84 – SSV stjórn

admin

84 – SSV stjórn

 

 

 

 

F U N D A R G E R Ð
 

Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV mánudaginn 24. október 2011 kl. 9:30 á Hótel Hamri, Borgarnesi.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson, Gunnar Sigurðsson, Bjarki Þorsteinsson, Halla Steinólfsdóttir, Sigurborg Hannesdóttir, Jóhannes Stefánsson sem varamaður fyrir Sigríði Bjarnadóttur, Lárus Hannesson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

DAGSKRÁ:

1.            Undirbúningur þingmannafundar.

2.            Almenningssamgöngur.

3.            Fundur með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 14. okt. sl. og fundur formanna og framkvæmdastjóra 12. okt. sl.

Sveinn og Hrefna fara yfir umræður fundarins.

4.            Fundargerðir.

5.            Önnur mál.

 

1.   Undirbúningur þingmannafundar.

·         Heilbrigðiseftirlit – fá eftirlitið heim í Hérað.

·         Niðurskurður heilbrigðismála.

·         Niðurskurður í löggæslu.

·         Framhalds- og háskólar á svæðinu.

·         Almenningssamgöngur á Vesturlandi.

·         Sóknaráætlun.

·         Framlög til reksturs hjúkrunarheimila.

Umræður um umræðupunkta

 

Almenningssamgöngur.

Útlit fyrir að samningur verði gerður við Veggerðina.  Flest sveitarfélög búin að samþykkja tillögu stjórnar SSV.  Rætt um verkefnið.

 

Fundur með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 14. okt. sl. og fundur formanna og framkvæmdastjóra 12. okt. sl.

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir fundunum.  Vísað til meðfylgjandi fundargerðar frá fundinum 12. okt. 

Rætt um EFTA vettvang sveitarfélaganna og næsta fund í Brussel í nóvember.

 

Fundargerðir.

a.    Fundargerð framkvæmdastjóra sveitarfélaganna 17.10.11

b.   Sorpurðun Vesturlands 7.10.11

 

Málefni fatlaðra.

          Samþykkt fundargerð nr. 13.

Fundur með þjónusturáði undirbúinn.

 

Önnur mál.

Sigurborg Hannesdóttir ræddi vinnu við verkefnið Efling  sveitarstjórnarstigsins. 

 

Kl. 11:00 -hefst fundur með fulltrúum Þjónusturáðs Vesturlands. 

 

Helgu Gunnarsdóttur frá Akraneskaupstað, Hjördísi Hjartardóttur frá Borgarbyggð og Sveini Elinbergssyni frá Sæfellingum.

Auk stjórnar og þjónusturáðs eru mætt: Gyða Steinsdóttir, Páll Brynjarsson, Kristjana Helgadóttir og Helga Gunnarsdóttir gerði grein fyrir rekstrarstöðu þjónustusvæðanna þriggja.  Svo virðist sem Fjöliðjan verði ekki rekin samkvæmt þeirri kostnaðaráætlun sem fyrir liggur.  Annað ætti að verða nokkurn veginn á pari en ,,framúrkeyrsla“ samkvæmt fjárhagsáætulun.

Hjördís sagði þjónusturáð standa frammi fyrir því að taka yfir ákveðinn arf.  Þjónustan sé ákveðin þegar hún er tekin yfir.  Hún ræddi t.d. skerta þjónustu í Holti en þarf hefði þurft að fjárfesta í rúmum.

 

Gyða Steins spurðist fyrir um skoðun næsta árs.  Nú liggur fyrir uppbygging þjónustu á Snæfellsnesi en fulltrúar þess svæðis hafa áhyggjur af fjármögnun þjónustunnar sem ekki er orðin að veruleika í dag.

 

Helga Gunnars fór yfir þá þjónustu sem Þjónusturáð stendur frammi fyrir á Snæfellsnesi.  Uppbygging, t.d. ef Fasteignafélagið Brynja kæmi að uppbyggingu húsnæðis sem leigir áfram milliliðalaust, þarf að koma til þjónusta sem að stærstum hluta er launakostnaður.

 

Engin biðlisti er eftir búsetuþjónustu í Borgarnesi en það er biðlisti á Akranesi.  Forsendur í reiknilíkani taka t.d. mið af þeim einstaklingum sem eru í bið því þeir þurfa þjónustu, hvar sem þeir eru staddir.

Þjónusturáð kallar eftir verklagsreglu frá sveitarfélögunum.

Rætt um SIS mat en það á að vera þungamiðja í skiptingu fjármagns.

 

Sigurborg spurði fulltrúa þjónusturáðs hvort þau myndu breyta einhverju í fyrirkomulagi samkvæmt þeirri reynslu sem nú er. 

Sveinn spurði spurninga varðandi verklagsreglur og tilhögun Innra Jöfnunarsjóðs

Þjónusturáð kallar eftir tilstyrk sveitarfélaganna á Vesturlandi um að móta verklagsreglur

Páll.  Nauðsynlegt að byggja upp Innri Jöfnunarsjóð svo hægt sé að mæta óvæntum verkefnum.

 

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir