72 – SSV stjórn

admin

72 – SSV stjórn

Stjórnarfundur SSV haldinn á Hótel Glymi mánudaginn 26. október 2009 kl. 9:30

Stjórnarfundur haldinn á Hótel Glymi mánudaginn 23 október 2009 kl. 9:30.  Mætt voru:  Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Erla Friðriksdóttir og Kristjana Hermannsdóttir.  Áheyrnarfulltrúi Ása Helgadóttir,  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

1.             Skýrsla um landshlutasamtök.

2.             Sóknaráætlanir

3.             Open Days.

4.             Heimaviðburður

5.             Fundur með alþingismönnum og skipulag þingmannafunda.

6.             Samgöngumál.

7.             Málefni atvinnuráðgjafar

8.             Starfshópur um málefni fatlaðra

9.             Fundargerðir

10.          Önnur mál.

 

Formaður, Páll Brynjarsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Gengið var til dagskrár.

 

Skýrsla um landshlutasamtök.

Lögð fram til umræðu skýrsla um starfsemi landshlutasamtaka  sveitarfélaga og tillögur að framtíðarfyrirkomulagi svæðisbundinnar samvinnu.  Rætt um efnistök skýrslunnar og hugsanlegar útfærslur verkefna í framtíðinni.  Stjórn SSV þakkar efni skýrslunnar og ítrekar það að landshlutasamtökin hafa bæði vilja og getu til að taka að sér aukin verkefni.

 

Sóknaráætlanir

Lögð fram gögn varðandi vinnu við sóknaráætlun og hugmyndir að svæðaskiptingu landsins í þeirri vinnu.  Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir verkefninu en markmið vinnu að sóknaráætlun fyrir einstaka landshluta er einkum að samþætta áætlanir fyrir einstaka landsvæði eða heildir sem hafa sameiginlega skírskotun til eflingar atvinnu, menntunar og opinberrar þjónustu innan svæðisins.  Skipaður hefur verið vinnuhópur, m.a. með þátttöku framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna.  Verkefnið 20/20 Sóknaráætlun mun standa straum af ráðgjöf og verkefnastjórnun en annar kostnaður mun falla á landshlutasamtökin.  Ætlast er til að undirstofnanir leggi verkefninu til vinnu og aðstöðu án endurgjalds, er þar m.a. átt við atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun, Hagstofu, Nýsköpunarmiðstöð og Landmælingar. 

 

Open Days.

Formaður gerði grein fyrir ferð fulltrúa SSV á Opna Daga Evrópusambandsins og þátttöku þar í málstofu um endurnýtanlega orkugjafa.

Lagt fram minnisblað, sem Torfi Jóhannesson tók saman, frá fundi fulltrúa frá Vesturlandi með fulltrúum stækkunarskrifstofu ESB  7. okt. 2009.

Formaður sagði frá heimsókn stækkunarnefndar ESB í Borgarnes í september en þá var nefndin stödd á Íslandi og heimsótti hluti hópsins Borgarbyggð og SSV.  Páll Brynjarsson, Vífill Karlsson og Torfi Jóhannesson héldu þar kynningar á Vesturlandi og sameiginlegum verkefnum.

 

Heimaviðburður

Í tengslum við Opna Daga þá er lhs í NV kjördæmi skylt að halda heimaviðburð.  Upphaflega var lagt upp með að tengja heimaráðstefnu orkumálum en nú er verið að athuga með breytingar og tengja heimaviðburðinn Evrópumálum. Unnið er að skoðun þess að fá fyrirlesara um byggðastefnu, landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.  Fá fulltrúa aðildarríkja til að lýsa reynslu viðræðna og stöðu atvinnuveganna fyrir og eftir aðild.  Samþykkt að breyta efnistökum.

 

Fundur með alþingismönnum og skipulag þingmannafunda.

Farið yfir áhersluatriði fyrir þingmannafund sem haldinn verður síðar í dag.  Rætt um skipulag þingmannafunda, þ.e. hvort eigi að hafa árlegan þingmannafund í þeim farvegi sem nú er eða skipta tíma þingmanna niður á sveitarfélögin.  Starfsmönnum SSV falið að vinna minnisblað um kosti og galla þessara leiða m.t.t.þess með hvaða hætti má ná sem bestum árangri.

 

Samgöngumál.

Formaður ræddi stöðu Spalar varðandi viljayfirlýsingu í tengslum við Kjalarnes og Sundabraut.  Lagt til að fá fund með forsvarsaðilum Spalar.

Hrönn Ríkharðsdóttir ræddi almenningssamgöngur og nauðsyn þess að vekja athygli á vsk hluta á gjaldi um Hvalfjarðargöng.  Fá fund með samgöngu- og fjármálaráðherra og leggja áherslu á að fá þennan hluta Hvalfjarðargangagjalds til framkvæmda.   Líflegar umræður sköpuðust um almenningssamgöngur í framhaldinu en það er von sveitarstjórnarfólks að skilvirkar almenningssamgöngur verði að veruleika.

Starfsmönnum falið að koma á opnum fundi um samgöngumál á Vesturlandi.

 

Málefni atvinnuráðgjafar

 

a.    Erindi Borgarbyggðar.

Ólafur fylgdi eftir erindi frá Borgarbyggð en sveitarfélagið setti á laggirnar starfshóp í atvinnumálum sem fulltrúar atvinnuráðgjafar koma að.  Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur sveitarfélaga frá janúarmánuði 2008. 

 

b.    Markaðsstofa Vesturlands.

Ólafur fór yfir stöðu í Markaðsstofu Vesturlands en hann situr í stjórn félagsins f.h. SSV.  Stjórn Markaðsstofunnar óskar eftir 1 millj. kr. sem fyrirframgreiðslu framlags fyrir árið 2010.  Samþykkt.

Ólafi falið að taka saman upplýsingar um framlög sveitarfélaganna til ferðamála á Vesturlandi.

 

  

Starfshópur um málefni fatlaðra

Hrefna gerði grein fyrir undirbúningsvinnu að ráðstefnu, varðandi flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna, sem haldin verður á Hótel Hamri 9. nóvember 2009.

 

Fundargerðir

ü  Verkefnisstjórn úrgangsmála hjá Sambandinu 09.09.09

ü  Starfshópur um yfirfærslu málefni fatlaðra 13.10.09

ü  Samráðsfundur sorpsamlaganna á suðvesturlandi 19.09.09

 

Önnur mál.

a.    Fundur með stjórn Sambandsins og fulltrúum landshlutasamtakanna 2. október 09.

Formaður gerði grein fyrir fundinum.

b.    Áskorun frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi áframhaldandi daglegrar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð.

Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, fylgdi málinu eftir.

Stjórn SSV tekur undir áskorun FV.

c.    Skólaþing sveitarfélaga 2. nóvember 2009.

Lagt fram.

d.    Ýmsar fréttir frá Vesturlandi.

Samþykkt að skora á RÚV að koma upp sendi svo Vestlendingar allir geti náð útsendingu svæðisútvarps Vesturlands og Vestfjarða en eins og staðan er í dag heyrast útsendingar aðeins á Norðanverðu Snæfellsnesi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.