57 – Sorpurðun Vesturlands

admin

57 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

23. október 2009.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands

Símafundur,  föstudaginn 23. október kl. 15:00.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. föstudaginn 23. október kl. 15.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn Jónasson,  Sigríður Finsen, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Sæmundur Víglundsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri.  Arnheiður Hjörleifsdóttir og Bergur Þorgeirsson boðuðu forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.     Erindi frá Vesturbyggð.

2.     Framkvæmdir í Fíflholtum og gasborun.

3.     Fjárhagsáætlun 2010.

4.     Fundargerðir

5.     Önnur mál.

 

Erindi frá Vesturbyggð.

Rætt erindi frá Vesturbyggð en borist hefur beiðni frá sveitarfélaginu um að Sorpurðun Vesturlands hf. taki við sorpi frá þeim til urðunar í Fíflholt.

Ekki tekin afstaða til erindisins.

 

Framkvæmdir í Fíflholtum og gasborun.

Farið yfir framkvæmdastöðu við urðunarrein nr. 4 í Fíflholtum.  Borun vegna gasrannsókna hefur frestast vegna veikinda.

Farið yfir erindi sem sent var stjórnarmönnum á tölvupósti en samkvæmt gögnum frá Verkís er lagt til að lengja urðunarrein nr. 3 um 100 metra.  Fundarmenn höfðu sent samþykki sitt á tölvupósti og var sú ákvörðun staðfest.  Að mati Verkís mun líftími urðunarreinarinnar lengjast um rúmt 1 ár við lenginguna.

 

Fjárhagsáætlun 2010.

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu liði í fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.

 

Fundargerðir

Ø  Verkefnisstjórn úrgangsmála hjá Sambandinu 09.09.09

Ø  Samráðsfundur sorpsamlaganna á suðvesturlandi 19.09.09

 

 

 

Önnur mál:

Ráðstefna um úrgangsmál 21. október 2009.

Framkvæmdastjóri og Sigríður Finsen gerðu grein fyrir ráðstefnu sem þær sóttu og var haldin í Reykjvík með yfirskriftinni ,,umhverfisvæn og hagkvæm meðhöndlun”.  Að ráðstefnunni stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga, umhvefisráðuneytisins og UST.

 

Ábyrgðargjald.

Framkvæmdastjóra falið að finna út kostnað við vöktun urðunarstaðarins á ársgrundvelli.

 

Aðalskipulag Borgarbyggðar.

Framkvæmdastjóri sagði frá erindi til skipulagsnefndar Borgarbyggðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.