90 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

90 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299

FUNDARGERÐ

90. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 2. júní 2010 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman á Hvanneyri kl: 15:00.
Fundur síðan haldinn í Brúðuheimum í Borgarnesi kl: 17:00

Mætt voru:

Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Gísli S. Einarsson.

Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1. Heimsókn í leikskólann Andabæ á Hvanneyri .

Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri tók á móti nefndarmönnum og fylgdi þeim um ný húsakynni leikskólans og leiksvæði þar í kring. Leikskólinn tók til starfa í febrúar 2009 og er gerður fyrir 65 börn. Afar vel þykir hafa tekist til við hönnun leiksvæðis og húsnæðis. Leikskólastjóra og starfsmönnum Andabæjar eru færðar bestu þakkir fyrir móttökurnar.

2. Heimsókn í hreinsistöð OR á Hvanneyri.

Framkvæmdir við byggingu hreinsistöðvar OR sem nú er í byggingu voru skoðaðar. Hreinsistöðin verður tekin í notkun í næsta mánuði og mun þjóna Hvanneyri.

3. Heimsókn í Brúðuheima í Borgarnesi.

Nýuppgerð og glæsileg húsakynni Brúðheima, safn og kaffihús, í Englendingavík voru skoðuð.

4. Fundardagskrá í Brúðheimum:

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til dagskrár.

1. Ársreikningur 2009.

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning 2009 og athugasemdir sem bárust á síðasta fundi.
Ársreikningur samþykktur.

2. Afgreiðsla starfsleyfa og umsagna.

Framkvæmdastjóri fór yfir starfsleyfi og umsagnir sem útgefin hafa verið frá síðasta fundi.

Starfsleyfi:

Vignir G. Jónsson hf. hrognavinnsla, Smiðjuvöllum Akranesi – endurnýjun
Hönnubúð Reykholti. – matvöruverslun – nýr rekstaraðili
Hönnubúð Reykholti- bensínafgreiðsla – nýr rekstaraðili
Flóki hársnyrtistofa Kirkjubraut 54, Akranesi. – nýtt
Blettur ehf Mosfellsbæ. – Dreifing á olíumöl fyrir Vegagerð á Vesturlandi. – nýtt
Mömmur.is – vefverslun með innpk. matvæli og vörulager Hagaflöt 1, Akranesi.- nýtt
Verslunin Einar Ólafsson, Skagabraut 9-11, Akranesi – endurnýjun
CISV- sumarbúðir í grunnskólanum í Borgarnesi.
Dekur Snyrtistofa- Skólabraut 30, Akranesi
Kolbrá veitingavagn, Hellissandi

Samþykkt

Umsagnir til sýslumannsembætta:
Labradorit- Kaffi Sif, Klettsbúð 3, Hellissandi.
Þórisstaðir Svínadal – heimagisting og veitingar í golfskála.- nýtt.
Mínsýn ehf – gististaður Keflavíkurgötu 1, Hellissandi. nýtt
Fígúra ehf. – kaffihús- Brúðuheimar – Skúlagötu 17, Borgarnesi nýtt
Munaðarnes ehf. – veitingastaður í Munaðarnesi Borgarbyggð.- nýr rekstaraðili
Olíuverslun Íslands – veitingastaður Brúartorgi 8, Borgarnesi
Bassi ferðaþjónusta – gististaður Skildi, Helgafellssveit.
Níels S. Olgeirsson – gisti-og veitingast. að Seljalandi Hörðudal, Dalabyggð.- teikningar samþykktar.
Gistiheimilið Virkið ehf, – gististaður Hafnargötu 11, Rifi.
Steindórsstaðir í Reykholtsdal – gististaður
Signýjastaðir Hálsasveit, gististaður – endurnýjun
Kaffi Emil, kaffihús í Uppl.mistöð Grundargata 35, Grundarfirði.
Golfsskálinn Görðum, Akranesi – veitingar.

Framlögð erindi

Tóbakssöluleyfi:

Hönnubúð í Reykholti
Verslunin Skriðulandi, Dalabyggð.

Samþykkt

Aðrar umsagnir, framlagðar:

Til Skipulagsstofnunar vegna líparítvinnslu í námu 3 í landi Litla-Sands, Hvalfjarðarsveit.
Til Skipulagsstofnunar vegna framlagðrar tilkynningu Eflu Verkfræðistofu (f.h vegagerðarinnar) til ákvörðunar um matskyldu vegna uppbyggingar á Snæfellsnesvegi (nr. 54) frá Valavatni að Útnesvegi (nr. 574).
Til Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar VSÓ Ráðgjafar um hvort fyrirhuguð endurvinnsla á álgjalli á Grundartanga skuli sæta mati á umhverfisáhrifum .
Til Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar VSÓ ráðgjafar vegna fyrirhugaðar stálbræðslu á Grundartanga.

3. Önnur mál.

-Minnisblað vegna lyktarmengunar frá fyrirtækjum.
Formaður lagði fram minnisblað dagsett 31. maí 2010 og varðar eftirlit með lyktarmengun. Formaður fylgdi minnisblaði úr hlaði.
Framlagt.
– Ákvörðun um aðalfund.
Framkvæmdastjóri stakk upp á aðalfundur heilbrigðisnefndar yrði haldinn í Dalabyggð að þessu sinni. Ræddar voru hugmyndir um heimsóknir í fyrirtæki í Dalabyggð samhliða aðalfundi. Fundardagur ákveðinn miðvikudaginn 23. júní 2010.
Samþykkt.
Fundi slitið kl: 17:25