25 – SSV samgöngunefnd

admin

25 – SSV samgöngunefnd

Samgöngunefnd SSV

 

F U N D A R G E R Ð

 

 

Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV föstudaginn 13. febrúar 2008 kl. 15:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi. 

 

Mætt voru: Davíð Pétursson, Kristinn Jónasson, Sigríður Finsen, Hallfreður Vilhjálmsson, Sæmundur Víglundsson, Finnbogi Leifsson, Guðmundur Vésteinsson.  Gestur fundarins var Magnús Valur Jóhannsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV, sem einnig ritaði fundargerð.

 

Davíð Pétursson, aldursforseti fundarins, setti fund og bauð fundarmenn velkomna og setti dagskrá. 

 

 

Kosning formanns.

Fyrsti liður var kosning formanns.  Voru fundarmenn á einu máli um að Davíð Pétursson yrði formaður svo það gekk eftir.

 

Magnús Valur sagði frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.

Verið er að vinna að að vegaáætlun.  Heildarvegafjárveiting er 31,7 milljarðar sem er töluverð skerðing miðað við það sem áætlað var áður, en samkvæmt fyrri áætlun var reiknað með 35 – 36 milljörðum.  Magnús sagði að kostnaður verka hefði gjörbreyst og úr frá þeirri stöðu var það hans huglæga mat að um væri að ræða 35% skerðingu.  Minni peningar og dýrari verk.  Hann sagði þau verk sem hefðu verið og væru í gangi verðtryggð og hefði því orðið mikil hækkun.

Magnús Valur sagði eitt stórt verk fara í gang á þessu ári og það er á Barðaströnd en hann sagðist ekki geta annað en bara vonast að minni verk komi inn.

 

Nokkur umræða varð um með hvaða hætti mætti beita áhrifum til að ná verkum til Vesturlands og tvinnaðist atvinnusköpun inn í þá umræðu þar sem atvinnuleysi er orðið talsvert á Vesturlandi.  Rætt um Uxahryggjaleið og hugmyndir ferðaþjónustunnar um framgang í vegamálum.

Rætt um að fá fund með samgönguráðherra

Rætt um afreinar, hönnun þeirra og hættuleg gatnamót.

Rætt um nauðsyn þess að þær vegaframkvæmdir sem nú eru inni á vegaáætlun á Vesturlandi verði áfram inni en ef til niðurskurðar kemur þá verði hann hlutfallslega jafn.

 

Hrefnu falið að fá fund með þingmönnum kjördæmisins.

 

 

Vegaskrá

Málið rætt og beðið eftir niðurstöðu samráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðarinnar.

 

Önnur mál.

Engin önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.