6. – Markaðsstofa Vesturlands
Stjórnarfundur Vesturlandsstofu ehf.
Hótel Hamri, þriðjudaginn 10. febrúar 2009.
Mættir: Gísli Ólafsson, Helga Ágústsdóttir, Hansína B. Einarsdóttir, Steinar Berg, Hlédís Sveinsdóttir, Unnur Halldórsdóttir og Jónas Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Fjarverandi: Sigurborg Hannesdóttir og Karen Jónsdóttir.
Dagskrá.
- Fundargerð síðasta stjórnarfundarþ Samþykkt án athugasemda.
- Fundargerðir framkvæmdaráðs. Samþykktar án athugasemda.
- Skýrsla framkvæmdastjóra. Ánægja með skýrsluna og aðilum finnst mikilvægt að geta fengið yfirsýn yfir vinnu, skiptingu á milli verkefna og annað slíkt.
- Starfsmannamál. Ingeborg nýr starfsmaður á upplýsingamiðstöð Vesturlands heimsótti fundinn og kynnti sig fyrir stjórn og hún fyrir Ingeborg.
- Ferðamálastofa – úthlutun af fjáraukalögum. JG sagði frá þeim hugmyndum sem þar eru í gangi en ekki er enn ljóst hvernig fjármunir til markaðssetningar dreifast á markaðsstofurnar. Fundur áætlaður á næstu dögum, jafnvel á fimmtudaginn þar sem Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa ætla að kynna tillögur sínar.
- Fjárhagsáætlun 2009. JG bar upp aftur þar sem nokkur atriði hafa skýrst betur eða tekjur/gjöld færst til. Samþykkt með örfáum breytingum þ.e. birtingakostnaður fyrir feb tekinn út. Ákveðið að taka upp mánaðarlega þar sem eðlilegt er að áætlun breytist í takt við rekstur á fyrsta ári. Í framhaldi af því kom fram að bókhald árið 2008 er næstum klárt en vantar að klára smámál með Ferðamálasamtökum Vesturlands og tvö mál gagnvart UKV.
- Húsnæðismál. Samningur vegna Sólbakka 2 lagður fyrir til umræðu. Athugasemd kom um að menn töldu eðlilegt að leigusali sæi um eldvarnir í húsnæðinu m.a. vegna þess að önnur starfsemi er í húsinu sem er eldfimari en mörg önnur. Annars samþykktur sem slíkur.
- Innganga í SAF. Rætt um kosti og galla. Fundarmenn sammála um að tengslin og upplýsingaveitan væri mikilvægasti kosturinn. Fundarmenn á því að starfsemi SAF væri kröftug og jákvæð og því hagur bæði SAF og Markaðsstofunnar að eiga í góðu samstarfi. Samþykkt.
- Vefmál. JG kynnti stöðuna á vefmálum en ennþá er unnið í enska vefnum og sá íslenski er áætlaður í loftið 10. mars. Gagnrýni kom fram á að ekki séu allar ábendingar lagfærðar sem sendar eru. JG svaraði því til að flestar sem hægt er að lagfæra sé búið en aðrar séu í vinnslu vegna tæknilegra mála svo og hafa verið settar á hold þ.e. vegna ýmissa ástæðna.
- Sögulandið Vesturland. JG fór stuttlega í gegn um kynningu á Sögulandinu og hvernig horfa má á hvernig má kynna, hvaða skref má taka og til hvaða aðgerða ef einhverra ætti að grípa á næstunni. Lagði áherslu á að strax væri gripið til aðgerða. Fundarmenn sammála um að leggja þurfi strax af stað en mikilvægasta skrefið sé að sameiginlegur skilningur ferðaþjónustuaðila á vörunni sé til staðar. Allir sammála um að Markaðsstofan verkstýri Sögulandinu og skipaður verði vinnuhópur til að þróa verkefnið með stofunni. JG uppfærir kynninguna og flytur hana á fundi ASG í næstu viku. Tillögur að aðilum verkefnisstjórn; Helga Ágústsdóttir, Margrét hjá SSV og einn í viðbót. Athuga með að fá Torfa til að liðsinna hópnum þegar þörf krefur.
- Styrkjamál.
Styrkir iðnaðarráðuneytis til uppb. ferðaþjón. Landsbyggðinni. Sækja um styrk í Sögulandið Vesturland og horfa þá sérstaklega til fyrsta hluta verkefnisins/hrinda því úr vör. Fá sem flesta til að standa saman að umsókninni t.d. sveitarfélögin og fleiri.
Markaðsátak í Evrópu 2009, Ferðamálastofa. JG sagði frá því að upp hefði komið hugmynd um að markaðsstofur landshlutanna mundu sækja sameiginlega um í þetta verkefni og fundarmönnum leist vel á það.
Átak til atvinnusköpunar. Rætt hvort það henti Markaðsstofunni að sækja um í þetta verkefni. Ákveðið að sækja um styrk til ráðningar verkefnisstjóra/starfsmanns til að liðsinna/þróa/hanna með aðilum ýmsar vörur sem falla undir Sögulandið Vesturland.
- Önnur mál
Stjórnarseta
Rætt um hvaða fyrirkomulag sé réttast varðandi greiðslur vegna stjórnarsetu þ.e. aksturskostnað, laun og annað. Samþykkt að greiðsla frá Markaðsstofu sé kr. 15.000 á einstakling á hvern fund. Framvegis eru varamenn eingöngu boðaðir ef um er að ræða forföll aðalmanna.
Ferðalög og frístundir.
Ferðamálasamtök Íslands sendu boð á Ferðamálasamtök Vesturlands um að taka þátt í matreiðslukeppni landshlutanna á sýningunni Ferðalög og Frístundir í maí og kostar þáttaka kr. 200.000. Fundarmenn sammála um að taka ekki þátt.
Ráðningarsamningur JG
Engar athugasemdir gerðar að svo stöddu. JG sendir á stjórn til athugasemda og samþykktar á næsta fundi.
Hestamót
Fjórðungsmót hestamanna haldið að Kaldármelum 1 – 5 júlí 2009. Mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna til að nýta sér
Fundi slitið kl. 16:40
Næsti fundur boðaður 2. mars 2009 kl. 09:30 að Hótel Hamri.