79 – SSV stjórn

admin

79 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 10. janúar 2011 kl. 15:00.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV, á Hótel Hamri, mánudaginn 10. janúar 2011 og hófst fundurinn kl. 15. 

Mætt voru:  Sveinn Kristinsson, Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Kristjana Hermannsdóttir. Ragnar Frank sat fundinn sem varamaður Björns Bjarka Þorsteinssonar.  Áheyrnarfulltrúar:  Halla Steinólfsdóttir og Lárus Á. Hannesson.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og gekk til dagskrár.

 

1.      Fjárhagsstaða og yfirlit ársins 2010.

Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsstöðu SSV m.v. ófullgerðan ársreikning Samtakanna.  Rekstrarhalli er af rekstrinum í samræmi við áætlanir.  Rætt um að fá milliuppgjör eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2011.

 

2.      Málefni fatlaðra.

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir vinnu varðandi undirbúning að yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.  Ekki annað að sjá en verkefnið fari vel af stað í höndum sveitarfélaganna.  Fjórar fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar hjá stjórn SSV.  Hrefnu B. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, falið að stofna reikninga og hafa prókúru og umsjón með fjárreiðum hins nýja byggðasamlags. 

Stjórn SSV staðfestir fundargerðir þjónusturáðs.  Rætt um fjárhagslega ábyrgð SSV á samningnum og nauðsyn góðs eftirlit.

 

3.     Sveitarstjórnarvettvangur EFTA og ESB

Formaður gerði grein fyrir fundi hans og framkvæmdastjóra, ásamt fleiri fulltrúum íslenskra sveitarfélaga, í Brussel í lok nóv.  Sveitarstjórnarstigið hefur mikilla hagsmuna að gæta í EES-samstarfinu en við gerð EES-samningsins var ekki ljóst hversu mikil áhrif hann hefði ásveitarfélög í EES-EFTA löndunum.  Í ljós hefur komið að evrópsk löggjöf, sem innleidd er í gegnum EES-samninginn hefur áhrif á sveitarfélög, allt að 70%.  Í nokkur ár hafa íslenska og norska sveitarfélagasambandið beitt sér fyrir því að geta tengst sveitarfélagavettvangi Evrópusambandsins og er nú kominn formlegur vettvangur þar sem fulltrúar landshlutasamtaka eiga fulltrúa.  Fyrir hópnum fer formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og er formaður SSV einn fulltrúi í hópnum.  Hópurinn fundaði með aðstoðarframkvæmdastjóra Héraðsnefndarinnar, Gerhard Stahl.  Hugmyndir um samstarf verða útfærðar nánar.

Rætt um umhverfismál og reglugerð um vinnubrögð við meðhöndlun moltu.

  

4.      Erindi Markaðsstofu Vesturlands

Tekið fyrir erindi Markaðsstofu Vesturlands.  Sótt um 2,4 millj. kr. fjárframlag vegna rekstrarársins 2011.  Samþykkt.

Sigurborg nefndi stöðu Markaðsstofunnar og erindi sem liggur fyrir hjá sveitarfélögunum um aukaframlag til að rétta af halla fyrirtækisins.  Ólafur Sveinsson fór yfir stöðu Markaðsstofunnar. Í framhaldinu rætt um rekstur upplýsingastöðva og möguleika þeirra til eflingar, hvernig fjármuni megi nýtast sem best, samstarf sveitarfélaganna á þessum vettvangi og aðkomu ferðaþjónustufyrirtækjanna að rekstrinum.  Gunnar Sig. velti því upp hvort Vesturland ætti að sameinast um einn ferðamálafulltrúa.

Sigurborg minnti á  tillögu frá síðasta aðalfundi um sameiginlegan fund með fulltrúum sveitarfélaga, ferðaþjónustuaðila og markaðsaðila.  Fá jafnvel fulltrúa frá vel heppnuðu verkefni til að koma og segja reynslusögu. 

 

5.      Almenningssamgöngur

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi um almenningssamgöngur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þann 3. desember sl.  Kynnt voru markmið ráðuneytisins í almenningssamgöngumálum og skýrð tengsl þeirra við langtímaáætlun í samgöngumálum.  Um er að ræða þróun nýs kerfis í samgöngumálum sem leitað er eftir samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga með.  Tekið hefur verið vel í verkefnið, þ.e. vinna að undirbúningi að breytingum sem til umræðu voru en ráðuneytisfólki gerð skýr grein fyrir því að fjármunir þurfa að fylgja þeim verkefnum.

 

Lagður fram kostnaður sveitarfélaga á Vesturlandi við almenningssamgöngur á árinu 2009, en þar undir fellur akstur vegna grunn- og framhaldsskóla og akstur vegna þjónustu við fatlaða.

 

6.      Tilnefning í Vinnumarkaðsráð Vesturlands.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur óskað eftir tilnefningu eins fulltrúa samtakanna í Vinnumarkaðsráð Vesturlands.  Tilnefnd eru Sveinn Kristinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

7.      Menningarsamningar.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu menningarsamninga.  Enn liggja ekki fyrir þeir samningar sem eiga að liggja til grundvallar á yfirstandandi ári.

 

8.      Málefni atvinnuráðgjafar.

Ólafur S. gerði grein fyrir verkefnum atvinnuráðgjafar

 

A     Búsetukönnun

Unnið hefur verið að búsetukönnun.  Um er að ræða þriðju búsetukönnunina sem SSV stendur fyrir, á þriggja ára fresti. Vífill Karlsson kynnti vinnu sem hefur átt sér stað og helstu niðurstöður könnunarinnar.  Fundarmenn þökkuðu Vífli fyrir kynninguna og sögðu það ánægjulegt að sjá þróunina.

 

B   Samningar við Byggðastofnun

Lagðar fram samþykktar tillögur frá stjórn Byggðastofnunar er varða fjárframlög til atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni.  Almennt er um 7,25% niðurskurð að ræða sé miðað við árið 2010.

 

C   Endurskoðun stoðkerfis atvinnulífsins

ÓS gerði grein fyrir vinnu starfshóps sem varðar endurskoðun stoðkerfis atvinnulífsins en hann var annar tveggja fulltrúa atvinnuþróunarfélaganna í þeirri vinnu.

 

D    Vaxtarsamningur

ÓS gerði grein fyrir starfsemi vaxtarsamnings. Hann sagðist sakna umsókna frá fyrirtækjum til vaxtarsamnings. 

 

9.       Fundargerðir.

a.       Stjórnarfundur SSV 25. október 2010.

b.       Þjónusturáð 19.1120.12

c.       Sorpurðun Vesturlands hf. 3.11.2010.

d.      verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála

e.       Samráðsnefnd sorpsamlaganna á SV – horninu 12.11 og 7.12.2010.

f.       Menningarráð 5.01.2011.

 

Lagðar fram.

 

10.  Umsagnir þingmála.

a.       Frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga, 121. mál.

b.      Tillaga til þingsályktunar um formlega innleiðingu fjármálareglu, 59. mál.

c.       Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 41. mál.

d.      Frumvarp til laga um raforkulög, 204 mál.

e.       Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 286 mál.

f.       Frumvarp til laga um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, 238. mál.

g.      Frumvarp til laga um málefni fatlaðra. 256 mál.

h.      Frumvarp til laga um OR. 205. mál

i.        Frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.

j.        Frumvarp til laga um stjórn vatnamála, 298 mál.

k.      Frumvarp til laga um virðisaukaskatt, 208 mál.

l.        Tillaga til þingsályktunar um heimspeki sem er skyldufag í grunn- og framhaldsskóla, 86. mál.

Lagðar fram. 

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir vinnu Sambands ísl. sveitarfélaga við umsögn frumvarps til laga um meðhöndlun úrgangs.  Sambandið lagði mikla vinnu til frumvarps til laga um málefni fatlaðra sem eru nú orðin að lögum.

 

11.  Önnur mál.

Námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk 13. nóvember 2010.

Rætt um námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk sem haldið var í Borgarnesi 13. nóv. sl.   Þátttaka var góð og almenn ánægja með námskeiðin.

Rætt um gagnsemi námskeiðanna og hve sveitarstjórnarmenn læra hver af öðrum á degi sem þessum.

Rætt um að SSV skipuleggi kynningu á helstu stofnunum sem reknar eru á Vesturlandsvísu.

 

Aðalfundur Spalar

Skýrsla stjórnar Spalar lögð fram en framkvæmdastjóri sótti aðalfund félagsins 9. des. sl.

 

Efling sveitarstjórnarstigsins

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins en Jöfnunarsjóður hefur samþykkt frekara framlag til verkefnisins, 5.386.000 kr.  Í framhaldi þessarar niðurstöðu mun starfshópur verða kallaður saman.

 

Umsjón með rekstri á náttúruverndarsvæðum og þjóðskógum á Vesturlandi.

Ragnar Frank fylgdi eftir hugmyndum um að SSV taki að sér verkefni Umhverfisstofnunar á sviði útivistar og náttúruverndar á Vesturlandi.

Ragnari falið að vinna stutt stöðumat og frekari útfærslu á verkefninu fyrir stjórn SSV.

 

Háskólinn á Bifröst

Sigríður Bjarnadóttir ræddi erfiða stöðu Háskólans á Bifröst.  Hún sagði unnið að styrkingu á  rekstrargrundvelli skólans.  Borgarbyggð, Hollvinasamtök Bifrastar og fyrirtæki munu koma að skólanum með fjármagn.  Einnig eru hugmyndir uppi um þjónustukaup og var kynnt hugmynd þar um.  Um er að ræða stjórnendanám fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Lögð fram kennslulýsing.   Skrifstofu SSV falið að koma hugmyndinni á framfæri og senda til sveitarfélaga á Vesturlandi.

 

Sóknaráætlun 20/20

Ísland 2020 –Framtíðarsýn og tillögur um fyrstu aðgerðir samþykkt í ríkisstjórn.  Lagt fram.  Framkvæmdastjóri vakti athygli á sóknaráætlanir landshluta sem lítur út fyrir að vera mikið verkefni.

 

Löggæslumál í Dalasýslu.

Gunnar Sigurðsson tók upp umræðu um stöðu löggæslumála í  Dalabyggð.  Rætt um bókun Dalabyggðar. Stjórn SSV tekur undir áhyggjur Dalamanna varðandi stöðu lögreglumála í Dalabyggð og tekur undir bókun sveitarstjórnar frá 16.12.2010 sem er eftirfarandi:

Sveitarstjórn mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum og krefst þess að staða lögregluþjóns í Dalabyggð verði tryggð ásamt lögreglustöð og lögreglubifreið.
Lögregluumdæmi Borgarfjarðar og Dala er gríðarlega víðfeðmt, og sveitastjórn vill benda á að umferð um Dalabyggð hefur stóraukist með tilkomu vegar um Arnkötludal. Sveitarstjórn telur því að frekar ætti að auka löggæslu til að tryggja öryggi vegfarenda.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Dómsmála- og mannréttindaráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að boðaður niðurskurður í löggæslumálum héraðsins komi ekki til framkvæmda. 

Vegtollar

Gunnar Sig ræddi vegtolla þá umræðu sem hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum.  Stjórn SSV leggur fram eftirfarandi ályktun:

Stjórn SSV minnir á að Vestlendingar, og fleiri, hafa greitt fyrir afnot af Hvalfjarðargöngum frá því umferð var hleypt á göngin árið 1998.  Stjórn SSV lýsir yfir áhyggjum sínum vegna umræðu um vegtolla og minnir á að viðbótar vegtollar munu draga úr umferð til Vesturlands.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.