70 – SSV stjórn

admin

70 – SSV stjórn

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV mánudaginn
17. ágúst 2009 kl. 10

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV mánudaginn 17. ágúst 2009 kl. 10.  Mætt voru:  Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Erla Friðriksdóttir og Kristjana Hermannsdóttir.  Áheyrnarfulltrúi Ása Helgadóttir,  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

1.                   Aðalfundur SSV 11. – 12. september 2009.

2.                   Endurnýjun menningarsamnings

3.                   Málefni fatlaðra.

4.                   Lýðræðismál.

5.                   Málefni atvinnuráðgjafar

6.                   Fundargerðir

7.                   Umsagnir þingmála.

8.                   Önnur mál.

 

1     Aðalfundur SSV 11. – 12. september 2009.

Ályktanir – árgjald og fjárhagsáætlun – dagskrá.

Páll fór yfir drög að dagskrá.  Farið var yfir ályktanir til aðalfundar SSV.  Góðar umræður urðu um drög að ályktunum samgöngunefndar til aðalfundar.  Rætt um að kalla eftir drögum að ályktunum frá þeim sem best til þekkja hverju sinni. 

Lagt fram uppgjör fyrir fyrstu 7 mánuði ársins.  Rætt um forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2010 og framlag sveitarfélaga til SSV.

 

2     Endurnýjun menningarsamnings

Borist hefur beiðni frá Jóni Pálma Pálssyni, formanni Menningarráðs Vesturlands, um að stjórn SSV komi að vinnu við að fá endurnýjun menningarsamningsins en allir samningar á landinu, utan einn, eru nú lausir í lok árs.  Einnig hefur hann farið þess á leit við stjórn SSV að tryggð verði aðkoma sveitarfélaga á Vesturlandi að samningnum.

Nokkur umræða varð um Menningarsamninginn, ávinning hans og stefnu.

Stjórn SSV styður það eindregið að unnið verði að endurnýjun samningsins.

 

3     Málefni fatlaðra.

Ása Helgadóttir, formaður starfshóps um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga, og Hrefna B. Jónsdóttir, fóru yfir fundi sem haldnir hafa verið með starfshópnum og er niðurstaðan sú að fá Einar Njálsson, verkefnisstjórna nefndar á vegum Félagsmálaráðuneytis, að koma á aðalfund SSV og fara yfir þessi mál.  Í framhaldinu að skipulegga málþing um verkefnið innan Vesturlands.  Umræða varð um fyrirkomulag velferðarþjónustu á Vesturlandi.

  

4    Lýðræðismál.

Málþing verður um lýðræðismál í sveitarfélögum 19. ágúst n.k.  Einnig mun fulltrúi lýðræðisnefndar sambandsins koma á aðalfund SSV en nefndin óskaði eftir því að fá að koma á fundinn þar sem leidd verður umræða meðal sveitarstjórnarmanna um nýjar lýðræðisleiðir.

Páll fór yfir hlutverk nefndarinnar og þær hugmyndir sem liggja fyrir.

 

5    Málefni atvinnuráðgjafar

Endurnýjun vaxtarsamnings

Ólafur Sveinsson sagði frá vinnuhópi sem skipaður hefur verið til að vinna að endurnýjun vaxtarsamnings.  Hana skipa:  Páll Brynjarsson SSV, Guðrún Elsa Gunnarsdóttur Akraneskaupstað, Arnheiður Hjörleifsdóttir frá ferðaþjónustunni og Hvalfjarðarsveit, Grímur Atlason Dalabyggð, Kristinn Jónasson Snæfellsnesi, Jón Gíslason Borgarbyggð, Þorvaldur T Jónsson Landbúnaðarháskóla Íslands og Geirlaug Jóhannsdóttir frá Háskólanum á Bifröst.

Til viðbótar verða fulltrúar frá Samráðsvettvangi atvinnulífsins á Vesturlandi og Markaðsstofu Vesturlands kallaðir til samráðs og álitsgjafar.

 

 Áhrif efnahagssamdráttar á sveitarfélög.

Vífill Karlsson, hagfræðingur, kom inn á fundinn og sagði frá könnun um áhrif efnahagssamdráttar á sveitarfélög.

,,Kreppan á Vesturlandi: Áhrif 10% samdráttar á atvinnustig á Vesturlandi, brotið upp eftir sveitarfélögum“  Vífill lagði fram ágrip af skýrslunni.

Skýrslan er á lokavinnslustigi og verður send út innan nokkurra daga.

 

6    Fundargerðir

a.      UKV – stjórnarfundur

b.      SASS – stjórnarfundur frá 14.08.09.

c.      Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála 5.06.09.

 

7    Umsagnir þingmála.

·         Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.

Lagt fram til kynningar.

 

8     Önnur mál.

 

Aðalfundir FV og SSNV.  Dagskrár.

Lagt fram.

 

Aðalfundur UKV – umboð og niðurstaða ársreiknings.

Hrefnu B. Jónsdóttur veitt umboð f.h. SSV á aðalfundi UKV:

Rekstrarreikningur UKV fyrir árið 2008 lagður fram.

Rætt um ferðaþjónustu og mikla umferð um Vesturland.

 

Viðbragðsáætlanir

Lagt fram.

 

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga í Mosfellsbæ 18. Júní 2009.

Páll Brynjarsson fór yfir drög  að hugmyndum frá starfshópi um endurskoðun á hlutverki landshlutasamtaka sveitarfélaga.  Einnig fór hann yfir kynningu Karls Björnssonar á sóknaráætlunum sem verða til umfjöllunar á aðalfundi SSV 12. sept. n.k.

 

Ráðstefna um úrgangsmál miðvikudaginn 21. október kl. 13 – 17.

Tilkynnt.

 

Þorgrímur tók upp umræðu um tónlistarnám og almenna tómstundaiðju og vandkvæði fámennari sveitarfélaga að halda uppi starfi af þessu tagi.  Hann varpaði þeirri spurningu til stjórnarmanna hvort einhver umræða hefði orðið um samstarf.  Nokkur umræða varð um tómstundaiðju og var Hrefnu falið að kynna þessa fyrirspurn til Símenntunarmiðstöðvarinnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  12:20

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.