80 – SSV stjórn

admin

80 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV þriðjudaginn 15. mars 2011 kl. 11:00 á skrifstofu SSV.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV þriðjudaginn 15. mars 2011 kl. 11 á skrifstofu SSV.  Mætt voru:  Sveinn Kristinsson, formaður, Kristjana Hermannsdóttir varaformaður, Gunnar Sigurðsson, , Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Bjarki Þorsteinsson.  Áheyrnarfulltrúar:  og Halla Steinólfsdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar.  Hallfreður Vilhjálmsson boðaði forföll.

 

Fyrstu liður á dagskrá er setinn með fulltrúum starfshóps um Eflingu sveitarstjórnarstigsins.  Aðrir gestir fundarins eru Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga í fjarfundi. Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri og Stefanía Traustadóttir sérfræðingur frá Innanríkisráðuneyti. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.                   Sóknaráætlun 20/20

2.                   Efling sveitarstjórnarstigsins.

3.                   Ársreikningur 2010

4.                   Málefni fatlaðra.

5.                   Almenningssamgöngur

6.                   Menningarsamningur –

7.                   Málefni atvinnuráðgjafar.

8.                   Fundargerðir.

9.                   Umsagnir þingmála.

10.                Önnur mál.

Formaður SK setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.      Sóknaráætlun 20/20

Sóknaráætlanir landshluta.  Karl Björnsson, fór yfir minnisblað sem hann hefur unnið í tengslum við sóknaráætlun 2020.  Hann fór yfir það hvernig megi standa að gerð sóknaráætlana í landshlutum og brýndi hann menn í að halda frumkvæði vinnunnar í heimabyggð. KB sat í stýrihópi sóknaráætlunarferlisins sem gat af sér stefnumarkandi skjalið  Ísland 2020.  Ríkisstjórnin samþykkti stefnumörkunina Ísland 2020 í lok desember 2010.

Ísland 2020 er stefnumarkandi skjal um öflugra atvinnulíf og samfélag.  Það felur í sér áform um fjárfestingar í mannauði og nauðsynlegum innviðum efnahagslífsins og stefnu um hvernig megi styrkja menntun og menning, nýsköpun og þróun, umhverfi og samfélagslega innviði.  Í stefnmatkandi skjalinu Ísland 2020 er gengið út frá því að sóknaráætlanir verði unnar fyrir hvern landshluta. 

 

   

2.       Efling sveitarstjórnarstigsins.

Nýr vinnuhópur hefur verið skipaður til að starfa að áframhaldandi vinnu við Eflingu sveitarstjórnarstigisns.  Á fundi, sem haldinn var fyrr í dag með hópnum, fór Vífill Karlsson yfir niðurstöður skýrslunnar ,,Vesturland eitt sveitarfélag“  Hann fór einnig yfir hugsanlegt framhald vinnunnar og var það meginþema fundarins að greina framhaldið. 

Formanni, framkvæmdastjóra og forstöðumanni atvinnuráðgjafar falið að skoða næstu skref í vinnu við Sóknarátælun 2020 og Eflingu sveitarstjórnarstigsins.  Skoða verkefnið vel og gera tillögur til stjórnar SSV. Senda tölvupóst á starfshóp um eflingu sveitarstjórnarstigsins um nánari leiðir í framhaldsvinnu við verkefnið. 

 

3.       Ársreikningur 2010

Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga félagsins.  Heildartekjur voru 71,8 millj. kr. Rekstrargjöld 76,7 millj. kr. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði kr. 4.710.083.  Fjármunatekjur voru 1.390.180 kr. Tap ársins kr. 3.319.903 kr. sem er tæpum 400 þús. kr. hærra en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.  Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

4.      Málefni fatlaðra.

Lagðar fram 4. 5. og 6. fundargerð þjónusturáðs og tillaga að skiptingu greiðslna frá ríkinu.  Heildarframlög ríkisins eru 331millj. kr.  Gert er ráð fyrir endurskoðun áætlunarinnar þegar líða tekur á árið.  Fyrirliggjandi skipting byggir á fjárhagsáætlun Svæðisskrifstofu Vesturlands en samkvæmt beiðni ráðuneytis félagsmála unnu þeir áætlunina upp úr rauntölum ársins 2010.  Stjórn SSV samþykkir fundargerðir þjónusturáðs og fjárhagsáætlun.

Rætt um ábyrgð sveitarstjórnarmanna í stefnumótun málaflokksins.

 

5.      Almenningssamgöngur

Ólafur og Hrefna kynntu verkefni um almenningssamgöngur en hugmyndir er uppi um að samræma, eins og hægt er, samgöngur um landshlutann og skoða með betri nýtingu fjármagns.  Er þá verið að ræða um allan akstur sem að ríkið og sveitarfélög koma að, skólaakstur,almenningssamgöngur o.fl. .  Hugmyndin er að byggja upp heildstætt kerfi með þjónustuborði sem staðsett yrði í landshlutanum, sennilega í Borgarnesi.  Fulltrúar ráðuneytis og Vegagerðar hafa fundar með fulltrúum SSV og rætt þessi mál.  Vegagerðin hefur nú óskað eftir því að fá fulltrúa SSV til fundar fljótlega og ræða þessi mál frekar.  Því hefur verið komið skýrt á framfæri við ríkið að það þurfi fjármagn til að vinna að stefnumótun í málaflokknum.

Rætt um almenningssamgöngur og háan kostnað fyrirtækja, t.d. stóriðjuvera á Grundartangasvæðinu við að koma starfsmönnum til og frá vinnu.  Starfsmönnum falið að halda áfram að vinna að verkefninu.

 

6.      Menningarsamningur –

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu menningarsamnings.  Undirritun hefur ekki farið fram en Menningarráð hefur ákveðið að úthlutun fari fram föstudaginn 18. mars 2011, að þessu sinni í húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar.  Framkvæmdastjóri hefur verið í sambandi við menningarráðuneytið um að koma á undirritun á sama tíma en ljóst er að það gengur ekki.  Ekki enn komin dagsetning á undirritun samningsins.  Formanni falið að undirrita samning.  Framkvæmdastjóri til vara.

 

 

 

7.      Málefni atvinnuráðgjafar.

Starfsmannamál

Ólafur Sveinsson fór yfir stöðu starfsmannamála hjá AT. Elías Á Jónsson hefur sagt upp störfum og flyst til Vestmannaeyja.  Ólafur lýsti hugsanlegri úrvinnslu starfsmannamála og óskaði eftir skoðun fundarmanna.  Ólafi falið að vinna úr málinu.

 

 

Frumkvöðladagur

Ólafur S. kynnti fyrir stjórn árlegan frumkvöðladag.  Stjórn samþykkti að halda því áfram að halda frumkvöðladag.  Tillaga að starfshópi:  Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir.

 

Markaðsstofan.

ÓS sagði frá flutningi Markaðsstofunnar niður í Hyrnutorg.  Rósa Björk Halldórsdóttir er nýráðin framkvæmdastjóri.  Fráfarandi framkvæmdastjóri hefur lagt drög að ársreikning fyrir stjórn og er rekstrarafkoma fyrirtækisins 3 milljónir í hagnað sem er verulegur viðsnúningur.  ÓS þakkaði það aðhaldssemi og góða stjórnun fráfarandi framkvæmdastjóra.

 

8.      Fundargerðir.

a.    Stjórnarfundur SSV .

b.    Þjónusturáð, 10. janúar 2011

c.    Sorpurðun Vesturlands hf. 27.01.2011.

d.    verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála ?

e.       samráðsnefnd sorpsamlaganna á SV – horninu 11.01.2011 og 23.02.2011.

Lagðar fram.

Umræður urðu um starfsemi Sorpurðunar Vesturlands hf. og samþykkt stjórnar félagsins um að taka á móti sorpi frá Vestfjörðum.

 

9.      Umsagnir þingmála.

a.       Umsögn um frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

b.      Tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu, 251. mál.

c.       Umsögn um frumvarp til laga um farþegagjald og gistináttagjald, 359. mál.

d.      Frumvarp til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.), 377. mál.

e.       Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli), 214. mál.

f.       Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál.

g.      Frumvarp til laga um félagsleg aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál.

h.      Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts af refa- og minkaveiðum), 164. mál.

i.        Tillaga til þingsályktunar um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar, 98. mál.

j.        Tillaga til þingsályktunar um staðbundna fjölmiðla, 107. mál.

k.      Tillaga til þingsályktunar um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf, 273. mál.

l.        Frumvarp til laga um Fjarsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála (heildarlög), 385. mál.

m.    Frumvarp til laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (heildarlög) 386. mál.

n.      Frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, 533. mál.

o.      Þingsályktun um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi, 283. mál.

p.      Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (Endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 393 mál.

q.      Tillaga til þingsályktunar um ljóðakennslu og skólasöng, 284. mál.

Fundarmenn taka undir umsögn Sambandsins a. lið.

Liður j. Taka undir mikilvægi svæðisbundinna fjölmiðla.

 

 

10      Önnur mál.

Námskeið haldin á Vesturlandi.

Skipulagsstofnun, Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hélt kynningarfund um ný skipulagslög, ný mannvirkjalög og drög að nýjum reglugerðum þann 25. febrúar sl. 

Þann 12. mars sl. var námskeiðið ,,að vera í sveitarstjórn“ haldið í MB.  18. mars verður haldið námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsmenn félagsþjónustu og 8.apríl verður haldið námskeið fyrir skólanefndir þann.  SSV aðstoðar við skipulag og boðun allra fundanna.

 

Sigurborg Kr spurðist fyrir um fund sem rætt var um á síðasta aðalfundi SSV. ÓS sagði frá því að verið væri að skoða með fund á svæðinu.  Fulltrúar Markaðsstofu Vesturlands komu á stjórnarfund SSV og telst því sá fundur haldinn sem ræddur var á aðalfundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir