58 – Sorpurðun Vesturlands

admin

58 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands verður haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi, þriðjudaginn 2. mars 2010 kl. 15.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi, þriðjudaginn 2. mars 2010 kl. 15.

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sigríður Finsen, og Sæmundur Víglundsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.  Arnheiður Hjörleifsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ársreikningur ársins 2009
2. Fjárhagsáætlun ársins 2010.
3. Grænt bókhald fyrir árið 2009.
4. Ábyrgðargjald
5. Lánasjóður sveitarfélaga
6. Meindýravarnir.
7. Erindi Vesturbyggðar
8. Fundargerðir.
9. Önnur mál.

Formaður stjórnar, Guðbrandur Brynjúlfsson, setti fund og gekk til dagskrár.

Ársreikningur ársins 2009
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning 2009.  Rekstrartekjur voru 48.466.668 kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði voru 37.128.460 kr.  Fjármagnsgjöld voru 1.433.007 og rekstrarafgangur ársins 7.825.769 kr.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.  Kostnaður vegna urðunarreinar nr. 4 er eignfærður og kemur ekki til afskrifta fyrr en á næsta ári.  Stjórn leggur til að greiddur verði út 6% arður.

 

Fjárhagsáætlun ársins 2010.
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.  Gert er ráð fyrir 8500 tonum til urðunar.  Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði kr. 37.128.924.  Á árinu er gert ráð fyrir greiðslu vegna urðunarreinar nr. 4 upp á kr. 33 milljónir sem munu eignfærast og afskrifast á 6 árum. Samþykkt samhljóða.

Grænt bókhald fyrir árið 2009.
Framkvæmdastjóri fór yfir grænt bókhald Sorpurðunar fyrir árið 2009 en það liggur fyrir endurskoðað af KPMG.  Samþykkt samhljóða  Alls voru urðuð 9.156 tonn á árinu 2009.

Ábyrgðargjald
Hert löggjöf um urðunarstaði tók gildi 16. júlí 2009.  Rekstraraðili urðunarstaðar þarf að leggja fram fullnægjandi fjárhagslegar tryggingar eða ábyrgð fyrir því að starfsleyfiskröfur verði uppfylltar.   Samþykkt að leggja 500.000 kr. inn á ábyrgðarreikning fyrir árið 2009 og teknir verði 0,30 kr. af hverju kílói sem urðað er á árinu 2010.

Lánasjóður sveitarfélaga
Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga og í framhaldinu samþykkt eftirfarandi bókun:
Hér með veitir stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf., með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán félagsins hjá lánasjoðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör.  Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum.

Undirritað af stjórn SV.

Meindýravarnir.
Formaður reifaði stöðu meindýra, einkum refs, á svæðinu í kringum Fíflholt. Vorátak verður gert í veiðum á fugli á urðunarstaðnum.

Erindi Vesturbyggðar.
Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar sem kynnt var á síðasta stórnarfundi 19.10.09.

Miðað við stöðu Vesturbyggðar þá leggur formaður fram eftirfarandi tillögu:

Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. samþykkir að taka við sorpi frá Vesturbyggð fram til aprílloka ársins 2010 og miðast móttaka sorps við það að samgöngur norðurum séu þá ekki til staðar.  Stjórn áréttar það að urðunarstaðurinn í Fíflholtum mun áfram hafa það að leiðarljósi að taka einungis við sorpi frá Vesturlandi, en gerir í þessu tilfelli undanþágu til að létta undir með nágrannabyggðarlagi í þeirri stöðu sem uppi er nú um stundarsakir.
Samþykkt.

Fundargerðir.
a. Samráðsnefnd sorpsamlaga 1.2.2010
b. Verkef nisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum 8.2.2010.
c. Tunnuhópur samráðsnefndar sorpsamlaganna 25.11.2009, 15.02.2010, 25.11.2010

Önnur mál.
Samráðsnefnd sorpsamlaganna á suðvesturhorninu.
GB og HBJ gerðu grein fyrir starfi samráðsnefndar sorpsamlaganna.  Lagt fram erindi frá hópi sem fjallar um sláturúrgang.  Erindið var samþykkt á fundi samráðsnefndar 1. mars sl. en það er stílað á Matvælastofnun

Íbúðarhúsið í Fíflholtum.
Íbúðarhúsið hefur verið jafnað við jörðu.

Fudnarritari: Hrefna B. Jónsdóttir