86 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

86 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

86. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Miðvikudaginn 12.08.2009 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi og hófst fundur kl. 16.00.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Gísli S. Einarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Erla Þorvaldsdóttir
 
Ása Hólmarsdóttir, sem ritaði fundargerð
Helgi Helgason
 
1.     Samningur HeV og Hvalfjarðarsveitar um starfsstöð og þjónustu.
Formaður lagði fram minnisblað er varðar sameiningu starfsstöðva Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 11. ágúst s.l. Umræður um drög að samningi um leigu á nýju skrifstofuhúsnæði fyrir starfsstöð HeV í Hvalfjarðarsveit.  
Formaður lagði til að samningurinn yrðu samþykktur.
Samþykkt samhljóða.
 
2.     Svar Sýslumanns Snæfellinga vegna rannsóknar á urðun í Látravík við Grundarfjörð.
Framkvæmdastjóri fór yfir málsatvik.  Svar sýslumanns lagt fram. Málið skoðað síðar.
      Framlagt.
 
3.     Fjárhagsáætlun 2010
Framkv.stj lagði fram skjal yfir stöðuna 27.07.  Staða fjármála rædd og kom inn í umræðuna fyrri samþykktir heilbrigðisnefndar um aukin verkefni.
Samþykkt að leggja fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2010 á næsta fundi.
 
4.     Starfsleyfisumsóknir/starfsleyfi/umsagnir
Framkv.stj fór yfir starfsleyfi og umsagnir síðustu vikna.
·        ISS Ísland ehf., mötuneyti Grundartanga
·        Hreinsistöðvar OR Varmalandi, Reykholti og Bifröst. Auglýsingu lokið engar athugasemdir bárust.
·        Hvalur hf,. kjötvinnsla Akranesi
·        Fjaran, ferðaþjónusta Kolviðarnesi 2
·        Farfuglaheimilið Borgarnesi, Borgarbraut 9-13
 
·        Háskólinn á Bifröst v/sumargistiheimilis
·        Gagnleysa ehf vegna heimagistingar Lágholti 11, Stykkishólmi
·        Gistiver ehf vegna heimagistingar Laufásvegi 1, Stykkishólmi
·        Fimm fiskar ehf. vegna heimagistingar Þingvöllum, Helgafellssveit
·        Nesbrauð ehf. vegna endurnýjunar á starfsleyfi
·        Veiðiveitingar ehf. vegna veiðihúss við Langá
·        Svava Víglundsdóttir vegna veiðihúss við Haukadalsá
·        Spútnik bátar ehf. vegna veitingastaðar Kirkjubraut 11, Akranesi
·        Golfvöllurinn Glanni vegna golfskála í landi Hreðavatns
·        Hreggnasi ehf. vegna veiðihúss við Grímsá
·        Guðrúnar Kristjánsdóttur vegna golfskála Borgarnesi
·        Undir Jökli ehf. vegna Hótels Stykkishólms
·        Debit ehf. vegna veiðihúsa við Þverá og Kjarrá
·        Félagsheimilið Dalabúð vegna endurnýjunar starfsleyfis
·        Unnur Emanúelsdóttir vegna Félagsheimilisins Klifi, Ólafsvík
            Samþykkt.
 
5.     Úrskurður úrskurðarnefndur um hollustuhætti og mengunarvarnir um kærumál vegna dreifingar á svínaskít frá Melum á jörðinni Belgsholti. (júní 09) þar sem ákvörðun HeV var staðfest.
Framkv.stj útskýrði samhliða lið 5. og 6. ákvæði starfsleyfa vegna undanþáguheimilda og  úrskurð úrskurðarnefndar frá júní 2009. Mikil umræða var um málið og úrskurðinn.
Framlagt.
 
6.     Lög nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveita (ath. 4. gr. laganna)
Samþykkt að kynna sveitarstjórnum efni laganna sem lýtur að skipulagi fráveitumála í dreifbýli.
 
7.     Starfsleyfi fyrir kræklingarækt (bláskeljarækt).
Framkv.stj útskýrði væntanlegar breytingar á reglugerð nr. 785/1999 vegna starfsleyfis fyrir kræklingarækt.
 
8.     Matvælafrumvarp nr.3
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis við lagafrumvarpi um breytingar á matvælalögum.
  
9.     Önnur mál.
·        Starfsmaður fór á 2 námskeið á vegum UST á vordögum: ,,námskeið í sundlaugaeftirliti” 3. júní og ,,námskeið um eftirlit á leiksvæðum” 25. og 26. maí..  HeV  eignaðist forláta sýrustigs- og klórmæli frá Gróco á sundlauganámskeiðinu í sérstöku happdrætti heilbrigðiseftirlitssvæðanna.
 
·        Ráðningarsamningar starfsmanna.
Samþykkt að flýta þeirri vinnu
 
·        Hestaleigur-hestaferðir:
Framkv.stj. greindi frá því að vitað væri um nokkra aðila sem væru með hestaleigu og gistingu í heimahúsi án þess að hafa tilskilin leyfi.
 
Fundi slitið kl 17:25