53 – Sorpurðun Vesturlands

admin

53 – Sorpurðun Vesturlands


Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn  á
Skrifstofu SSV í Borgarnesi föstudaginn 13. febrúar 2009 kl. 14:30.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi föstudaginn 13. febrúar 2009 kl. 14:30. 

Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn Jónasson, Sigríður Finsen, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sæmundur Víglundsson, Gunnólfur Lárusson og Bergur Þorgeirsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem einnig ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ársreikningur 2008
2. Grænt bókhald
3. Bætt skráning – erindi til sveitarfélaga.
4. Umhverfisstofnun – mengunarvarnaeftirlit.
5. Erindi frá UST – endurskoðun starfsleyfis eða lokun urðunarstaðar.
6. Önnur mál.

 

Stjórnarformaður, Guðbrandur Brynjúlfsson, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Ársreikningur 2008
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning 2008.  Rekstrartekjur voru 52.562.796 kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði voru 54.372.523 kr.  Fjármagnsgjöld voru 2.913.752 og rekstrarhalli ársins 3.522.644 kr.  Í reikningum ársins 2008 eru 14 millj. kr. gjaldfærðar vegna urðunarreinar nr. 4. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.  Stjórn leggur til að ekki verði greiddur út arður.

 

Grænt bókhald
Framkvæmdastjóri fór yfir grænt bókhald Sorpurðunar Vesturlands hf. fyrir árið 2008.
Samþykkt samhljóða.

 

Bætt skráning – erindi til sveitarfélaga.
Framkvæmdastjóri fór yfir erindi sem sent hefur verið til sveitarfélaga og varðar bætta skráningu á sorpflokkum og sorpmagni sem fellur til á Vesturlandi.  Nokkur umræða varð í kjölfarið enda stjórnarmenn áhugasamir um að sveitarfélög taki almennt vel í erindið svo bæta megi skráninguna.

 

Umhverfisstofnun – mengunarvarnaeftirlit.
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar (UST) frá 30. janúar 2009.  Einnig lagt fram svarbréf við erindi UST dags. 5. feb. sl.

 

Erindi frá UST – endurskoðun starfsleyfis eða lokun urðunarstaðar.
Lagt fram erindi UST dags.  30. jan 2009 varðandi endurskoðun starfsleyfis eða lokun urðunarstaðar.

 

Önnur mál.
RR skil

Rætt um nýtt skilakerfi raf- og rafeindatækja sem er nú í höndum RR-skila.  Gámum fyrir umræddan úrgang verður komið fyrir á mönnuðum gámastöðvum sveitarfélaganna og er nú unnið að gerð útboðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.