96 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

96 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
 

FUNDARGERÐ

96. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Mánudaginn 28. mars  kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar á bæjarskrifstofunni á Akranesi.
 
Mætt voru:
Jón Pálmi Pálsson
Eyþór Garðarsson
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Davíð Pétursson
Trausti Gylfason
 
Jón Rafn Högnason,  fulltrúi atvinnurekanda í nefndinni, boðaði forföll og kom Trausti Gylfason varamaður hans á fundinn. Dagbjartur I. Arilíusson boðaði einnig forföll og mætti Davíð Pétursson í hans stað. Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúruverndanefnda komst ekki á fundinn.  
Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir   ritaði fundargerð. 
 
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá:
1.      Endurskoðaður ársreikningur 2010.
Ársreikningur samþykktur.
Rætt í framhaldi einnig um hæfi stjórnarmanna.
 
2.      Starfsleyfi fyrir Félagsbúið Miðhrauni 2.
Erindi var frestað frá síðasta fundi vegna athugasemda  sem barst frá sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps.
Þar sem athugasemdirnar  eru ekki  við starfsleyfistillöguna sjálfa samþykkir nefndin að gefa út auglýst starfsleyfi.
 
3.      Meint matarsýking  á Vesturlandi.
Framkvæmdastjóri greindi frá  matarsýkingu  sem   kom upp hjá hópi unglinga og kennara á Akranesi  í febrúar eftir ferðlag á Vesturlandi. Orsök sýkingar ekki ljós. Samstarf við sóttvarnalækni Vesturlands, MAST og  Landlæknisembættið.
 
4.      Matvælaiðnaður  og önnur starfsemi á þynningarsvæði.  
Lögð fram erindi sem gengið hafa á milli  MAST, UST og heilbrigðiseftirlits Vesturlands og heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs  um áhættumat vegna matvælafyrirtækja á þynningarsvæði. 
Lagt fram.
 
5.      Stjörnugrís ehf. Hýrumel.
Umsækjandi óskar eftir óbreyttu starfsleyfi.  Stjörnugrís keypti reksturinn af Arionbanka í ágúst s.l.
Samþykkt að  senda fyrirliggjandi starfsleyfistillögu í auglýsingu.
 
6.      Íslensk bláskel í Breiðafirði.
Umsókn um  starfsleyfi vegna nýtingar á  svæðum við Grímsey, Kiðey, Melrakkaey og Hofstaðavog  til kræklingaræktar sbr. hnitasetningar  og afstöðumyndar með umsókn. Umsögn Breiðafjarðarnefndar liggur fyrir vegna starfsleyfisumsóknar og tillögu að starfsleyfi.
Samþykkt
 
7.      Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi.
N1 Hyrnunni Borgarnesi, – endurútg.
N1 sjálfsafgreiðsla  Reykholti,  – endurútg.
N1 sjálfsafgreiðsla Vesturbraut 10 Búðardal, – endurútg.
N1 sjálfsafgreiðsla Vegamótum Eyja – og Miklaholtshreppi – endurútg
N1 sjálfsafgreiðsla Grundargötu 38, Grundarfirði – endurútg
N1 sjálfsafgreiðsla við Útnesveg, Hellissandi – endurútg
N1 verslun Innnesvegi 1,  Akranesi – endurútg
N1 Hjólbarðaþjónustan Dalbraut Akranesi. – endurútg.
 
Rakarastofa Gísla ehf. Stekkjarholti 8-10 Akranesi. – nýtt
FM Iceland ehf.- póstverslun með snyrtivörur. Akranesi.  – nýtt
JG tannlæknastofa, Kirkjubraut 28, Akranesi.- Endurnýjun
Samþykkt.
 
8.      Tóbakssöluleyfi.
Samkaup Strax Búðardal. Endurnýjun, gildir í 4 ár.
Framlagt.
 
9.      Umsagnir til sýslumanns.
S.J.J. Móar Hvalfjarðarsveit. Gististaður.- endurnýjun.
Framlagt.
 
10.  Önnur mál.
·         Birting eftirlitsskýrslna á netinu.
Erindi frá UST  til HES dagsett 1. mars  s.l vegna birtingu eftirlitsskýrslna á netinu.
Framlagt.
·         Bréf til sveitarstjórna á Vesturlandi.
Bréf til sveitarstjórna á Vesturlandi  dagsett 15. mars s.l vegna beingreiðslna  til HeV og helstu atriða í nýrri sundlaugareglugerð.
Lagt fram.
·         Bréf til MAST vegna  heildarrannsóknar á neysluvatni.
Bréf frá HeV til  MAST  frá 20. janúar s.l.
Lagt fram.
 
·         Útleiga á gistiherbergjum.
Greint frá kröfum sem gilda um útleigu gistingar og fyrirtæki í ferðamannaiðnaði sem eru án leyfis.
Heilbrigðisnefndin beinir þeim tilmælum til Umhverfisráðuneytis að móta skýrari reglur vegna skilgreiningar gistirýmis og beinir til þar til bærra yfirvalda að hefja samstarf til að koma í veg fyrir að hafinn sé rekstur útleigu á gistirými án lögbundinna leyfa.
 
·         Leiðbeiningar um mæliaðferðir við hljóðmælingar vegna eftirlits.
Erindi frá UST til HES 14. mars 2011.
Framlagt .
 
·         Kynningarfundur um umhverfismál hjá Norðurál og Elkem 7. apríl n.k
Framlagt.
·         Ákvörðun um aðalfund 2011.
Ákveðið að halda aðalfund 2. maí n.k í Grundarfirði.
 
·         Bókhaldsmál Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu mála.
 
 

Fundi slitið kl:__17:00