83 – SSV stjórn

admin

83 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn

29. september 2011 á skrifstofu SSV.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn 29. september kl. 18. Mætt voru: Sveinn Kristinsson, Kristjana Hermannsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir.  Áheyrnarfulltrúi.  Halla Steinólfsdóttir.  Sigurborg Hannesdóttir boðaði forföll og hafði varamaður hennar ekki tök á því að mæta á fundinn.

Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi:

1.            Undirbúningur aðalfundar

2.            Almenningssamgöngur.

3.            Málefni fatlaðra.

4.            Önnur mál.

 

1.  Undirbúningur aðalfundar

Farin yfir gögn sem varða aðalfund.  Dagskrá, skýrslu stjórnar, drög að ályktunum, nefndir sem starfa á fundinum og fjárhagsáætlun.  Samþykkt að fastagjald sveitarfélaga verði 320.000 kr. pr. sveitarfélaga og framlag pr. íbúa kr. 900.

Rætt um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. 

 

2.   Almenningssamgöngur

Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir stöðu verkefnis almenningssamgangna.  Samþykkt að leggja verkefnið fyrir aðalfund til kynningar og umfjöllunar.

 

3.   Málefni fatlaðra

Lagðar fram fundargerðir nr. 10. 11 og 12 til samþykktar stjórnar.  Samþykkt. 

 

4.   Önnur mál

Önnur mál engin og fundi slitið kl. 19:45.

 

Fundarritari. Hrefna B. Jónsdóttir