52 – Sorpurðun Vesturlands

admin

52 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð
14. janúar 2009.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands verður haldinn  á
Skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudaginn 14. janúar 2008 kl. 16.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. Haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudaginn 14. janúar 2008 kl. 16.

 

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Bergur Þorgeirsson, Kristinn Jónasson og Sigríður Finsen.  Gunnólfur Lárusson boðaði forföll.  Auk þess sat fundinn Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem einnig ritaði fundargerð.

Gestur fundarins var Ögmundur Einarsson, verkefnisstjóri.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008 – 2020
LCA skýrsla.(lífsferilsgreining)
Ögmundur Einarsson verkefnisstjóri kynnir skýrsluna.
2. Ársreikningur 2008 – drög
3. Magntölur
4. Samningur milli SSV og SV. hf.
5. Fundargerðir.
6. Önnur mál.

 

Formaður setti fund.  Bauð Ögmund velkominn og bauð honum að kynna svæðisáætlun og þau verkefni sem tengjast verkefnisstjórn.

 

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008 – 2020
LCA skýrsla.(lífsferilsgreining)
Ögmundur Einarsson verkefnisstjóri verkefnisstjórnar kynnir skýrslurnar.
Ögmundur Einarsson, verkefnisstjóri verkefnisstjórnar, kynnti sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008 – 2020.
Í framhaldi kynningar varð góð umræða um efni skýrslunnar og ýmis hagnýt atriði fyrir fundarmenn. 

 

Ársreikningur 2008 – drög
Farið yfir drög að ársreikningi.  Ársreikningurinn mun verða tilbúinn innan 10 daga.

 

Magntölur
Samtals voru urðuð á árinu 2008 10.412 tonn af úrgangi í Fíflholtum á móti 11.267 tonnum árið 2007.  Árið 2006 voru urðuð 12.898 tonn í Fíflholtum sem var það mesta sem komið hefur inn á einu ári.  Þetta er því annað árið í röð sem sorpmagn fer minnkandi á milli ára. 

 

Rætt um magn sorps frá sveitarfélögunum og hvernig megi bæta skráningu.  Ekki sjást magntölur sveitarfélaga í upplýsingum sem til eru hjá SV.  Vigtarnótur frá Fíflholtum eru stílaðar á verktaka og reikningar þar með líka.  Rætt um að fá sveitarfélögin með í verkefni um bætta skráningu.

 

Samningur milli SSV og SV.

Farið yfir samning milli SSV og SV en SSV hefur séð um rekstur Sorpurðunar Vesturlands frá upphafi.

 

Fundargerðir.
a. Verkefnisstjórn um framtíðarlausnir í úrgangsmálum 18.12.2008.

 

Önnur mál.
Rætt um dagsetningu aðalfundar.  Framkvæmdastjóra falið að finna hagkvæma dagsetningu fyrir aðalfund.

 

Rætt um lántöku vegna framkvæmda við urðunarrein.

 

Rætt um góða umgengni í Fíflholtum

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.