67 – SSV stjórn

admin

67 – SSV stjórn

 Stjórnarfundur haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn

10. febrúar 2009 kl. 10.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV þriðjudaginn 10. febrúar 2009.  Mætt voru: Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Eydís Aðalbjörndóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson.  Áheyrnarfulltrúi: Ása Helgadóttir.  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð.

 

1. Ársreikningur SSV

Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga félagsins.  Heildartekjur voru 73,1 millj. kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði kr. -3.628.545.  Rekstrarhalli ársins kr. 1.498.657.  Meðfylgjandi í ársreikningi er rekstraryfirlit vegna atvinnuráðgjafar.

 

2. Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands –

    Staða fyrirtækisins.

Páll fór yfir aðdraganda að stofnun og fjárframlög til Vesturlandsstofu. 

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu UKV sem nú er lagt niður og Vesturlandsstofa tekin við verkefnum UKV.  Eins og staðan var 30. jan sl. var tékkareikningur fyrirtækisins í yfirdrætti að upphæð kr. 904.734. 

Páll Brynjarsson fór yfir stöðu ferðamálanna.  Hann rakti einnig þá samþykkt stjórnar að aukaframlag hefði verið samþykkt til UKV sl. haust sem framlag SSV til ferðamála fyrir árið 2009.  Það var gert til að greiða þann yfirdrátt sem þá var á fyrirtækinu en UKV hætti störfum 1. sept.  Síðan þá hefur vörum í umboðssölu verið skilað og reikningar sem eftir stóðu verið greiddir.

Markviss umræða varð um framlög til ferðaþjónustunnar frá SSV og Vaxtarsamnings og flutning starfsemi Vesturlandsstofu frá Hyrnunni upp á Sólbakka.

Samþykkt að SSV geri upp fyrirtækið UKV og framkvæmdastjóra falið hafa umsjón með verkinu.

 

3.  Samgönguráðuneytið – svör til nefndar.

Lögð fram þau svör sem send voru samgönguráðuneytinu við þeim fyrirspurnum sem bárust frá starfshópi sem hefur það hlutverk að fara yfir starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga.

 

4  Vaxtarsamningur – staða.

Erla Friðriksdóttir fór yfir stöðu Vaxtarsamnings.  Lögð fram framvinduskýrsla verkefnisins.

Nokkrar umræður urðu um verkefni sem hafa verið í gangi og eru í farvatninu.  Einnig rætt um endurnýjun Vaxtarsamnings en hann rennur út á yfirstandandi ári.

 

5  Svæðisráð um málefni fatlaðra.

Albert Eymundsson, félagsmálastjóri á Snæfellsnesi, hefur óskað eftir lausn frá setu í Svæðisráði um málefni fatlaðra á Vesturlandi.  Ástæðan er búferlaflutningar.  Sveinn Elinbergsson muna taka sæti hann í Svæðisráði. 

 

6  Íslensk byggðamál á krossgötum – ráðstefna 20. febrúar 2009

Lögð fram dagskrá ráðstefnu sem haldin verður í Menntaskóla Borgarfjarðar þann 20. febrúar n.k.  Ráðstefnan ber yfirskriftina Íslensk byggðamál á krossgötum og er heimaviðburður í tengslum við þátttöku landshlutasamtakanna á Opnum Dögum.  Ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að ráðstefnunni.  Rætt um mikilvægi þess að fá heimamenn til ráðstefnunnar.

 

7. Málefni atvinnuráðgjafar

Starfsáætlun SSV – þróunar og ráðgjafar.

Lögð fram starfsáætlun SSV þ&r en hún hefur verið send Byggðastofnun.

 

Frumkvöðladagur

Rætt um farveg á tilnefningu frumkvöðuls Vesturlands 2008.  Samþykkt að halda samskonar fyrirkomulagi og á síðasta ári.  Nefndarmenn þeir sömu:  Hrönn Ríkharðsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir.

 

Hagvísar

Vífill Karlsson kynnti nýjasta Hagvísi  sem tengist búferlaflutningum og mannfjöldaþróun á Vesturlandi.

 

Kynning viðhorfskannana

Rætt um að halda kynningu á þeim gögnum sem SSV á.  Rætt um tvær viðhorfskannanir sem gerðar voru með 3ja ára millibili og gefur góða mynd af svæðinu og væntingum íbúanna.  Atvinnuráðgjöfinni falið að skipuleggja kynningar á svæðinu.

 

Evrópuverkefni

Páll fór yfir erindi SSV til Jöfnunarsjóðs sem varðar frekari útfærslu á Evrópuverkefni SSV.  Jöfnunarsjóður hefur svarað þess efnis að erindið verði ekki afgreitt fyrr en búið sé að meta afrakstur af rekstri skrifstofu Sambandsins í Brussel. 

Ólafur fór yfir erindi frá Önnu Margréti á skrifstofu Sambandsins í Brussel þar sem hún ítrekar að ef ætlunin sé að taka þátt í Open Days þetta árið verði að skrá þátttöku.

 

Opnir dagar í Borgarnesi

Sagt frá Opnum dögum sem haldnir voru í Borgarnesi föstudaginn 6. febrúar sl.

  

Greining á stöðu svæðisins

Vífill Karlsson fór yfir vinnu sína í því að meta stöðu kreppunnar hér á Vesturlandi.  Hann fór yfir vinnu sína en sagði þetta verkefni í áframhaldandi vinnslu og þróun.

 

Sprotinn – frumkvöðlasetur á Hvanneyri.

Ólafur kynnti og lagði fram gögn varðandi frumkvöðlasetrið Sprotann sem stofnað hefur verið af  Landbúnaðarháskóla Íslnads.  Beiðni hefur borist til SSV um aðkomu að verkefninu og þátttöku í verkefnisstjórn. 

 

Átthagastofa í Snæfellsbæ.

Ólafur kynnti beiðni Snæfellsbæjar um þjónustusamning um rekstur Átthagastofu.

 

8. Fundargerðir

Alþjóðanefnd sveitarfélaga 9.01.09.

Sorpurðun Vesturlands hf. 14.01.09

Símenntunarmiðstöðin 26.01.09

 

9. Önnur mál.

 

a.      Svar ÞKG við bréfi Sturlu Böðvarssonar.

Lagt fram svar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra, til Sturlu Böðvarssonar, og varðar frestun gildistöku laga og reglugerða sem valda muni auknum kostnaði í rekstri sveitarfélaga.

 

b.      Sameining heilbrigðisstofnana.

Lagðar fram umsagnir Borgarbyggðar og Grundarfjarðarbæjar sem varða sameiningu heilbrigðisstofnana á Vesturlandi.

 

c.       Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Lagt fram erindi Jöfnunarsjóðs en þar kemur fram að áætlað framlag til landshlutasamtaka er 131,2 m.kr. á árinu 2009.  16,4 millj. kr. til SSV.

 

d.      Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 6.03.2009

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn 6. mars 2009.

 

e.      Ársskýrsla Spalar

Lögð fram Ársskýrsla spalar en framkvæmdastjóri sótti aðalfund þann 10. des. sl.

 

f.        Sveitarfélög og svæðasamstarf

Lögð fram grein Kristján L. Möllers samgönguráðherra, sem skrifuð var í Mbl. 21. janúar sl. um ,,sveitarfélögin í Evrópusamstarfinu“

 

g.       www.samlausn.is

Sagt frá kynningu sorpsamlaganna á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ásamt umhverfisskýrslu.

 

 

h.      Menningarráð – ályktanir.

Lögð fram ályktun um menningarmál frá formanni Menningarráðs Vesturlands.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.