88 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

88 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

88. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Miðvikudaginn 10.02. 2010 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar á Innrimel 3 í Melahverfi.
Fundur hófst  kl. 16.00.
 
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Jón Rafn Högnason
 
Gísli Einarsson og Erla Þorvaldsdóttir boðuðu forföll. Rún Halldórsdóttir var boðuð í stað Erlu en hún komst ekki á fundinn. Arnheiður var boðuð sem varamaður Gísla.
 
Helgi Helgason
Ása Hólmarsdóttir, sem ritaði fundargerð
 
Áður en formleg dagskrá hófst voru ný húsakynni HeV í stjórnsýsluhúsinu skoðuð.
Formaður tók við fundarstjórn setti fundinn og síðan  var gengið til dagskrár.  
 
Dagskrá:
 

  1. Matvælalög.

Framkv.stjóri fór yfir helstu breytingar í nýrri matvælalöggjöf.
Umræður um ný lög og í framhaldi voru lagðar fram eftirfarandi tillögur:
 
Heilbrigðisnefnd Vesturlands(HeV) óskar eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hann beiti sér sem fyrst fyrir setningu reglugerðar sbr. ákvæði 20. og 22.  gr. breyttra matvælalaga.
                                      
Þá óskar nefndin eftir viðræðum við MAST um yfirtöku HeV á eftirliti sem með þeim fyrirtækjum sem við lagabreytinguna  fara úr forsjá HeV yfir til MAST svo og eftirliti með fiskvinnslufyrirtækjum sem HeV hefur  mengunar- og umhverfiseftirlit með nú þegar.
Óskað verði  eftir fundi með ráðherra um þessi mál.
Samþykkt.
 
 

  1. Bílamál HeV

Framkv.stjóri greindi frá að rekstrarleigusamningar vegna bíla HeV muni renna út þann 1. mars n.k.  Framkv.stjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við fjárhagsáætlun.
 

  1. Sauðfjárslátrun í Stykkishólmi september 2009.

Framkv.stjóri fór yfir forsögu málsins. Bréf frá ríkissaksóknara dags. 7. jan 2010, þar sem fram kemur að málið skuli tekið upp að nýju, lagt fram.
 

  1. Reikningar ársins 2009

Framkv.stjóri yfir stöðu bókhaldsmála HeV.  Gera þarf sérstakan samning við Borgarbyggð um bókhaldsumsjón fyrst í stað. Formaður mun ræða við sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar um loka frágang samnings.
Framkv.stjóri fór yfir ógreidd gjöld fyrirtækja frá 2006. Leggur til að þessi gjöld verði afskrifuð svo og  fyrirtækja sem hafa orðið gjaldþrota. Samtals kr. 668.161. (395.000+273.161).
 

  1. Hreinsistöðvar Akranesi og Borgarnesi – starfsleyfi

Framkvæmdastjóri greindi frá athugasemdum Orkuveitu Reykjavíkur vegna sýnamælinga  í viðtaka auglýstra  starfsleyfa fyrir hreinsistöðvar á Akranesi og í Borgarnesi.  Framkv.stjóra falið að breyta starfsleyfi  í samræmi við athugasemdina.
Samþykkt.
 

  1. Fagrabrekka alifuglabú

Starfsleyfi fyrir alifuglabú Fögrubrekku.
Leyfið gefið út til 6 mánaða í senn vegna ríkjandi skipulags. Gildir næst til  1. júní 2010. 
Samþykkt.
 

  1. Stjörnugrís á Melum.Starfsleyfisdrög og auglýsing.

Framkv.stjóri fór yfir nokkrar breytingar á drögunum og  leggur til að starfsleyfisdrög verði auglýst. Jafnframt verði drögin send til umsagnaraðila, UST, MAST og Hvalfjarðarsveitar.
Samþykkt.
 

  1. Hvalur, endurnýjað og nýtt starfsleyfi.

Starfsleyfi  snýr að fráveitu- mengunar og  sorpmálum.  Framkv.stj. leggur til að starfsleyfi verði endurnýjað óbreytt.  Greinargerð við starfsleyfi verður  breytt  í samræmi við vinnsluferli. Starfsleyfi verði þannig sett í auglýsingu.  
Óskað verður eftir  viðbrögðum fyrirtækis vegna liðar 2.7 í fyrirliggjandi starfsleyfi vegna hreinsunar á lofti frá mjölvinnslu og vegna meðferðar og endurvinnslu á soðvatni.
 

  1. Fiskeldismál-Kræklingur

Framkv.stjóri greindi frá nokkrum umsóknum um kræklingarækt í Hvalfirði og Breiðafirði og misræmi sem virðist vera á svörum frá MAST um leyfisveitingar.
Óskað verður  umsagnar  Breiðafjarðarnefndar vegna erindi frá  Íslenskri Gæða bláskel ehf.
 
 

  1. Starfsleyfi

Íslandspóstur Akranes og Borgarnes. (Stykkishólmur, Ólafsvík og Búðardalur bíða)
Bensínorkan Hreðavatni, Stykkishólmi, Grundarfirði, Akranesi – eigendaskipti
Íslensk bláskel, Hamraendum Stykkishólmi.
Héðinn Grundartanga.
Líkamsræktin ehf. Grundarfirði
Tjaldstæði í  Grundarfirði (Ubuntu)
Eðalfiskur Sólbakka, Borgarnesi
 
Umsagnir:
Ferðaþjónusta Stóra Kroppi, Borgarbyggð
Ferðaþjónusta Snorrastöðum, Borgarbyggð
Milli Vina Menntasetur Hvítárbakka, Borgarbyggð
Röst félagsheimili Hellissandi
Hótel Hellissandur (Krummaklettur Hellissandi)
Félagsheimilið Klifi Ólafsvík.
 

  1. Önnur mál

·         Notkun lífræns áburðar.
Framkv.stjóri greindi frá ráðstefnu um lífrænan  úrgang í Gunnarsholti. 26. nóv s.l. Samantekt / minnispunktar voru sendir stjórnarmönnum í des s.l..
Umræður.
·         Kjúklingar – umræður um mengun.
Framkv.stjóri greindi frá atvikum undanfarið þar sem greinst hefur salmonella í kjúklingum sem að öllum líkindum má rekja til mengaðs fóðurs. Umræður.
·         Búfé  innan þynningarsvæða.
Framkv.stj.  greindi frá erindi er sent var UST og MAST.
 
 
Fundi slitið kl: 17:43