrauni II sf.

Framkvæmdastjóri fór yfir innkomnar athugasemdir við auglýst starfsleyfi vegna endurvinnslu fiskúrgangs (slógs)  á  Félagsbúinu Miðhrauni II.  Jafnframt var farið yfir athugasemdir sem borist hafa vegna starfseminnar á undanförnum mánuðum.
Nefndin samþykkir að gefa út starfsleyfi með breytingum frá auglýstu leyfi þar sem tekið er tillit til athugasemda sem borist hafa. 
 
 

  1. Alifuglabúið Fögrubrekku – umsókn um endurnýjun starfsleyfis.

Umsókn  dagsett 22. september s.l og starfsleyfi búsins rann út 7. júlí s.l. Síðustu misserin hefur verið gefið út starfsleyfi fyrir alifuglabúið til 6 mánaða í senn vegna þess skipulags sem er í gildi á svæðinu, þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð.
Þannig er heilbrigðisnefnd settur sá rammi að gefa út starfsleyfi til mjög skamms tíma í senn.
Samþykkt að veita starfsleyfi til 6 mánaða í senn  og í samráði við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
 

  1. Vatnasvæðanefnd. – Erindi frá UST – Tilnefning fulltrúa HeV í  vatnasvæðanefndir  1 og 4 samkvæmt skilgreiningu UST.

Framkvæmdastjóri kynnti tilurð nefndarinnar, verkefni hennar og nýja reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hafnar því að tilnefna í vatnasvæðanefnd nema kostnaður af starfi nefndarmannsins sem HeV tilnefnir  verði greiddur  af fjárveitingu vatnasvæðanefndar eða af Umhverfisstofnun sem ber ábyrgð á störfum hennar.   Heilbrigðisnefnd Vesturlands beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélaga að teknar verði upp viðræður við Umhverfisráðuneytið um breytingu á ákvæðum reglugerðar nr. 935/2011 um stjórn vatnamála hvað varðar kostnað sem reglugerðin setur yfir á heilbrigðiseftirlitin án þess að tekjustofnar séu jafnframt tryggðir.

  1. Fráveitur á Vesturlandi- Samantekt framkvæmdastjóra um stöðu mála.

Framkvæmdastjóri fór yfir samantekt vegna stöðu fráveita í byggðakjörnum á Vesturlandi og vísaði m.a í rannsókn sem var gerð árin 2001 til 2003 á nokkrum þéttbýlisstöðum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal.
Nefndin óskar  eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um aðgerðaáætlun vegna úrbóta  í fráveitumálum og hvetur jafnframt sveitarfélög á Vesturlandi til að standa þannig að frágangi og uppbyggingu  fráveitna sinna að þær séu í samræmi við lög og reglur.    
 

  1. Matvælalög – Breytingartillögur að frumvarpi frá þingmönnum og ráðherra á lögum um matvæli  vegna matvæla sem eru unnin í óvottuðum eldhúsum.

Framkvæmdastjóri fór yfir tvær tillögur að frumvarpi sem eru til skoðunar á Alþingi vegna breytinga á matvælalögum og snýr að matvælavinnslu í óvottuðum eldhúsum og sölu matvæla vegna góðgerðar-og styrktarfélaga.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands fagnar  framkomnum frumvörpum  og vonar að þar með  finnist lausnir  á þeim vandkvæðum sem  ný matvælalög hafa skapað hingað til. Nefndin hvetur ráðuneytið til vandaðra verka í væntanlegum reglugerðum og að allar skilgreiningar á hagsmunaaðilum, góðgerðarsamtökum og félagasamtökum verði skoðaðar vandlega. 
 

  1. Starfsleyfi frá síðasta fundi.
  • Skeljungur hf, Brúartorgi 6, Borgarnesi- bensínstöð og veitingasala.  Frestað þar sem verið er að gjörbylta húsnæði fyrirtækisins.
  • Dekur Snyrtistofa Dalbraut 1, Akranes. – Nýtt leyfi.
  • Heilsan mín, Suðurgata 126 Akranesi, – heilsurækt, nýr staður, nýtt leyfi.
  • Efla hf.  Höfðabakki 9,  Reykjavík, – gangaborun í Langjökli. Tímabundið starfsleyfi í eitt ár.
  • Íslenska Gámafélagið ehf, Umhleðslustöð, á Brákarbraut 27 í Borgarnesi, fyrir ólífrænan úrgang. – Nýtt leyfi.
  • FM Iceland ehf.-  póstverslun með snyrtivörur og hreinlætisvörur, nýtt vöruhús á Smiðjuvöllum 17. –  Nýtt leyfi
  • Olíudreifing ehf, G.G.- Vinnsla olíumengaðs úrgangs í olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Litla-Sandi í  Hvalfirði.  – Tímabundið leyfi til þriggja ára.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreinda afgreiðslu.
 

  1. Tóbakssöluleyfi
  • Skeljungur hf. Brúartorgi 6. Borgarnesi – gildir í 4 ár.

Heilbrigðisnefnd staðfestir leyfið
 

  1. Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.
  • Samkaup Hyrnan, Borgarnesi.  6 einstaklingar á 17. og 18. ári. – Gildir í 6 mánuði.

Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþáguna.
 

  1. Umsagnir til sýslumanns.
  • G.P f.h Hótel Borgarness hf. – Hótel Borgarnes – endurnýjun
  • H Ó f.h FG veitingar, Galito, Stillholti 16 – 18. Nýr staður, nýtt leyfi.

Lagt fram
 

  1. Önnur mál.
  • Hunda- og kattasamþykktir. Mismunandi útgáfur frá Umhverfisráðuneyti.

Framkvæmdastjóri  fór yfir nokkrar  mismunandi útgáfur á hunda-og kattasamþykktum sveitarfélaga sem samþykktar hafa verið frá Umhverfisráðuneyti á síðustu misserum. 
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hvetur ráðuneytið  til að samræma skilyrði  og úrræði við brotum sem sett eru fram í gæludýrasamþykktum sveitarfélaga.

  • Natríumklóratverksmiðja á Grundartanga-

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að starfsemin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Framlagt. 

  • Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Bréf frá Umhverfisráðuneyti frá 26.09.11

Nefndin lýsir yfir áhuga á fundi vegna málsins.
Framkvæmdastjóra falið að finna hentugan fundartíma.
Framlagt

  •  Hauggassöfnun hjá Sorpurðun Vesturlands .

Framkvæmdastjóri fór yfir gögn frá Sorpurðun Vesturlands, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti vegna krafna um hauggassöfnun hjá fyrirtækinu og úrbótafresti.
Framlagt

  • Sundlaugarreglugerð –

Drög að breytingum sem unnið er að í Umhverfisráðuneyti, september 2011.
Framlagt.
 

  • Heimaslátrun í kjölfar álits Matvælastofnunar

Svar MAST við fyrirspurn frá HeV.   Fyrirspurn kom frá  starfsmanni á vistheimili  til HeV, hvort að heimilismenn á staðnum mættu neyta kjöts sem væri slátrað á býlinu.
Framlagt
 

  • Eftirlitsskýrslur  UST.

Vegna  urðunarstaða fyrir óvirkan úrgang, Borgarnes, Akranes, Stykkishólmur, Dalabyggð og geymslusvæðis fyrir úrganga á Hrafnkelsstöðum í Grundarfirði.
Framkvæmdastjóri fór yfir skýrslur sem hafa borist frá UST síðustu vikur vegnaurðunarstaða og geymslusvæða fyrir óvirkan úrgang. Jafnframt var farið yfir breytingu á  eftirliti á slíkum svæðum samkvæmt breytingum á lögum nr. 55/2003  m.a vegna  eftirlits með sorpflokkunarstöðvum.
Framlagt.
 

  • Haustfundur  SHÍ(samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi), UST, MAST, Umhverfisráðuneyti  og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, – 19. – 20. október s.l.

Framkvæmdastjóri  greindi frá helstu atriðum sem komu fram á haustþingi SHÍ.
 

  • Ákvörðun um næsta fund,m.a vegna óskar forstjóra UST um  fund með Heilbrigðisnefnd Vesturlands.

Ákveðið að halda næsta fund  mánudaginn  28. nóvember n.k.
 
Fleira ekki gert
 
Fundi slitið kl: 18:15