57 – Sorpurðun Vesturlands

admin

57 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð
Sorpurðunar Vesturlands hf.
25. nóvember 2009

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi, miðvikudaginn 25. nóvember 2009 kl. 16.

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sigríður Finsen, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fjárhagsáætlun 2010
2. Ábyrgðargjald.
3. Stofnun reikninga
4. Staða framkvæmda
5. Erindi Vesturbyggðar
6. Hnitsetning í Fíflholtum.
7. Fundargerðir.
8. Önnur mál.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

Fjárhagsáætlun 2010
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.

Ábyrgðargjald.
Samkvæmt lögum um úrgangs frá 55/2003 tóku gildi hertar reglur um urðunarstaði 16. júlí 2009.  Er rekstraraðilum nú skylt að leggja í varasjóð sem nemur ábyrgð urðunarstaðarins í 30 ár eftir lokun hans.  Er Sorpurðun Vesturlands hf. því skylt að leggja á sérstakan reikning fjármagn til að standa straum af kostnaði við sýnatökur, úrvinnslu sýna, eftirlit og gassöfnun.  Samþykkt að afla frekari gagna.

Stofnun reikninga
Lögð fram gögn til undirritunar vegna stofnun reikninga í Arionbanka.  Gögn undirrituð.

Staða framkvæmda
Farið var  yfir stöðu framkvæmda í Fíflholtum.  Boraðar hafa verið niður þrjár leiðslur til gasrannsókna.  Lenging á urðunarrein nr. 3 stendur yfir auk þess sem unnið er að urðunarrein nr. 4.

Erindi Vesturbyggðar
Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar sem kynnt var á síðasta stórnarfundi 19.10.09. Samþykkt að fresta afgreiðslu og framkvæmdastjóra falið að skoða ákveðnar forsendur í málinu.

Hnitsetning í Fíflholtum.
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir hnitsetningu á jörðinni Fíflholtum.
Munnlegt samkomulag liggur nú fyrir við alla forsvarsaðila jarða sem liggja að landamerkjum.  Næsta skref að senda pappíra til undirritunar og síðar þinglýsingar.

Fundargerðir.
Samráðsnefnd sorpsamlaga 19.10.09 og 23.11.09.

Önnur mál.
a. Fréttablað Fenúr nóv.  2009.
b. Ráðstefna, umbúðalaus umræða.
c. Starfshópar á vegum samráðsnefndar.
d. Samráðsfundur Umhverfisstofnunar 3. des. n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir