62 – Sorpurðun Vesturlands

admin

62 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands,  haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi, fimmtudaginn 27. janúar  2011 kl. 15.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf., haldinn  á skrifstofu SSV,

27. janúar kl. 15.

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Kristinn Jónasson, varaformaður, Sigríður Kristjánsdóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bergur Þorgeirsson og Sigríður Finsen.  Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

1.       Ársreikningur ársins 2010

2.       Grænt bókhald ársins 2010

3.       Stefnumótun SV.

4.       Erindi Vesturbyggðar

5.       Erindi Rögnvaldar Þorkelssonar.

6.       Aðalfundardagur

7.       Umsögn um lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003

8.       Fundargerðir.

9.       Önnur mál.

 

1    Ársreikningur ársins 2010

Framkvæmdastjóri fór yfir drög að ársreikningi 2010.  Rekstrartekjur voru 48.854.232 kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði voru 38.515.260 kr.  Fjármagnsgjöld voru 402.398 kr. og rekstrarafgangur ársins 7.809.342 kr.  Kostnaður vegna urðunarreinar nr. 4 er eignfærður og kemur ekki til afskrifta fyrr en á næsta ári.  Stjórn samþykktir að leggja til að greiddur verði út 10% arður af nafnvirði hlutafjár.

 

Rætt um hvort eðlilegt sé að telja þá fjármuni sem merktir eru 30 ára vöktun urðunarstaðarins sem handbært fé.  Stjórn lítur svo á að eðlilegt sé að tilgreina þá upphæð sérstaklega í efnahagsreikningnum.

Stjórn óskar eftir að í skýringum komi yfirlit yfir handbært fé.

Afgreiðslu frestað þar til reikningurinn telst fullfrágenginn af hendi löggilts endurskoðanda félagsins.

 

2    Grænt bókhald ársins 2010

Framkvæmdastjóri fór yfir grænt bókhald Sorpurðunar fyrir árið 2010 en það liggur fyrir endurskoðað af KPMG.   Alls voru urðuð 8,369 tonn á árinu 2010.  Fjárhagslegar tryggingar, vegna reksturs urðunarstaðarins í 30 ár eftir lokun, voru gerðar upp í árslok inn á sérstakan bundinn reikning en um er að ræða 0,30 kr. pr. kg. sem fer til urðunar

Grænt bókhald ársins 2010 samþykkt.

 

 

3    Stefnumótun SV.

Formaður og framkvæmdastjóri hafa unnið stutt stöðumat um starfsemina í Fíflholtum í þeim tilgangi að marka fyrirtækinu stefnu til næstu ára, sbr. Samþykkt seinasta stjórnarfundar.  Framkvæmdastjóri fór yfir drög að stöðumati og stefnumótun fyrir urðunarstaðinn.  Lagt fram og óskað eftir athugasemdum frá stjórnarmönnum.

 

4    Erindi Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar.

Vesturbyggð og Ísafjarðarbær hafa sent erindi til SV og óskað eftir því að fá að koma með sorp til urðunar til Fíflholta.  Framkvæmdastjóri hefur skoðað aðstæður á Vestfjörðum og unnið upplýsingar til stjórnar.  Rætt um tillögu, sem unnin hefur verið af formanni og framkvæmdastjóra, að gerður verði tveggja ára samningur við sveitarfélög á Vestfjörðum um móttöku sorps til urðunar í Fíflholtum.  Samþykkt af öllum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra falið að hefja viðræður við fulltrúa Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar á þessum nótum.

 

5   Erindi Rögnvaldar Þorkelssonar.

Rögnvaldur Þorkelsson, frá Mel, hefur óskað eftir viðræðum við forsvarsaðila SV um að fá landið sem liggur fyrir ofan Snæfellsnesveg keypt.  Um er að ræða 381 ha sem liggja ofan þjóðvegarins en jörðin er í heildina 1571 ha.   Stjórn er ekki tilbúin að selja landið.

 

6    Aðalfundardagur

Samþykkt að halda aðalfund Sorpurðunar Vesturlands hf. föstudaginn 11. mars n.k.

 

7    Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mjög góða umsögn um frumvarpið.    Verkefnisstjórn sem gætir hagsmuna sveitarfélaganna hefur komið að umsögninni ásamt lögfræðingi Sambandsins, Guðjóni Bragasyni og verkefnisstjóra, Lúðvík Gústavssyni.  Stjórn Sorpurðunar tekur undir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga.

 

8    Fundargerðir.

a.       Samráðsnefnd sorpsamlaganna 07.12.2010.

b.      Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu  á sviði úrgangsmála 3.12.2010.

 

9   Önnur mál.

Advocating for a better policy of waste management 1. – 4 feb 2011.

Evrópusambandið hefur boðið fulltrúa frá Íslandi að sitja ráðstefnu og kynningu á úrgangsmálum, regluverki því tengdu o.fl.  Framkvæmdastjóra SV hefur verið boðið sætið.   Stærstur hluti kostnaðar er greiddur af ESB.  Samþykkt að framkvæmdastjóri fari.

 

Hnitsetningaverkefni Fíflholta

Pappírum hefur verið þinglýst og verkefninu lokið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17:20.

Fundarritari.  Hrefna B. Jónsdóttir.