60- Sorpurðun Vesturlands

admin

60- Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands,  haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi, miðvikudaginn 16. júní 2010 kl. 15.

 

Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Sæmundur Víglundsson, Kristinn Jónasson og Sigríður Finsen.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir boðuðu forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.     Kosning formanns.

2.     Rekstrartölur fyrir árið 2010. Gjaldskrárhugleiðingar og magntölur.

3.     Asbestsementssteypuröragryfja.

4.     Lektarstuðull

5.     Eftirlit UST 8. júní 2010.

6.     Fundargerðir.

7.     Önnur mál.

 

Kosning formanns.

Aldursforseti stjórnar, Guðbrandur Brynjúlfsson, setti fund og óskaði eftir tillögum til formanns stjórnar.  Kristinn stakk upp á því að Guðbrandur yrði áfram formaður og var það samþykkt samhljóða.  Samþykkt var að Kristinn Jónasson verði varaformaður.

 

Rekstrartölur fyrir árið 2010. Gjaldskrárhugleiðingar og magntölur.

Framkvæmdastjóri lagði fram rekstrartölur og magntölur fyrir tímabilið jan. – maí.  Fyrstu 5 mánuði ársins hafa verið urðuð 3.665 tonn í Fíflholtum  en um 15% samdrátt er að ræða milli áranna.

Rætt um minnkandi veltu og möguleika á samdrætti í rekstri.  Markmið þess að draga úr urðun sem dregur úr magni til urðunar o.s.frv.

 

Asbestsementssteypuröragryfja.

Samkvæmt erindi Umhverfisstofnunar dags. 23. mars 2010 eru gerðar kröfur um úrbætur.  ,,Rekstraraðili skal sýna fram á að hættulaust sé að geyma asbeströr óvarin, ellegar hylja rörin samdægurs til bráðabirgða eða hylja þau með jarðvegslagi eins og kveðið er á um í reglugerð 738/2003 um urðun úrgangs”

 

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti  með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur þann 5. maí sl.  Niðurstaða þess fundar var sú að OR myndi senda dúka til Fíflholta sem notaðir verða til að hylja rörin.

 

Lektarstuðull

Í erindi UST dags. 23. mars 2010 er vitnað til umræðu á fundi í desember 2009.  Þar var rætt um nýja urðunarrein og um aukna botnþéttingu.

 

Í niðurstöðum mælinga sem gerðar voru á berggrunninum undir urðunarstaðnum í Fíflholtum í júní 1998 kemur fram að bergið er alveg vatnshelt við þrýsting allt að 4,5 bör.  Samkvæmt því virðist það uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 738/2003 um lekt botnlags urðunarreina.  Þessum upplýsingum hefur verið komið til UST ásamt gögnum frá  Jarðfræðistofu ÁGVST frá 30. Júní 1998.

 

Eftirlit UST 8. júní 2010.

Þann 8. júní sl. voru fulltrúar Umhverfisstofnunar á ferð í Fíflholtum vegna reglubundins eftirlits.  Hrefna B. Jónsdóttir og Stefán Gíslason voru á staðnum en Stefán framkvæmdi sumarsýnatökur í fylgd starfsmanns UST.  Farið var yfir stöðu mála varðandi asbeststeypurörin og lektarstuðul.

 

Hvað lektarstuðulinn varðar þá kom upp sú umræða að e.t.v. þyrfti að vinna áhættumat vegna sigvatns frá urðunarstaðnum.  Stefán Gíslason, Environice, hefur skoðað gögn sem fyrir liggja.  Hans niðurstaða er að ,,samkvæmt skýrslunni frá 1998 er bergið undir urðunarstaðnum í Fíflholtum algjörlega lekaþétt við náttúrulegar aðstæður.  Vísað til minnisblaðs hvað frekari upplýsingar varðar.

 

Fundargerðir.

a.    Samráðsnefnd sorpsamlaganna 31.05.2010.

 

Önnur mál.

 

Gasverkefni á urðunarstöðum.

Hrefna sagði frá verkefni sem Lúðvík Gústafsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga stýrir en mastersnemi, Atli Geir, mun vinna það sem lokaverkefni að taka út urðunarstaði á landinu m.t.t hauggass.

 

Gasmælingar.

Metan ehf. hefur tekið fyrstu mælingar í gasrörum í Fíflholtum.  Næstu mælingar verða fljótlega.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.