87 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

87 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
símar: 4312740 – 4312750
netf: heilbrigdiseftirlit@vesturland.is
 
 
 

FUNDARGERÐ

87. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
Miðvikudaginn 04.11.2009 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi og hófst fundur kl. 16.00.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Gísli S. Einarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Jón Rafn Högnason
 
Ása Hólmarsdóttir, sem ritaði fundargerð
Helgi Helgason
 
Formaður tók við fundarstjórn setti fundinn og síðan
gengið til dagskrár.
 
1.     Fjárhagsáætlun 2010.
Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2010, ásamt fjárhagsgögnum sem liggja fyrir vegna 2009.  
Reifaðar voru hugmyndir um hækkun sýnatökugjaldskrár. Fundarmenn sammála um óbreytta gjaldskrá.
Áætla fjárþörfina fyrir árið og áætla tekjuþörf í kjölfarið. Ath. með að rukka sveitarfélögin fyrr árinu svo ekki þurfi að reka HeV á yfirdrætti fyrstu mánuðina.
Rekstarleigusamningar fyrir 2 bifreiðar út í febrúar. Stefnt að því að kaupa og reka eina bifreið. Nota bíla starfsmanna tímabundið, ef það þarf, með kílómetragjaldi. 
 Fjárhagsáætlun samþykkt og verður send sveitarfélögum.
 
2.     Starf SHÍ (samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi)
Framkvæmdastjóri útskýrði starf SHÍ og hvernig samtökin eru uppbyggð. Lög samtakanna svo og fundargerði munu sendar stjórnarmönnum.
 
3.     Haustfundur HES 2009 með MAST og UST.
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði haustfundar sem haldinn var 13. og 14. október s.l.
 
4.     Kæra vegna sauðfjárslátrunar í þéttbýli.
Framkvæmdast. fór yfir málavöxtu. Sýslumaður hefur gefið út að ekki muni verða gefin út kæra.  Beðið skriflegrar yfirlýsingar hans. Málið hefur verið sent til Matvælastofnunar og er þar í vinnslu.
Framkv.stjóra falið að fylgja málinu eftir.
 
5.     Endurnýjun starfsleyfis fyrir Stjörnugrís hf.
Framkv.stjóri lagi fram drög að nýju starfsleyfi og útskýrði helstu þætti sem gætu  breyst í nýju leyfi. Starfsleyfi svínabúsins í Brautarholti á Kjalarnesi og úrskurður umhverfisráðuneytis á kærumálum vegna útgáfu starfsleyfisins skoðaður til samanburðar. 
Málið rætt.
Samþykkt að auglýsa nýtt starfsleyfi fyrir Stjörnugrís hf.
 
6.     Starfsleyfi fyrir hreinsistöðvar við Akranes og Borgarnes.
Framkv.stjóri  fór yfir starfsleyfin og aðkomu UST og OR að málinu.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi starfsleyfisdrög.
 
7.     Önnur starfsleyfi/umsagnir
·        Starfsmannabúðir Vegagerðarinnar við Álftá
·        Veiðihús við Kjarrá (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Veiðihús við Þverá (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Veiðihús við Grímsá (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Gistiheimili Gíslabæ Snæfellsbæ (umsögn, starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Hótel Hellnar Snæfellsbæ (umsögn, starfsleyfi- starfsleyfisskilyrði)
·        Gististaður Hvammi, Eyja- og Miklaholtshr. (umsögn, starfsleyfi -starfsleyfiskilyrði)
·        Hótel Búðir (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Gististaður Böðvarsholti Staðarsveit (starfsleyfi-starfsleyfiskilyrði)
·        Gististaður Lágholti 11, Stykkishólmi (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Gististaður Þingvöllum, Helgafellssveit (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Gististaður Bakkatúni, Akranesi (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Gististaður Skúlagötu 21, Borgarnesi (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·         Ferðaþjónustan Bjarteyjarsandi Hvalfjarðarsveit (umsögn)
·        Gististaður Erpsstöðum Dalabyggð(umsögn)
·        Gistiheimilið Bjarg Búðardal (umsögn)
·        Þjónustumiðstöð Húsafelli Borgarbyggð (umsögn)
·        Fosshótel Reykholti Borgarbyggð (umsögn)
·        Skrúðgarðurinn Akranesi, kaffihús (umsögn – nýr rekstraraðili)
·        Spútnik bátar – Kirkjubraut 11 Akranesi, veitinga- og skemmtistaður. (starfsleyfi-starfsleyfisskilyrði)
·        Akranes/byggingafulltrúi – Golfhótel á Garðavöllum á Akranesi  umsögn vegna teikninga.
·        Lyf og Heilsa / Haraldur á Sigurðsson. Dalbraut 1 á Akranesi
Samþykktar ofangr. afgreiðslur
Útgefin tóbakssöluleyfi.
·        Virkið Rifi, tóbakssöluleyfi
·        Kassinn Ólafsvík, tóbakssöluleyfi
·        Baulan Borgarfirði, tóbakssöluleyfi
·        Hægt og hljótt Grundarfirði, tóbakssöluleyfi
·        Söluskáli ÓK Ólafsvík, tóbakssöluleyfi
·        Hraðbúðin Hellissandi, tóbakssöluleyfi
 
8.     Önnur mál
·        Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21.10.2009 vegna slyss í sundlaug 13.04.2007.   Framkv.stj. fór yfir dóminn. Öryggismál í sundlaugum rædd.
Samþykkt að kynna sveitarstjórnum dóminn.
·        Öryggismál íþróttahúsa.  Verkefnið kynnt.
·        Gísli E. Einarsson ítrekaði fyrri hugmyndir um heimsóknir í fyrirtæki sem Heilbrigðisnefndin hefur eftirlit með.
 
 
Fundi slitið kl: 17:30