74 – SSV stjórn

admin

74 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 14:30

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 14:30. Mætt voru: Páll Brynjarsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir,  og Erla Friðriksdóttir.  Árheyrnarfulltrúi:  Ása Helgadóttir.  Auk þess sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir. Hrönn Ríkharðsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson boðuðu forföll.  Ása Helgadóttir sat því fundinn sem stjórnarmaður, þar sem hún er varamaður Þorgríms.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Sameiningarmál
2. Sóknaráætlun 20/20
3. Málefni fatlaðra.
4. Menningarsamningur
5. Málefni atvinnuráðgjafar
6. Vesturlandsstofa
7. Fundargerðir
8. Umsagnir þingmála
9. Önnur mál.

 

1. Sameiningarmál
Formaður gerði grein fyrir fundi með fulltrúum ráðuneytis sveitarstjórnarmála í janúar.  Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur talað fyrir stærri sveitarfélögum og hefur Sigurður Tómas Björgvinsson unnið skýrslu fyrir ráðuneytið og eru þar reifaðar mismunandi leiðir.  Skipuð hefur verið samstarfsnefnd á landsvísu til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta.  Ráðgert er að fjalla um málið á landsþingi sveitarfélaga haustið 2010.

 

Formaður lagði fram þá tillögu að sveitarfélögin á Vesturlandi settu á laggirnar vinnuhóp til að fjalla um sameiningarmál og hugsanlega útfærslu sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi.  Sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna vinnu við verkefnið.  Tillagan samþykkt.

 

2. Sóknaráætlun 20/20
Þjóðfundur á Vesturlandi 20. febrúar 2010.
Starfsmenn landshlutasamtakanna hafa komið að undirbúningsvinnu við verkefni ríkisstjórnarinnar ,,Sóknaráætlun 20/20“  Þjóðfundur verður haldinn á Vesturlandi 20. febrúar n.k. Lagður fram listi yfir boðsaðila á þjóðfund á Vesturlandi en valdir hafa verið 52 aðilar frá sveitarfélögum, forstöðuaðilar stofnana og samtaka í atvinnulífi.  Áætlað er að halda 100 manna fund og er beðið eftir úrtaki frá Expectus, sem sjá um að láta vinna tilviljanakennt úrtak yfir landshlutann.

Hrefna gerði grein fyrir undirbúningsvinnu við þjóðfundinn á Vesturlandi. 

 

3. Málefni fatlaðra.
Lögð fram fundargerð frá fundi í starfshópi um málefni fatlaðra.  Starfshópurinn leggur til að unnið verði að frekari skoðun verkefnisins út frá byggðasamlagi með dreifðri ábyrgð og þjónustu sem er sama model og unnið er eftir á Norðurlandi Vestra.  Vinna stendur yfir við söfnun upplýsinga m.t.t. fjölda þjónustuþega og þjónustuþarfar.
Stöðumat yfir þjónustu Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi og sveitarfélaganna liggur fyrir.
Lögð fram fundargerð frá starfshópi frá 22. jan. sl.

 

4. Menningarsamningur
Lögð fram drög að menningarsamningi fyrir Vesturland.  Stjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til frekari samþykktar til sveitarfélaganna.

 

5. Málefni atvinnuráðgjafar
Vaxtarsamningur.
Lagður fram vaxtarsamningur fyrir Vesturland.  Framlag iðnaðarráðuneytisins til verkefna verður 25 millj. kr. samkv. samningi.  Stjórn SSV staðfestir samninginn. Rætt um skipan í stjórn samningsins og formanni veitt heimild til að senda tillögu til stjórnarmanna varðandi stjórn.  Formanni veitt heimild til að tilnefna aðila til undirritunar samningsins.

 

Frumkvöðull ársins 2009 á Vesturlandi.
Ólafur Sveinsson kynnti keppni um frumkvöðul ársins á Vesturlandi 2010.  Samþykkt að Kristjana Hermannsd., Jenný L. Egisdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir skipi frumkvöðlanefnd fyrir árið 2009.  Tillaga um 25. mars sem frumkvöðladag.

 

Frumkvöðlasmiðja ungra.
Ólafur sagði frá verkefninu frumkvöðlasmiðja ungra en verkefnið fékk umfjöllun í MBL. sunnudaginn 31. janúar sl.  Um er að ræða samstarfsverkefni SSV-þróunar og ráðgjafar, Vinnumálastofnunar og Símenntunarmiðstöðvarinnar.  Verkefnið verður keyrt um allt Vesturlandi og í framhaldinu á landsvísu.

 

Ólafur sagði frá Fab Labb verkefni sem er í burðarliðnum á Akranesi.  Eydís sagði mikla undirbúningsvinnu vera í gangi. 

Ólafur sagði frá vinnu við atvinnuátaksverkefni í Borgarbyggð.  ,,Komdu á stefnumót“  dagur sem haldinn var á vegum Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar laugardaginn 30. jan. sl.

 

6. Vesturlandsstofa
Ólafur Sveinsson, stjórnarmaður SSV í Markaðsstofu Vesturlands, fór yfir ráðningu starfsmanns í Markaðsstofu Vesturlands.  Heba Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri.  Rætt um rekstrarforsendur fyrirtækisins.
Samþykkt framlag til Vesturlandsstofu kr. 2.500.000 n.t.t. í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

7. Fundargerðir
a. Samráðsnefnd sorpsamlaganna 21.12.09
b. Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu á sviði úrgangsmála, Samband íslenskra sveitarfélaga. 11.12.09

 

8. Umsagnir þingmála
• Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að hvetja til fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi, 13. mál
• Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.
Lagt fram.

 

9. Önnur mál.
Ársskýrsla Spalar.
Lögð fram en aðalfundur Spalar var haldinn 17. desember sl.

 

Yfirlit um atvinnuleysi.
Lagt fram yfirlit um atvinnuleysistölur á Vesturlandi. 

 

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands.
Stefnt er að halda aðalfund Sorpurðunar Vesturlands 12. mars 2010.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.