75 – SSV stjórn

admin

75 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV þriðjudaginn 13. apríl 2010 kl. 10:00

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV þriðjudaginn 13. apríl 2010 kl. 10.  Mætt voru: Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir.  Áheyrnarfulltrúar: Ása Helgadóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson og Sigurður Árnason fulltrúi frá Byggðastofnun sem sat fundinn undir liðnum: Málefni atvinnuráðgjafar.


1. Ársreikningur 2009
2. Málefni fatlaðra.
3. Efling sveitarstjórnarstigsins.
4. Sóknaráætlun 20/20.
5. Málefni atvinnuráðgjafar
6. Vesturlandsstofa
7. Fundargerðir
8. Umsagnir þingmála
9. Önnur mál.

 

1      Ársreikningur SSV 2010
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga félagsins.  Heildartekjur voru 76,5 millj. kr. Rekstrargjöld 78,7 millj. kr. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði kr. 2.122.921.  Fjármunatekjur voru 2.127.277 kr. Rekstrarafgangur ársins 4.356 kr.  Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

2      Málefni fatlaðra.
Starfshópur á vegum SSV hefur komist að niðurstöðu um að leggja til að sveitarfélögin á Vesturlandi stofni byggðasamlag með dreifðri ábyrgð og þjónustu.  Þann 3.mars sl. var erindið sent til sveitarfélaganna.  Nær öll sveitarfélög hafa svarað erindi og sammælst tillögu starfshópsins.  Akraneskaupstaður vill mynda sér þjónustusvæði og hljóðar bókun eftirfarandi:  ,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að leita eftir því við Félags- og tryggingamálaráðuneytið að Akraneskaupstaður myndi eitt þjónustusvæði og form þjónustu verði þannig útfært að Akraneskaupstaður verði leiðandi sveitarfélag sem geti boðið nágrannasveitarfélögum þjónustusamninga ef eftir því verður leitað.“
Lagt fram erindi frá Reykhólahreppi sem óskar eftir samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi um málefni fatlaðra þegar þau verða flutt frá ríki til sveitarfélaga.

Hrönn og Eydís gerðu grein fyrir afstöðu Akraneskaupstaðar.
Nokkrar umræður urðu um verkefnið. 

Formaður lagði til að starfshópur sem starfað hefur á vegum SSV haldi áfram störfum og kalli eftir fundi með fulltrúum frá verkefnisstjórn.

 

3         Efling sveitarstjórnarstigsins.
Í erindi til Jöfnunarsjóðs var gerð grein fyrir tillögu formanns stjórnar SSV sem lög var fyrir síðasta stjórnarfund. Tillagan gekk út það að settur yrði á laggirnar vinnuhópur til að fjalla um sameiningarmál og hugsanlega útfærslu sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi í ljósi þeirrar stefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur nú boðað hvað eflingu sveitarstjórnarstigsins varðar.
Óskað var eftir aðkomu Jöfnunarsjóðs að kostnaði við verkefnið.  Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs hefur samþykkt frekari umfjöllun um erindið og frestaði afgreiðslu þar til fyrir liggja upplýsingar um áætlaðan kostnað.
Erindi var sent til sveitarfélaganna á Vesturlandi og hafa öll sveitarfélög tilnefnt fulltrúa í vinnuhópinn.  Þann 29. mars sl. hittist hópurinn í fyrsta skipti en formaður SSV veitir hópnum formennsku.  Til að dreifa pólitísku vægi innan hópsins var gerð tillaga til stjórnar um að varaformaður SSV tæki einnig sæti í starfshópnum.  Samþykkt að leggja þá tillögu fyrir stjórn SSV.  Samþykkt.
Starfsmönnum falið að vinna frekari gögn til Jöfnunarsjóðs.

Páll gerði grein fyrir þeim kostum sem ræddir voru á fundi hópsins.  Starfsmenn SSV hafa rætt um hugmyndir að áframhaldandi vinnu en talið er að SSV þurfi á utanaðkomandi ráðgjöf að halda inn í þessa mikilvægu vinnu.
 

4     Sóknaráætlun 20/20.
Sigurður Árnason og Vífill Karlsson komu inn á fundinn.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir vinnu sem fram hefur farið í aðdraganda þjóðfundar í Borgarnesi þann 20. febrúar sl. Vífill Karlsson fór yfir úrvinnslu gagna frá fundinum og þeim hugmyndum sem unnið er með í framhaldinu.

 

5    Málefni atvinnuráðgjafar
Veglínutengingar.
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir drögum að skýrslu ,,Vegstyttingar framundan á Vesturlandi“.  Um er að ræða Eldborgarveg, Grunnafjörð og Uxahryggi.  Vífill Karlsson gerði grein fyrir arðsemisgreiningu í verkefninu.  Grunnafjörður og Eldborgarvegur eru arðbærar, en þá er ekki tekið tillit til umhverfissjónarmiða.  Í báðum tilfellum er verið að tala um 6 km styttingar.   Varðandi Grunnafjörð þá á þessi stytting við um umferð frá vestri til Akraness.  Hvað varðar umferð til höfuðborgarsvæðisins er um svipaða vegalengd að ræða hvort farið er um Grunnafjörð eða núverandi veglínu. Hvað Uxahryggjaveg varðar þá hamlar núverandi vegur umferð en með vegabótum opnast nýjar víddir.   Ólafur taldi þetta verkefni gott plagg inn í baráttu heimamanna fyrir vegabótum.
Páll þakkaði Vífli fyrir kynninguna.  Almennt þótti framsetning skýrslunnar spennandi og var rætt um frekari kynningu plaggsins.  Gerð var tillaga um að fullvinna plaggið og samþykkti stjórn að kynna verkefnið fyrir þingmönnum NV kjördæmis en samgöngunefnd SSV á bókaðan fund með þingmönnum miðvikudaginn 21. apríl n.k.

 


Fab Lab starfshópur
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir vinnu SSV við störf Fab Lab á Akranesi.  Lagt fram bréf frá Akraneskaupstað þar sem bæjarráð Akraness þakkar starfshópnum, sem vann undirbúnings- vinnuna, góð störf og óskar nýrri verkefnisstjórn velfarnaðar. Eydís Aðalbjörnsdóttir er formaður og gerði hún grein fyrir stöðu verkefnisins.  SSV á aðild að verkefnisstjórn.

 

Skipan stjórnar vaxtarsamnings.
Ólafur Sveinsson fór yfir skipan stjórnar vaxtarsamnings en nýja stjórn skipa:
– Hrönn Ríkharðsdóttir, bæjarfulltrúi Akranesi (form.).
– Berglind Hallgrímsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
– Geirlaug Jóhannsdóttir, Háskólanum á Bifröst.
– Guðmundur Smári Guðmundsson, G.Run hf. Grundarfirði.
– Þorgrímur Guðbjartsson, sveitarstjórnarmaður Dalabyggð.
 
Samkvæmt samningnum annast SSV-Þróun og ráðgjöf framkvæmd samningsins og gerir tillögur til verkefnastjórnar um útfærslu markmiða hans og þeirra leiða sem áætlanir og val verkefna skulu byggja á.

 

Work Shop Fjárfestingarstofu
Ólafur gerði grein fyrir fundum um landið á vegum Útflutningsráðs/Fjárfestingastofu og IR um erlenda fjárfestingu.

 

Vinnufundur atvinnuráðgjafar í Reykholti 8. apríl.
Ólafur Sveinsson fór yfir vinnufund starfsmanna atvinnuráðgjafarinnar í Reykholti þann 8. spríl sl.  Hann fór yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu á vegum atvinnuþróunarfélagsins frá áramótum.  Verkefnin eru mörg auk þess sem talsvert hefur verið komið að verkefnum sem eru bein viðbrögð við atvinnuástandi og tengjast því átaksverkegnum.
 
Íbúakönnun
Ólafur fór yfir þær tvær íbúakannanir sem hafa verið unnar á vegum SSV.  Lagður hefur verið grunnur að því að vinna að íbúakönnun í ár og hefur verið sótt um stuðning til að ráða námsmann til verkefnisins.  Ekki hefur fengist svar við því erindi.

 

Frumkvöðladagur.
Ólafur gerði grein fyrir vinnu frumkvöðlanefndar og væntanlegum frumkvöðladegi sem verður haldinn í byrjun maí.

Verkefnastyrkir Byggðastofnunar
Verkefnastyrkir Byggðastofnunar eru 3,6 millj. kr.

Sigurður Árnason ræddi verkefni atvinnuþróunarfélagsins, nauðsyn þess að verkefni séu listuð upp og verkbókhald sýni tíma sem fer í hvert verkefni.  Einnig sé gott að fá upplýsingar um hvað út úr verkefnunum kemur.

 

6    Vesturlandsstofa
Ólafur Sveinsson, stjórnarmaður í Vesturlandsstofu, gerði grein fyrir stöðu Vesturlandsstofu.

 

7    Fundargerðir
• Efling sveitarstjórnarstigsins 29.03.2010
• Stillum strengi 29.03.2010
• Sorpurðun Vesturlands 2.03 og 12.03.10
• Samráðsnefnd sorpsamlaganna á SV-horninu. 1.03. og 15.03.10
• Samgöngunefnd SSV, 12.03.10.
Lagðar fram.

 

8     Umsagnir þingmála
a. Tillaga til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt.  332. mál.
b. Frumvarp. til skipulagslaga, mannvirki og brunavarnir. 425. 426. og 427. mál.
c. Frumvarp. til laga um olíugjald og kílómetragjald, 333 mál.
d. Frumvarp til laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, 342 mál.
e. Tillaga til þingsályktunar um lækkun rafmagnskostnaðar garðyrkjubænda, 193 mál.
f. Frumvarp til laga um almenningssamgöngur.
g. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (skil á fjármálaupplýsingum) 452. mál.
Lagt fram til kynningar.

 

9    Önnur mál.
Menningarsamningur.  Lagt fram.

 

Aðalfundur SSV.
Stefnt að því að halda aðalfund SSV 10. og 11. september 2010.

 

Ráðstefna – Stuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjum. 15. – 16. apríl 2010.  Dagskrá lögð fram.

 

Menningarlandið, ráðstefna sem haldin verður 30. apríl n.k

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.