95 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

95 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
 

 FUNDARGERÐ

95. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 21. febrúar 2011  kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Mætt voru:
Jón Pálmi Pálsson
Rún Halldórsdóttir
Eyþór Garðarsson
Dagbjartur I. Arilíusson
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Trausti Gylfason
 
Jón Rafn Högnason,  fulltrúi atvinnurekanda í nefndinni, boðaði forföll og kom Trausti Gylfason varamaður hans á fundinn. Helgi Helgason framkvæmdastjóri ritaði fundargerð. 
 
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá:
 

  1. Félagsfundur SHÍ og fundur með framkvæmdastjóra HES á Akureyri, þann 9. febrúar s.l

Greint frá efni fundanna og lögð fram fundargerð beggja fundanna.
 

  1. Tillaga að vöktunaráætlun stóriðjuveranna á Grundartanga.

Lögð fram gögn rekstaraðila, vöktunaráætlun og eldri mælingar. Jafnframt lagt fram bréf Umhverfisvaktarinnar í Hvalfirði frá 12. janúar 2011 og bréf bæjarráðs Akraneskaupstaðar þar sem óskað er umsagnar vegna erindis Umhverfisvaktarinnar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða vöktunaráætlun, en bendir á að ekki hafi verið  getið um hæstu mæligildi og tíðni þeirra,  þegar lagðar hafa verið fram  samantektir vöktunarmælinga í ársskýrslu síðustu ára, þ.e stuðst hefur verið við  meðaltalsútreikning.  Samantekt á hæstu mæligildum og tíðni þeirra þarf einnig að vera ljós og hvaða áhrif þau gætu haft. Framkvæmdastjóra falið að svara erindi bæjarráðs Akraness.
 

  1. Díoxínmengun á Íslandi.

Lögð fram gögn vegna rannsókna á díoxínmengun, m.a í Skutulsfirði, og greint frá urðun mjólkurvara þar sem 5 ½ tonn af ostum hefur verið urðað í Fíflholtum vegna málsins.
 

  1. Tölvubréfasamskipti vegna starfsemi Félagsbúsins Miðhrauni 2.

Greint frá tölvusamskiptum við landeigendur í nágrenni  við Miðhraun 2 sem gera athugasemdir við meðferð slógs á jörðinni.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands  bendir á að slóg er ekki hefðbundinn úrgangur og ber því að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar  vegna meðhöndlunar og dreifingu á slógi.
 
 

  1. Starfsleyfi fyrir Félagsbúið Miðhrauni 2.

Starfleyfið var auglýst í Skessuhorni  12.janúar 2011 og athugsemdafrestur rann út 18. febrúar  s.l.
Ein formleg athugasemd barst við auglýstri tillögu að starfsleyfi. Athugasemd Eyja- og Miklaholtshrepps barst fyrr í dag og höfðu stjórnarmenn því ekki tök á að kynna sér efni hennar.
Málinu frestað.
 

  1. Starfsleyfi fyrir starfssemi  Frostfisks  ehf (Klumbu) Ólafsbraut 80 í Ólafsvík.

Starfleyfið var auglýst í Skessuhorni  12.janúar 2011 og athugsemdafrestur rann út 18. febrúar  s.l.
Engar athugasemdir hafa borist. Nefndin samþykkir starfsleyfið .
 

  1. Starfsleyfi fyrir Stjörnugrís hf. að Melum.

Lögð fram tillaga að endurnýjun fyrir Stjörnugrís hf. að Melum Hvalfjarðarsveit og  ennfremur lögð fram greinargerð Umhverfisstofnunar vegna breytinga á reglugerð nr. 804/1999.
Samþykkt að auglýsa meðfylgjandi starfsleyfistillögu.
 

  1. Starfsleyfi.

Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi:
–          Ísfugl ehf, kjúklingabú, Fögrubrekku endurnýjun. (samþykkt  á sveitarsjt.fundi  Hvalfjarðarsveitar 11.jan. s.l). Starfsleyfi gefið út til 1. júlí 2011.
–          Valafell ehf, Ólafsvík. Fiskvinnsla. – endurnýjun
–          Mini Me, hárgreiðslustofa,  Esjuvöllum 6, Akranes. -nýtt
–          Dagvistun 6-10 barna, Reynigrund 41. Akranes. -nýtt
–          Dagvistun 6-10 barna, Brekkubraut 22, Akranes. – nýtt
–          Laxeyri ehf. –  Laxeyri og Húsafelli, Borgarbyggð, – seiðaeldisstöð. – endurnýjun
–          Olíuverslun Íslands, Baulan Borgarfirði, – bensínafgreiðslustöð – endurnýjun
–          Límtré Vírnet ehf. – Borgarbraut 74, Borgarnes -, málmvinnslu-verksmiðja. – eigendaskipti
–          Hvalfjörður hf, Hótel Glymur,  Hvalfjarðarströnd,  hótel og 6 gistiskálar. – nýtt.
 
Framlagt og samþykkt.
 

  1. Umsagnir til sýslumanns.

– I.H,  Skúlagata 21, Borgarnes. -heimagisting
– Egils Guesthouse, Egilsgata 8, Borgarnes- gisting.
– T.E, Lækjarkot , 4 smáhýsi, Borgarbyggð, – gisting.
– H.H.H, Bjargi, Borgarnesi, – gisting.
 
Framlagt.
 

  1. Tóbakssöluleyfi

Olíuverslun Íslands, Brúartorgi 8, Borgarnesi- endurnýjun
Samþykkt til 4 ára frá útgáfudegi.
 

  1.  Undanþágur  vegna aldurs  (16- 18 ára) á sölu tóbaks.

–          Skeljungur Akranesi – 1 undanþága til 10. júli 2011
–          Samkaup Hyrnan- 5 undanþágur til 15. júní 2011
Framlagt.
 
Önnur mál.
 
–          Ársreikningur 2010.
Lögð fram drög að ársreikningi 2010, endurskoðun ekki lokið.
Lagt fram.
 
–          Búseta  á  þynningarsvæði, Aðalvík Hvalfjarðarsveit.
Eigandi sumarhúss vill fá  það skráð sem íbúðarhús. Húsið er staðsett innan þynningarsvæðis stóriðju á Grundartanga.  Eigandi hefur ritað umhverfisráðherra, sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi vegna þessa.   
Framkvæmdastjóri greindi frá umsögnum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem sendar hafa verið Hvalfjarðarsveit og Umhverfisráðuneyti vegna málsins.
 
–          Erindi Herdísar Hólm, dags. 18.02.2011, vegna brennslu sumarhúss í landi Stóru Skóga.
Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að brenna húsið mars n.k. Skv. efni bréfsins mun Slökkviliðið aðstoða og hafa eftirlit með aðgerðum.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti erindið enda verði slökkvilið Borgarbyggðar haft með í ráðum og viðstatt á þeim tíma sem brennsla hússins fer fram í mars. Óheimilt er að brenna annað en ómeðhöndlað timbur og svæðið verði hreinsað upp strax og mögulegt er eftir brennsluna og úrgangi komið á viðurkenndan móttökustað.
 
 
Fleira ekki gert
 
Fundi slitið kl:  17.35