31 – SSV samgöngunefnd

admin

31 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð

Samgöngunefnd SSV

 

Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV mánudaginn 12. september 2011 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.  Mætt voru: Davíð Pétursson,  Berglind Axelsdóttir, Guðmundur Vésteinsson, Finnbogi Leifsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, Kristinn Jónasson og Þórður Þórðarson. Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV, og Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerðinni og Ólafur Sveinsson.

 

Formaður stjórnar, Davíð Pétursson, setti fund og gekk til dagskrár

 

1.   Magnús Valur fer yfir stöðu framkvæmda.

2.   Tillaga stjórnar SSV á sóknaráætlun.

3.   Undirbúningur aðalfundar SSV 10. – 11. sept.

4.   Önnur mál.

 

Magnús Valur reifaði stöðu framkvæmda í landshlutanum.

Haffjarðará, framkvæmdum ekki lokið –  lokafrágangur eftir.

Uxahryggjavegur, um Lundareykjadal, stefnan er að bjóða hann út í haust, ca. 6 – 8 km. Reykjadalsá, undirbúningsvinna í gangi og von til þess að útboð verði í haust.  Viðhaldsverkefni voru nokkur á Vesturlandi og reifaði Magnús Valur þau í stuttu máli. 

Verið er að skoða með breikkun þjóðvegar nr. eitt frá Fornahvammi upp í Heiðarsporð.  Markmiðið er að auka umferðaröryggi á þessum spotta.  Vegrið á Borgarfjarðarbrú en hugmyndir eru um að setja upp steypt vegrið. Mikið er um lagnir undir brúnni og því erfitt að setja vegrið niður með hliðum brúarinnar.

Farið var yfir vegabætur sem bíða framkvæmda.  Þórður spurði um  hringtorg við Urriðaá. 

Kristinn óskaði eftir yfirliti frá Vegagerðinni um framkvæmdafé til NV kjördæmis sl. sex ár.  Skipt eftir landshlutum. 

Rætt um flækjuleikastig við vinnu við umhverfismat vegna verkefna.  Dæmi nefnt um Vatnaleið og spurt – Hver vildi snúa aftur í dag?    

Forsenda byggðar eru samgöngur.  Nútímasamfélag sættir sig ekki við annað en góðar samgöngur.  Þá er verið að ræða um malbikaða vegi milli byggða.  Fundarmenn almennt á því að umhverfisverndar- sjónarmið geri verkefnin dýrari og tefji þau verulega. 

DP spurði hvort ekki stæði til að gera umbætur á Seleyri með aðrein fyrir þá sem að sunnan koma og ætla upp í Borgarfjörð. MVJ upplýsti að verkefnið væri á teikniborðinu. Reiknað væri með að aðrein byrjaði vel ofan við afleggjarann sjálfan, þ.e. miðað væri við að afrein hæfist á móts við afleggjarann að Hótel Brú, og næði niður að gatnamótum.  Einnig að breikka svæðið fyrir umferð sem kemur að norðan yfir Borgarfjarðarbrúna og ætla inn á Borgarfjarðarbraut. DP taldi slíka umbætur auka öryggi vegfarenda og umferð að sunnan  og norðan kæmust þá óhikað áfram.

DP spurði einnig um hvort ekki væri hægt að gera plan fyrir skólabíla frá Hvanneyri að Kleppjárnsreykjum.  Eins og staðan er eru börn færð á milli bíla í vegkanti.  DP taldi að um öryggissjónarmið væri að ræða og nauðsyn þess að skoða þessar aðstæður.  MVJ sagði að þetta yrði skoðað ef erindi kæmi frá sveitarfélaginu þar um.   

 

Rætt um vegakerfið í NV-kjördæmi.  Óskað eftir hlutfallsskiptingu vegtegunda fyrir Vesturland, þ.e. stofnvegir, tengivegir, héraðsvegir og landsvegir.

 

Sóknaráætlun

Kynnt vinna við sóknaráætlun og helstu áherslur í tillögum sem liggja fyrir og eru til umsagnar hjá sveitarfélögum.  Tekið hefur verið tillit til sjónarmiða frá sveitarfélögum í því  eintaki sem kynnt var á fundinum.  Rætt um almenningssamgöngur og hugsanlegt verkefni sem gengur út á það að landshlutasamtökin taki að sér umsjón almenningssamgangna.

 

Berglind ræddi um stuttan frest sveitarstjórna að taka afstöðu til svo mikilvægs verkefnis sem sóknaráætlunar.  Um viðamikið verkefni væri að ræða og stjórnvöld gerðu óraunhæfar kröfur til afgreiðslu málsins. 

 

Undirbúningur aðalfundar SSV 30. sept – 1. okt.

Rætt um áhersluatriði, vegna undirbúningsvinnu fyrir aðalfund SSV, drög að ályktunum sem lagðar verða fram á fundinum.  Rætt um að hvetja til þess að unnin verði rammaáætlun um vegagerð.

Rætt um það fjármagn sem rennur til vegagerðar í landshlutunum.  Brýnt að stjórnvöld skoði hvernig hægt er að tryggja sanngjarna skiptingu fjármuna til landshluta.  Skoðað verði að hver landshluti fái sinn hlut til vegaframkvæmda.

 

Önnur mál

Engin önnur mál

 

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.