30 – SSV samgöngunefnd

admin

30 – SSV samgöngunefnd

  

F U N D A R G E R Ð

 

Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV miðvikudaginn 13. apríl 2011 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.  Mætt voru: Davíð Pétursson,  Guðmundur Vésteinsson, Finnbogi Leifsson, Ingveldur Guðmundsdóttir og Berglind  Axelsdóttir.  Kristinn Jónasson boðaði forföll og gat varamaður hans ekki mætt.  Þórður Þórðarson boðaði forföll.

 

Aldursforseti nefndarinnar, Davíð Pétursson, setti fund og bað fundarmenn um að kynna sig sem þeir og gerðu.

 

1.  Kosning formanns og varaformanns.

Stungið var upp á Davíð sem formanni og var það samþykkt og stungið upp á Kristni Jónassyni til varaformanns.  Samþykkt.

 

2.  Staða verkefna.  Magnús Valur segir frá stöðu verkefna Vesturlandi og kannski víðar.

Magnús Valur fór yfir stöðu verkefna á Vesturlandi og nágrenni. 

 

Hann sagði tregðu í því að ganga frá hefðbundinni vegaáætlun sem á að gilda fyrir árin 2011 – 2014.  Það lægi í loftinu að ekki yrði gengið frá henni fyrr en á haustþingi. 

 

Magnús V J. fór yfir verkefni.  Fyrst nefndi hann vegrið á Borgarfjarðarfyllinguna, þar væri um aukið umferðaröryggi að ræða.    Verið er að byggja nýja brú yfir Haffjarðará.  Endanlegur frágangur á Fróðárheiði.  Laxárdalsvegur, frágangsmál, sáning o.fl.  Verkefni þar með upptalin m.v. árið 2011.

 

Reykjadalsá ætti að koma inn í framkvæmdaáætlun á næsta ári og sagðist M.V.J. gera sér vonir um að geta eitthvað byrjað á verkefninu í haust.  2014 yrði farið í Biskupsbeygjuna á Holtavörðuheiði.  Hann sagði það vera kappsmál hjá Vegagerðinni að komast í þann kafla þar sem um talsvert mikið umferðaröryggismál væri að ræða.  Þegar líður á áætlunina koma inn fleiri verkefni eins og að leggja bundið slitlag á tengivegi.  Rætt um aðkomu Sunnlendinga að Uxahryggjaframkvæmdinni sunnan megin frá.  MVJ sagði það vera Vestlendinga að sjá um veginn niður að Þingvöllum þar sem skipting landsvæðisins væri ekki á sýslumörkum.  Á móti er verið að reyna að fá hærra hlutfall fjármagns til tengivega, þá á kostnað sunnlendinga.   Um er að ræða talsverða vegstyttingu fyrir ferðamenn á milli Suðurlands og Vesturlands auk þess sem ferðaþjónustan fær betri tengingu milli landshlutanna.

 

Reykholtsdalsvegur – Hvítársíðuvegur, bútur frá Bjarnastöðum inn fyrir sumarbústaðahverfið.  Svínadalsvegur, frá Tungu ca. að Kambshóli.  Einnig er kafli í Melasveit til skoðunar.  Uxahryggjavegurinn, frá Borgarfjarðarbraut til Grafar, og framhald á þeim vegi. 

 

Rætt um framkvæmdir á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

Guðmundur Vésteinsson ræddi vegabætur sunnan Hvalfjarðarganga.  Magnús sagði framkvæmdir á Kjalarnesi vera komnar framarlega á dagskrá og spáði hann því að fljótlega yrði farið að vinna að útfærslumálum.Voru fundarmenn sammála um að sá vegkafli kalli á úrbætur hið fyrsta.   Í það minnsta aukaakrein, ef ekki akreinar.

 

Finnbogi Leifsson skoraði á Magnús Val að gera úttekt á tengivegum í dreifbýli í Borgarbyggð.  Þeir væru mjög fyrirferðamiklir í sveitarfélaginu þar sem það væri dreifbýlt.  Rætt um tengivegi á Mýrum. 

     

Berglind spurði um vindmæla og hvort til stæði að setja upp mæli við Stórholt í Helgafellssveit.  Magnús sagði vindmæla vera afgreidda eftir ákveðinni röð en þessi mál væru afgreidd í Reykjavík.   Ingveldur spurði Magnús út í einstakar framkvæmdir og viðgerðir í Dalasýslu.  Rætt um væntanlegt útboð vetrarþjónustu.

   

3.  Kynning á Sóknaráætlun 2020 en þar er áhersla lögð á uppbyggingu grunnnets samgangna.  

 

Hrefna B. Jónsdóttir, kynnti hugmyndir að vinnu við sóknaráætlun.  Verið er að vinna að útfærslu verkefnisins.  Að öllum líkindum verður eitt verkefni unnið í samstarfi við samgöngunefnd SSV.  Á þessu stigi málsins er ekki búið að leggja drög að verkefninu fyrir stjórn SSV, en verður gert á næsta stjórnarfundi.

 

4.  Önnur mál.

Rætt um þingmannafund.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.