8 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

8 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Innrimel 3, 301 Akranes

kt. 550399-2299

 

 

FUNDARGERÐ

8. AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 2. maí  2011  kl: 14  var aðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn í á Hótel Framnesi í Grundarfirði

Mætt voru:

Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð:

Jón Pálmi Pálsson,  Akranes

Eyþór Garðarsson, Grundarfjörður

Berglind Axelsdóttir, Stykkishólmi

Dagbjartur Arilíusson, Borgarbyggð.

Sigrún  H. Guðmundsdóttir, Snæfellsbæ

 

Stjórnarmenn:

Ragnhildur Sigurðardóttir, fulltrúi náttúruverndarnefnda

Trausti Gylfason, fulltrúi atvinnurekenda.

Rún Halldórsdóttir.

 

Starfsmenn: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir.

 

Jón Pálmi Pálsson formaður Heilbrigðisnefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Tillaga kom fram um að Jón Pálmi yrði fundarstjóri og Ása Hólmarsdóttir ritaði fundargerð.

Samþykkt.

  

Dagskrá:

 

  1. Skýrsla stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2010.

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2010.

Skýrslan framlögð.

 

  1. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári.

Skýrslan framlögð.

 

  1. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

Framkvæmdastjóri fór helstu lykiltölur í ársreikningi 2010.

Nokkrar umræður urðu um ársreikning

Ársreikningur samþykktur.

 

  1. Tillaga  vegna endurskoðenda reikninga.

Tillaga frá stjórn Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 97. fundi sínum að KPMG sjái áfram um endurskoðun á reikningum Heilbrigðiseftirlits.

Samþykkt.

 

  1. Tillaga um nefndarlaun.

Tillaga frá stjórn Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 97. fundi sínum að laun nefndarmanna verði óbreytt frá því sem verður hefur.

Samþykkt.

 

  1. Önnur mál.

Fyrirspurn um ný vatnalög, áhrif þeirra og umsvif. Framkvæmdastjóri HeV fór yfir væntanleg áhrif nýrra lag og fyrri reglugerða á þessu sviði.

 

Fundi slitið kl:  14:55