100 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

100 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

100. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 29. ágúst 2011 kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson
Eyþór Garðarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir
Rún Halldórsdóttir
 
Auk þeirra Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. 
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á 100. fund Heilbrigðisnefndar Vesturlands og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá:
 

  1. Stjörnugrís á Melum –  Kærð endurnýjun starfsleyfis.

Framkvæmdastjóri fór yfir feril málsins og þær kærur sem bárust í kjölfar af útgáfu endurnýjaðs starfsleyfis í vor.  Útgefið starfsleyfi var kært til ráðuneytis Umhverfismála frá sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar og eigendum Melaleitis og hefur ráðuneytið óskað umsagnar HEV vegna þeirra  með bréfi dags. 19.7.2011.
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að svari.  Heilbrigðisnefnd samþykkir tillöguna með lítilsháttar breytingum og felur framkvæmdastjóra að senda ráðuneytnu niðurstöðuna.
 

  1. Heimavinnsla matvæla.

Framkvæmdastjóri fór yfir þau mál sem hafa verið að koma upp víða og tengjast matvælavinnslu í heimahúsum og heimabakstri án starfsleyfa.
Heilbrigðisnefnd hvetur Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytið  til að beita sér fyrir breytingum á matvælalögum með hliðsjón af þeirri umræðu sem verið hefur um matvælavinnslu undanfarið þannig að heilbrigðiseftirlit geti unnið  eftir ákveðnum starfsreglum.
 

  1. Launamál starfsmanna Heilbrigðiseftirlits.

Formanni falið að kanna málið nánar.
 

  1. Húsnæðismál vegna starfsstöðvar.

Umræður um húsnæðismál heilbrigðiseftirlits og samninga við Hvalfjarðarsveit vegna húsnæðis og aðstöðu að Innrimel 3 í Melahverfi.
Formanni falið að vinna í málinu.
 

  1. Bréf Umhverfisráðuneytis  frá 14. júlís.l vegna undanþáguákvæða í reglugerð 814/2010 (-sundlaugar í Grundarfirði, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð og Stykkishólmi.)

Lagt fram.
 

  1. Könnun á aðgengi unglinga að tóbaki.

Bréf frá forvarnarfulltrúa Borgarbyggðar frá 2. ágúst 2011.
Heilbrigðisnefnd fagnar frumkvæði forvarnaraðila í Borgarbyggð og telur nauðsynlegt að sveitarfélög láti fara fram sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti.  Framkvæmdastjóra falið að vekja athygli annarra sveitarfélaga á Vesturlandi á málinu og hvetja þau til sambærilegra hluta.  Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að taka til skoðunar brot umræddra fyrirtækja í Borgarbyggð á sölu tóbaks og grípa til nauðsynlegra aðgerða í samræmi við lög þar um.
 

  1. Dómur vegna úrgangslosunar í Varmá Mosfellsbæ.

 Lagt fram.
 

  1. Hundamál í Reykjavík- aðgerðir stjórnvalda.

Lagt fram.
Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnum á Vesturlandi upplýsingar um málið.
 

  1. Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi.

–          Trésmiðjan Bakki ehf. Ægisbraut 7- Endurútgefið, -nýr rekstraraðili.
–          Olíuverslun Íslands, Brúartorg 8, Borgarnesi, -endurnýjað leyfi.
–          Olíuverslun Íslands, Aðalgötu 25, Stykkishólmi.- endurnýjað leyfi.
–          Daggæsla, Háholti 23, Akranesi.- nýtt
–          Eystri-Leirárgarðar ehf. – matvælavinnsla, – nýtt leyfi.
Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu starfsleyfanna.
 

  1. Tóbakssöluleyfi

-N1 hf. Þjóðbraut 9, Akranesi. – gildir í 4 ár- endurnýjun
Heilbrigðisnefnd staðfestir leyfið.
 

  1. Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.

Skeljungur Skagabraut 43, Akranesi. 1 einstaklingur á 17. ári.
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþáguna.
 
 

  1. Umsagnir til sýslumanns

-GK  veitingar ehf.- Gamla Kaupfélagið, Kirkjubraut 11 Akranesi- eigendaskipti.
-Klúkuveitingar ehf.- Hótel Á, Kirkjubóli 2, Reykholti. – Nýtt leyfi, nýr staður.
-Ó.G. Samkomuhúsið Snæfell, Arnarstapi – veitingastaður.- Nýtt leyfi.
– A.I.V, Stundarfriður, Hólar 1, Helgafellssveit. – gististaður- nýtt leyfi.
– R.H,  Skálholti 6, Ólafsvík – heimagisting, – nýtt leyfi.
-Skeljungur, Stöðin, Skagabraut 43, Akranesi – veitingaleyf nýtt leyfi.
– Útgerðarfélagið Álfar. ehf, Silfurgata 14, Stykkishólmi-  gisting- nýtt leyfi.
-Farfuglaheimilið Sjónarhóll, Höfðagötu 1, Stykkishólmi- gisting – endurnýjun.
– Þ.G.Ó. Galdrahúsið, Reitarvegur 6, Stykkishólmi- gisting- nýtt leyfi.
-N.P.B., Skjaldartröð, Hellnum, – 2 íbúðir og 2 sumarhús, gisting – nýtt leyfi.
-Hótel Hellnar ehf., Hellnum Brekkubæ,- stækkun, endurnýjun leyfis.
-Klár ehf., Hótel Eldborg, Laugagerðisskóla- endurnýjun leyfis.
-Veiðihús við Haffjarðará-  endurnýjað
-Narfeyrastofa, Stykkishólmi, – eigendaskipti
-Ferðaþjónustan Kverná – mælt gegn gistileyfi
-Aðalgata 7, Stykkishólmi,- mælt gegn gistileyfi
-Þrætuás 1-7, Borgarbyggð, sumarhús -mælt gegn gistileyfi
 
Lagt fram.
 

  1.  Önnur mál

Úrskurður  áfrýjunarnefndar samkeppnismála dagsett 9.júní  í s.l vegna samruna svínabúa og niðurstaða samkeppniseftirlits frá 22.júlí s.l.
Lagt fram.
 
Fundið slitið kl: 17:38