64 – Sorpurðun Vesturlands

admin

64 – Sorpurðun Vesturlands

 

 

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.,  haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi, 1. apríl 2011 kl. 14.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV föstudaginn 1. apríl kl. 14.  Mætt voru: Bergur Þorgeirsson, Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Sveinn Pálsson, Friðrik Asbelund, Þröstur Ólafsson og Magnús Freyr Ólafsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.        Kosning formanns og varaformanns.

2.        Fundargerðir

3.        Kynning á Sorpurðun Vesturlands hf. og heimsókn til Fíflholta.

4.        Eftirlit UST 12.12.2010.

5.        Fundatímar stjórnar.

6.        Önnur mál.

 

1.      Kosning formanns og varaformanns.

Kristinn Jónasson, sem lengstan starfsaldur hefur í stjórn SV, setti fund og óskaði eftir tilnefningum um formann stjórnar.  Bergur Þorgeirsson stakk upp á Kristni sem formanni og var það samþykkt.  Kristinn þakkaði traustið og óskaði eftir tilnefningum um varaformann.  Tillaga kom um að Bergur Þorgeirsson yrði varaformaður og var það samþykkt.

Formaður bað fulltrúa í stjórn og framkvæmdastjóra um að kynna sig sem var og gert. 

 

2.      Fundargerðir

a.       Stjórn SV.  27.01 og 11.03.2011.

b.       Samráðsnefnd sorpsamlaganna 23.02.11

c.       Hagsmunagæslunefnd sveitarfélaganna í úrgangsmálum. 11.02.11

Lagðar fram.

 

3.      Kynning á Sorpurðun Vesturlands hf. og heimsókn til Fíflholta.

Framkvæmdastjóri kynnti fyrirtækið, starfsemina í Fíflholtum og verkefni sem unnin eru í samstarfi við samráðsnefnd sorpsamlaganna á SV-horninu og starf innan nefndar um hagsmunagæslu í úrgangsmálum innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Formaður á ávallt sæti í fyrrnefndri samráðsnefnd og framkvæmdastjóri áheyrnarfulltrúi.  Framkvæmdastjóri á sæti í nefnd Sambandsins.

Líflegar umræður urðu og fyrirspurnir vöknuðu á meðan á kynningu stóð.   

 

4.      Eftirlit UST 12.12.2010.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reglubundnu eftirliti Umhverfisstofnunar og lagði fram eftirlitsskýrslu frá síðustu heimsókn fulltrúa UST frá 12.12.2010 og er dags. 21.03.2011. 

 

5.      Fundatímar stjórnar.

Rætt um hentuga fundatíma stjórnar. 

 

6.      Önnur mál.

Erindi OR. Lagt fram.

Rætt um auknar kröfur UST vegna urðun asbeströra.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.

 

Að stjórnarfundi loknum var haldið til Fíflholta í skoðunarferð.  Í Fíflholtum tók Ólafur Sigurðsson, starfsmaður urðunarstaðarins, á móti hópnum. Veður var hægstætt og heppnaðist ferðin því vel.

 

Fundaritari: Hrefna B. Jónsdóttir.