56 – Sorpurðun Vesturlands

admin

56 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

20. ágúst 2009.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn  í Snæfellsbæ,  fimmtudaginn 20. ágúst kl. 16:00.

 

Fundurinn hófst með heimsókn á starfssvæði Gámaþjónustunnar í Snæfellsbæ.  Þar tóku á móti stjórn og framkvæmdastjóra forsvarsaðilar Gámaþjónustunnar og fóru þeir yfir starfsemina á svæðinu.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. fimmtudaginn 20. ágúst kl. 16.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigríður Finsen, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Sæmundur Víglundsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.     Milliuppgjör Sorpurðunar    janúar – júní.

2.     Undanþága frá gassöfnun til tvegga ára.

3.     Reglubundið eftirlit UST í Fíflholtum 30.04 og svarbréf Sorpurðunar og Verkís vegna verklagsreglu við urðun asbeströra.

4.     Aðalskipulag Borgarbyggðar.

5.     Staða framkvæmda

6.     Staðfesting svæðisáætlana.

7.     Magntölur

8.     Fundargerðir.  

9.     Önnur mál.

 

Milliuppgjör Sorpurðunar    janúar – júní.

Lagt fram milliuppgjör fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.  Gjaldskrármál rædd í tengslum við það. 

Samþykkt að hækka gjaldskrána.  Almennt sorp úr 5,15 pr. kg.  í 5,50 pr. kg.  Sláturúrgangur úr 10,50 kr. pr. kg. Í 11,30 pr. kg.  Hækkunin tekur gildi frá 1. október 2009.

 

Undanþága frá gassöfnun til tvegga ára.

Sorpurðun Vesturlands sótti, til Umhverfisráðuneytis, um undanþágu frá gassöfnun í tvö ár.  Undanþágan er veitt og bundin því skilyrði að Sorpurðun Vesturlands hf. nýti undanþágutímann til að kanna hvort gasmyndun eigi sér stað og geri viðeigandi ráðstafanir varðandi gassöfnun í haugnum til frambúðar.  Kynna skal rannsóknir á myndun hauggass fyrir UST sem metur hvort um verulega gassöfnun er að ræða eða óverulega.

 

Samþykkt að hefja rannsóknir að gasmyndun.  Framkvæmdastjóra falið að gera framkvæmda- og tímaáætlun.

 

16. júlí 2009 tóku gildi hertari reglur á urðunarstöðum.   Hnitsett hefur verður staðsetning á urðunarstöðu þann dag . 

 

Reglubundið eftirlit UST í Fíflholtum 30.04 og svarbréf Sorpurðunar og Verkís vegna verklagsreglu við urðun asbeströra.

Lagt fram bréf frá UST, dags. 5. júní 09, í framhaldi af reglubundnu mengunarvarnaeftirliti UST þann 30. apríl sl.  UST fer fram á að SV geri ráðstafanir til að hylja asbeströr á viðeigandi hátt í urðunargryfju í lok vinnudags og sendi tillögu að framkvæmd þess fyrir 5. júlí 09.  SV og VERKÍS sendu sameiginlegt svarbréf, dags. 12.06.09.  Farið var yfir feril málsins, allt frá því verklagsregla var gerð að beiðni UST í ágúst 2006 og síðar sett fram í heild sinni í grænu bókhaldi ársins 2006 og unnið hefur verið eftir.  Farið er fram á að krafa UST um jarðvegshulu yfir asbeströr í lok hvers vinnudags sé byggð á misskilningi og fer fram á að hún verði dregin til baka.  Svar hefur ekki borist.

 

Aðalskipulag Borgarbyggðar.

Lagt fram erindi frá Landlínum varðandi aðalskipulag Borgarbyggðar 2008-2020 þar sem SV er boðið að gera athugasemdir við skipulagstillöguna eins og hún var kynnt með erindinu dags 22.05.2009.  SV benti á Sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009 – 2020 og tekið var fram að eðlilegt væri að Svæðisáætlunarinnar verði getið í Aðalskipulagi Borgarbyggðar.

Mikilvægt er að samræmi sé á milli aðalskipulags sveitarfélaga og Svæðisáætlunar.

Nokkur umræða varð um afmarkað urðunarsvæði í Fíflholtum og nauðsyn þess að hafa það stærra m.t.t. aðalskipulags til ársins 2020.  Framkvæmdastjóra falið að koma því til Landlína að fá skilgreint stærra urðunar-  og athafnasvæði starfseminnar en nú er þar sem um aðalskipulag til ársins 2020 er að ræða.  Í Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sem einnig gildir til ársins 2020, hefur m.a. verið rætt um Fíflholt sem umhleðslustöð fyrir Vesturland.

 

Staða framkvæmda

Guðbrandur Brynjúlfsson fór yfir stöðu framkvæmda í Fíflholtum en vinna stendur nú yfir við gerð urðunarrein nr. 4.

Rætt um kostnað við sprengingar og framkvæmdastjóra falið að skoða það mál með verkfræðingi SV.

 

Staðfesting svæðisáætlana.

Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa staðfest Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009 – 2020.

 

Magntölur

Á fyrstu 7 mánuðum ársins voru urðuð 5.438 tonn í Fíflholtum á móti 6.105 á sama tíma á árinu 2008.   Að stærstum hluta verður þessi samdráttur til í júní og júlí. 

.

 

 

Fundargerðir.   

Ø  Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra Sveitarfélaga á sviði úrgangsmála 5. júní 2009.

 

 

Önnur mál.

a.    Ráðstefna um úrgangsmál verður haldin  21. Október.  

Lagt fram til kynningar.

b.    Samkomulag um framkvæmd svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.  Lagður fram endanlegur samningur.

c.    Rætt um ráðstafanir vegan svínaflensu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:25.

Hrefna B. Jónsdóttir.