97 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

97 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
  

FUNDARGERÐ

97. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Mánudaginn 2. maí  kl: 12:50  kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar á Hótel Framnesi Grundarfirði.
 
Mætt voru:
Jón Pálmi Pálsson
Eyþór Garðarsson
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Trausti Gylfason
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Rún Halldórsdóttir
 
Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir  sem ritaði fundargerð. 
 
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá:
 
1.      Tillögur stjórnar til aðalfundar vegna launa stjórnar og ráðningu endurskoðenda.
Stjórn leggur til við aðalfund að laun nefndarmanna yrðu óbreytt frá því sem verið hefur og samþykkt var á aðalfundi 2008.
,,Laun nefndarmanna skulu vera 3 % af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund. Formaður fær 6% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
Auk þess skal greiða dagpeninga fyrir hálfan dag fyrir hvern setinn fund.
Ferðakostnaður greiðist samkvæmt akstursdagbók og kílómetragjaldi.
Dagpeningar og kílómetragjald miðast við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.
Fyrir hvern fund sem stjórnarmaður situr f.h. heilbrigðisnefndar skal hann fá greitt 2% af þingfararkaupi. Um ferðakostnað og dagpeninga gilda sömu ákvæði og um stjórnarfund.
 Laun nefndarmanna skulu reiknuð samkvæmt reglum þessum frá og með síðustu áramótum.”
Samþykkt.
 
Hækkaður kostnaður við endurskoðun reikninga rædd. Jafnframt gerð tillaga til aðalfundar um að KPMG sjái áfram um endurskoðun reikninga.
Samþykkt.
 
2.      Endurskoðun á samstarfssamningi um HeV og erindisbréfi.
Formaður lagði til að samstarfssamning sem gerður var 1999 verði endurskoðaður.
Framkvæmdastjóra og formanni falið að leggja til drög að nýjum samningi og erindsbréfi.
Nefndarmenn ræddu fyrirkomulag hvað varðar aðalfund og starfsemi nefndarinnar.
Bókun. Samþykkt að beina því til stjórnar SSV að Heilbrigðisnefnd fái dagskrárlið á dagskrá á aðalfundi samtakanna.
 
3.      Drög að samningi vegna yfirtöku eftirlits milli HeV og MAST.
Framkvæmdastjóri greindi frá drögum að samningi vegna yfirtöku á eftirliti milli HeV og MAST sem hefur verið í umræðunni síðan í byrjun árs 2010.
Stjórn samþykkir að ítreka fyrra  erindi til MAST vegna yfirtöku á eftirliti.
Jafnframt er því beint til stjórnar SSV að styðja Heilbrigðisnefnd Vesturlands í því ferli að eftirlit með fyrirtækjum á Vesturlandi sé starfrækt  af  heilbrigðiseftirliti í heimabyggð en ekki af ríkisstofnunum.
 
4.      Samantekt frá sóttvarnalækni.
-Hópsýking í skólaferðalagi á Vesturlandi í febrúar s.l.
Framkvæmdastjóri fór yfir skýrslu sóttvarnalæknis frá apríl s.l vegna málsins. Samkvæmt mati sóttvarnarlæknis er ekki unnt að greina uppruna sýkingarinnar.
Lagt fram.
 
5.      Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi:
Hárgreiðslustofan Irma, Brautarholti 26, Ólafsvík- hárgreiðsl.stofa.
Blossi ehf. Grundargötu 61, Grundarfirði. – þvottahús og efnalaug.
Meitill ehf, Katanesvegi 3, Grundartanga. – Viðhaldsverkstæði.
Hansen, veitingaverslun. Borgarbraut 1, Stykkishólmi. – nýtt
Staðfest.
 
6.      Tóbakssöluleyfi.
Laxárbakki (Vöttur  ehf), Hvalfjarðarsveit. Gildir í 4 ár.
Staðfest.
 
7.      Undanþágur vegna aldurs til sölu tóbaks.
Samkaup Hyrnan, Borgarnesi. 6 einstaklingar á 17. og 18. ári.
Samkaup Strax, Bifröst. 1 einstaklingur 16 ára.
Framlagt.
 
8.      Umsagnir til sýslumanns.
Narfeyrarstofa ehf. Aðalgötu 3 í Stykkishólmi. – veitingastofa.
Viator ehf, vegna Kjarvalströð 7 og 13, Hellnum. –  sumarhús.
Verkamenn ehf,  Ferstikluskáli, Hvalfjarðarsveit – veitingastaður
Egils Guesthouse, Egilsgötu 8, Borgarnesi – gististaður
Áning ehf, Lýsudal, Snæfellsbæ. – gisti- og veitingastaður
Framlagt
 
 
9.      Önnur mál.
Stjörnugrís Melum. Athugasemdafrestur vegna auglýsingar starfsleyfis rennur út 2. maí.  Athugasemdir hafa borist frá þremur aðilum. Mögulegt er að einhverjar athugasemdir vegna starfsleyfis séu enn á leiðinni í pósti.
Erindi vegna starfsleyfis frestað.
Hugsanleg metanvinnslustöð að Melum rædd í tengslum við starfsemi svínabúsins.
Framkvæmdastjóra falið að leita eftir því  við forrráðamenn Stjörnugrís hf að nefndin komi í heimsókn mánudaginn 16. maí  til að skoða búið, fá upplýsingar og kynningu á fyrirhugaðri á metanvinnslustöð sem fréttir hafa verið af í fjölmiðlum.  
 
-Stóriðjufyrirtækin á Grundartanga, mengunarmælingar 2010.
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á kynningu og í skýrslu Norðuráls og Elkem Ísland  á Grundartanga á niðurstöðum  umhverfisvöktunar 2010. Kynningin var haldinn á Hótel Glym   þann 7. apríl s.l. 
 
–          Vorfundur  HES.
Framkvæmdastjóri fór yfir dagskrá vorfundar  HES  sem haldin verður á Ísafirði 4. – 5. maí n.k. Þátttakendur í fundinum ásamt HES eru UST, MAST, starfsmenn umhverfisráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.
 
-Fundargerð SHÍ(Samtök heilbrigðiseftirlitsvæða á Íslandi) frá 15. apríl s.l. þar sem fundur var haldinn í Umhverfisráðuneytinu.
Fundargerð framlögð.
 
 
Fundi slitið kl: 13:50