89 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

89 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299

FUNDARGERÐ 89. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 28. 04 2010 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Fundur hófst kl. 16.00.


Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Gísli S. Einarsson.


Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV
Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð
Dagskrá:
 
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til dagskrár.
 
1. Ársreikningur 2009.
 
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning 2009.
Samþykkt að óska eftir frekari skýringum endurskoðanda KPMG hf. við efnahagsreikning vegna skuldar við lánastofnanir og vegna ógreidds kostnaðar, einnig vegna skýringa í lið 10.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
2. Viðbragðsáætlun vatnsbóla
 
Framkvæmdastjóri fór yfir viðbrögð við gjóskufalli vegna vatnsbóla og ferli viðbragðsáætlana á Suðurlandi vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Viðbraðgsáætlun þar er í samstarfi almannavarna og Umhverfisstofnunar.
Ekki eru í dag taldar miklar líkur á mengun vegna öskugossins í Eyjafjallajökli en ljóst er að gera þarf ráðstafanir ef að núverandi ástand breytist og að setja þarf upp viðbragðsáætlun vegna opinna vatnsbóla yfirleitt.
Rædd voru viðbrögð við eldfjallavá og áætlanir því tengdu.
Nefndin telur að miðlun upplýsinga til neytenda og eigenda vatnsbóla sé nauðsynleg og felur framkvæmdastjóra að óska eftir greinargerð frá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um vöktunarskipulag vegna vatnsbóla á Suðurlandi á síðustu vikum.
 
3. Viðræður um yfirtöku á eftirliti frá MAST.
 
Formaður fór yfir minnisblað sem hann hefur sett upp fyrir væntanlegan fund með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um málið.
Framkvæmdastjóri fór yfir samskipti HeV og MAST vegna málsins síðustu vikur og greindi frá símafundi með MAST sem fór fram 23. apríl s.l. þar sem farið var yfir verklagsreglur vegna væntanlegrar yfirtöku. Samningar munu verða gerðir við hvert heilbrigðiseftirlits svæði. Kjartan Hreinsson og Viktor Pálsson frá MAST og framkvæmdastjóri HeV tóku þátt í umræddum fundi.
 
4. Starfsleyfi Stjörnugríss. Athugasemdir við starfsleyfisdrög.
 
Formaður fór yfir framkomnar athugasemdir í stórum dráttum.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Umsækjanda
Salvöru Jónsdóttir f.h landeigenda á Melaleiti Hvalfjarðarsveit
MAST
UST
Hvalfjarðarsveit
Haraldi Magnússyni, Belgsholti, Hvalfjarðarsveit
Dagnýju Hauksdóttur og Björgvini Helgasyni, Súlunesi Hvalfjarðarsveit
Guðbrandi Brynjúlfssyni, Brúarlandi, Borgarbyggð.
 
Eftir umræður um málið var samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ræða við rekstraraðila um nýja umsókn vegna starfsleyfis þar sem að forsendur hafa breyst frá því að sstarfsleyfisdrögin voru unnin. Fyrirliggjandi umsókn er ekki lengur í samræmi við vilja umsækjanda, m.a vegna dreifingar á skít sbr. innsendar athugasemdir hans.
Einnig skal framkvæmdastjóri vekja athygli UST og umhverfisráðuneytis á framkomnum athugasemdum við gildandi lög og reglugerðir. Ennfremur að vekja athygli þessara aðila á reglum um meðferð og notkun húsdýraáburðar í landbúnaði og hvetja til þess að þær reglur verði teknar til endurskoðunar.
 
5. Starfsleyfi-umsagnir
 
Framkvæmdastjóri fór yfir umsagnir og ný /endurnýjuð leyfi:
Kaupfélag Borgfirðinga byggingarvöruverslun Egilsholti 2 Borgarnesi
Gámaþjónusta Vesturlands vegna gámastöðvar Ennisbraut 38 Ólafsvík
Birgisás ehf hrognavinnsla Vesturbraut 12 Búðardal
Saltkaup hf. vegna saltgeymslu Norðurgarði 4 Grundarfirði
Hvannnes ehf. bifreiðaverkstæði Sólbakka 3 Borgarnesi
Skeljungur vegna söluskála Skagabraut 43 Akranesi
Alifuglabúið Fögrubrekku ehf., Hvalfjarðarsveit. vegna tímabundins leyfis til 1. júní 2010.
Orkuveita Reykjavíkur vegna asbestsvinnslu og fl. Sólbakka 10 Borgarnesi
Samkaup Strax Garðagrund 1 Akranesi
Snyrtistofan Rán Ólafsbraut 34 Ólafsvík
 
Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreind leyfi.
 
6. Framlögð mál.
 
Umsagnir HeV til sýslumannsembætta á Vesturlandi.:
Steindórsstaðir Reykholtsdal.
Lækjarkot Borgarbyggð
Vöttur ehf. vegna veitingareksturs Laxárbakka Hvalfjarðarsveit
Samkomuhús Grundarfjarðar Sólvöllum 3 Grundarfirði
Leifsbúð Búðarbraut 1 Búðardal
Fljótstunga, Borgarbyggð,
 
Skeldýrarækt. Umsögn Breiðafjarðarnefndar vegna kræklingaræktar í Breiðafirði.
 
Framkvæmdastjóri fór yfir umsókn umsækjanda og fylgigögn og umsögn Breiðafjarðarnefndar.
Dýrahald í þéttbýli.
 
Breyttar reglur um dýrahald á Akranesi.
Rætt um eftirlit með dýrahaldi í þéttbýli.
Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 24.02.10, til Skeljungs vegna undanþágu um losunar bensíngufu.
 
Bréf Sýslumannsins Borgarnesi, dags. 19.04.10 til ferðaþjónustuaðila með hestaferðir.
 
Erfðabreytt kornrækt.
 
Framkvæmdastjóri fór yfir málið. UST gefur út starfsleyfi. HeV sendi umsögn til UST.
 
7. Önnur mál
 
Tölvubréf Hvals hf., dags. 05.03.´10 vegna starfsleyfistillagna.
Framkvæmdastjóri fór yfir athugasemdir frá Hval hf. vegna greinar 2.7 í starfsleyfisdrögum. Nefndin samþykkir tillögu að starfleyfi og að hún verði auglýst. Bráðabirgðaákvæði verða sett inn um frestun á uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar vegna gr. 2.5 – 2.7 í starfsleyfisdrögum.
 
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Tillaga um að víkja frá samþykktum og að boðað verði til aðalfundar í júní/júlí eftir sveitarstjórnarkosningar. Samþykkt.
Framkvæmdastjóra falið að leggja drög fyrir aðalfund að breyttum samþykktum vegna boðunar aðalfundar á kosningaári til sveitastjórna.
 
Fundi slitið kl: 17:55